Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 17
FJÖLDI DÝRA í 1000 m3 20.000 4. mynd. Árstíðabreytingar á fjölda Thysanoessa lirfa og öggu (ungviði, karl og kvendýr saman) í ísafjarðardjúpi í febrúar 1987 til febrúar 1988. Sýni frá stöðvum 1-9 voru sam- einuð og stöðluð miðað við 1000 rúmmetra af sjó. Seasonal abundance of Thysanoessa spp. larvae and juveniles, males and females (combined) of T. raschi in ísafjord-deep. Samples from stations 1-9 combined and standardized to numbers per 1000 m3 — var á stöð 7 í maí (98.400 dýr í 1000 rúmmetrum). Öggur fundust í tiltölulega litlum mæli frá febrúar og fram í september, nema í maí og ágúst er nokkuð bar á þeim. Frá október jókst fjöldi þeirra í sýnunum þar til hámarki var náð í jan- úar og febrúar 1988. Flestar urðu þær á stöð 7 í febrúar 1988 en þá fengust 52.300 dýr í 1000 rúmmetrum. Hrygning Undirbúningur að hrygningu hjá ljósátu fer fram síðari hluta vetrar, þegar eggjakerfið þroskast í kvendýr- unum og karldýrin mynda sæði, sem þau koma fyrir í svokölluðum sáð- sekkjum. Við mökun, nokkru fyrir sjálfa hrygninguna, flytja karlarnir sáðsekki yfir á kvendýrin og þegar þau hrygna frjóvgast eggin um leið og þeim er gotið. Með því að fylgjast með því hvenær karl- og kvendýr bera sáðsekki má fá upplýsingar um hrygn- ingartíma ljósátu. Hlutföll karl- og kvendýra með sáð- sekki eru sýnd á 5. mynd. Karldýrin báru sáðsekki frá því í febrúar og fram í júlí en kvendýrin frá apríl og fram í júlí. Þetta er í samræmi við það sem að ofan sagði, að karlarnir myndi fyrst sáðsekkina og flytji þá síðan yfir 183

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.