Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 47
Geir Oddsson Tvær nýjar fisktegundir á Islandsmiðum í bók Gunnars Jónssonar „íslenskir fiskar“ frá 1983 er getið 230 fiskteg- unda sem þá höfðu fundist innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu íslands. Ár- ið 1987 bættust þrjár nýjar tegundir við íslenska fiskaríkið (Gunnar Jóns- son, 1987). Tegundalistinn lengdist enn árið 1989 og voru tegundirnar þá alls orðnar 269 sem hér höfðu fundist (Gunnar Jónsson, 1989). Árið 1990 var óvenjugjöfult á nýjar tegundir og hér verður gerð grein fyrir tveimur þeirra. Báðar tegundirnar (1. mynd), vargakjaftur (Bathysaurus ferox) og frenja (Caulophryne polynema) fund- ust á grálúðuslóð djúpt vestur af land- inu. Hér að neðan hef ég kosið að halda mig við framsetningarmáta Gunnars Jónssonar (1983) í „Islenskum fisk- um“ og í grein hans í Náttúrufræð- ingnum 1987, þ.e. fyrst er stutt lýsing á tegundinni og síðan segir frá heim- kynnum og lífsháttum eftir því sem best er vitað. VARGAKJAFTUR Bathysaurus ferox Gunther, 1878. Stærð: Vargakjafturinn sem veidd- ist hér við land var 64 cm langur og mun ekki hafa fengist stærri fiskur en það (Sulak, 1984). Algeng stærð á þeim kynþroska einstaklingum sem veiðst hafa er annars 55-60 cm. Lýsing: Vargakjaftur er grannvax- inn og langvaxinn djúpsjávar- og botn- fiskur (2. mynd). Hausinn er stór, þunnvaxinn og flatur. Kjaftur stór, u.þ.b. % af hauslengd. Neðri skoltur er sterklegur og nokkuð framstæður. Á miðskoltabeini, gómbeinum og neðra skolti eru raðir síldra og odd- hvassra tanna. Augun eru stór, hreist- ur stórt og nokkuð gróft. Á haus er hreistur á kinnum og hnakkabeini. Rákin nær frá tálknopum ofanverðum og aftur að sporðblöðku, rákarhreist- ur er stærra en annað hreistur. Uggar eru allir vel þroskaðir. Bakuggi er langur, u.þ.b. helmingi lengri en rauf- aruggi og hár, hæstur fremst og byrjar á móts við kviðugga. Raufaruggi er í meðallagi langur, sporðblaðka er stór og nokkuð síld, eyr- og kviðuggar eru stórir og 6. eða 7. geisli eyrugga teyg- ist aftur og upp á við. Litur: Vargakjaftur er brúnn eða grábrúnn, dekkri á kvið og uggar enn dekkri en búkur. Hann er svartur í kjaftinn og lífhimna er svört. ' Geislar: B: 17-18, R: 11-13, E: 15, K: 8, hrl.: 63. Heimkynni: Aðeins hafa fundist rúmlega 150 vargakjaftar í heimshöf- unum (Sulak, 1984). Sá fyrsti fannst við austurströnd Nýja-Sjálands árið 1878 (Goode & Bean, 1895) og nokkr- ir hafa veiðst á þeim slóðum síðan. í Náttúrufræðingurinn 60 (4), bls. 213-217, 1991. 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.