Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 27
2. mynd. Mismunandi lögun og klefabygging götungaskelja. Different shapes and struct- ure of foraminifera. irborðslögum sjávar (Boltovskoy og Wright 1976). Stærð götungaskelja er mjög mis- munandi og eru jafnvel einstaklingar sömu tegundar mjög breytilegir að stærð. Þessi stærðarmunur tengist að mestu leyti þroskaferli (ontogeny) götunga og umhverfisástandi. Þó að okkur finnist skeljar núlifandi götunga ekki ýkja stórar (0,14,0 mm), hafa á ýmsum tímum jarðsögunnar komið fram „stórforma" götungar. Þessir götungar eiga það sameiginlegt að hafa komið fram á tiltölulega stuttum jarðsögulegum tíma og þeir lifðu í heitum og grunnum sjó. Einn merkilegasti, stærsti og fjöl- breytilegasti ættbálkur „stórforma" götunga er Fusulinida (3. mynd), en hann kom fram árla á kolatímabilinu, þróaðist afar hratt, en dó út í lok permtímabilsins (1. mynd). Margar tegundir Fusulinida voru um 1 cm langar, en sumar urðu allt að 14 cm langar (Haynes 1981). Nokkrar ætt- kvíslar „stórforma“ götunga komu einnig fram í lok krítartímabilsins, eins og t.d. Nummulites, Orbitolina og Alveoiina sem urðu allt að 10-12 cm stórar á mesta blómaskeiði sínu. Allir „stórforma“ götungar eru mikil- vægir leiðar- og einkennissteingerv- ingar í jarðlögum (Haynes 1981, Feyl- ing-Hanssen 1986, 1988). Ekki er gott að segja hvaða götung- ar eru minnstir, þar sem oft er erfitt 193

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.