Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 25
Lovísa Ásbjörnsdóttir Um götunga (Foraminifera) INNGANGUR Ein er sú fræðigrein innan jarð- fræðinnar, sem hefur lítt verið stund- uð hér á landi, en það er götunga- fræðin. Hún flokkast undir steingerv- ingafræði þegar um er að ræða göt- unga úr jarðlögum. Götungar lifa flestir í sjó og eru þekktir í sjávarsetlögum allt frá forn- lífsöld (Palaeozoicum) til nútíma, en hafa verið sérstaklega algengir síðan á krítartímabili, þ.e. síðustu 65 milljónir ára (1. mynd). Sýnt hefur verið fram á að ýmsar götungategundir eru vel not- hæfar sem leiðar- eða einkennisstein- gervingar fyrir ákveðnar jarðsöguleg- ar einingar. Á síðustu árum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á götungafræðina við jarðlagarannsóknir. Má þar fyrst og fremst nefna rannsóknir sem tengj- ast olíuleit. Rannsóknir á sjávarset- lögum mynduðum á ísöld (kvarter) hafa aukist gífurlega síðustu árin og hafa götungar reynst þar notadrjúgir þegar kemur að því að meta myndun- araðstæður þessara laga. Gerðar hafa verið mælingar á súrefnissamsætum í götungaskeljum úr djúpsjávarbotn- kjörnum sem hafa gefið góða raun, bæði við jarðlagatengingar og túlkun á loftslagsbreytingum kvartertímabils- ins. Nýlegar rannsóknir á núlifandi götungum hafa reynst vel til þess fallnar að fylgjast með hvernig unrrót mannsins hefur áhrif á vistkerfi sjávar og hversu fljótt það er að jafna sig eft- ir að vörnum hefur verið komið á. Aðalkostur götunga við rannsóknir á jarðlögum er að þeir eru gífurlega breytilegir að gerð og lögun. Einstakl- ingsfjöldinn er yfirleitt mikill og teg- undir hafa þróast mjög ört. Þar að auki eru margar tegundir mjög við- kvæmar fyrir vistfræðilegum breyting- um, þannig að götungafána endur- speglar oft breytingar, sem ekki eru greinanlegar í öðrum fánum eða í gerð setlaga. Götungar hafa það fram yfir lindýr að þeir eru smáir og nægja 100 g af sýni til rannsókna. Þetta er afar hent- ugt og þýðingarmikið við rannsóknir á borkjörnum, en í þeim eru yfirleitt að- eins örfá eintök eða brot af skeljum lindýra. í þessari grein, sem hér birtist, verður leitast við að gera nokkra grein fyrir götungum og notagildi þeirra. GÖTUNGAR Götungar eru einfrumungar sem til- heyra fylkingu frumdýra (Protozoa). Latneska heiti þeirra er Foraminifera, þar sem „foramina“ þýðir lítil göt en „fere“ þýðir að bera. Götungar eru smágerð dýr, sem þó eru sýnilegir berum augum. Algeng stærð þeirra er um 0,1-1,0 mm, en sumar núlifandi tegundir geta náð allt að 4 mm stærð (Boltovskoy og Wright 1976). Náttúrufræðingurinn 60 (4), bls. 191-211, 1991. 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.