Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 39
Suður- og Vesturland (7. mynd). Hann sýndi einnig fram á, að þessi tvö samfélög blandast við Vestfirði og Suðausturland, en þar mætast hlýir og kaldir hafstraumar. Hann gerði einnig samanburð á núlifandi götungafánu við ísland og þeirri fánu sem lifir við Grænland og Norður-Noreg. Hann sýndi fram á að viss skyldleiki er með þessum fánusamfélögum, en dró þá ályktun að þær götungategundir sem hann hafði fundið við íslands væru einungis þær algengustu og að öllum líkindum væru þær mun fleiri, t.d. tegundir með samlímdar skeljar, sem vegna viðkvæmra skelja hafi hugsan- lega eyðilagst í sýnatöku (Nörvang 1945). Adams og Frampton (1965) rann- sökuðu núlifandi götunga í botnsýn- um úr Skutulsfirði, Kaldalóni við Isa- fjarðardjúp og úr Leirufirði í Jökul- fjörðum. Þeir greindu alls 17 tegundir, þar af voru 7 sem ekki höfðu fundist áður við ísland. Adams og Frampton bentu á að ferskvatn hefði mun meiri áhrif á götungafánuna sem lifir í Leirufirði en í Isafjarðardjúpi. Ein grein hefur verið birt um göt- unga úr eldri setlögum við Island og er hún óvenjuleg að því leyti að rann- sóknir voru gerðar á sethnyðlingum sem komu upp í Surtseyjargosinu 1963-67. Aldursgreining með geisla- koli á skeljum úr hnyðlingunum sýndi aldur 6.200 ár og 11.000 ár. Alls fund- ust 29 tegundir götunga úr setinu og þar af voru 12 sem ekki var vitað um áður í íslenskum setlögum. Bæði lindýra- og götungafánan samanstend- ur af tegundum sem lifa í dag við suð- urströnd landsins, en út frá fánusam- setningu má ætla að dýpi hafi verið rúmlega 100 m meðan á setmyndun stóð (Leifur A. Símonarson 1974). Alls hafa verið greindar 106 tegund- ir götunga úr íslenskum setlögum, en gera má ráð fyrir að þær séu nokkuð fleiri. Má þar nefna að einungis hafa fundist 5 tegundir götunga með sam- límda skel, en búast má við að þær séu mun fleiri. Eins og staðan er í götungarann- sóknum á íslandi í dag er afar mikil- vægt fyrir okkur að þekkja þær göt- ungategundir og þau fánusamfélög sem lifa við strendur íslands. MÆLINGAR Á SAMSÆTUM í GÖTUNGASKELJUM Götungar í djúpsjávarkjörnum úr Norður-Atlantshafi hafa mikið verið 9. mynd. (Feyling-Hanssen og Knudsen 1979). Botngötungar með glerkennda kalkskel. Benthonic foraminifera with hyaline walls. 1-3. Götungar af grunnsævi úr frekar hlýjum (boreal) sjó. 1. Elphidium excavatum (Terquem), forma selseyensis (Heron-Allen & Earland) (x73). 2. Nonion depressulum (Walker & Jacob) (x81). 3. Stainforthia fusi- formis (Williamson) (x53). 4-11. Götungar frá 50-300 m dýpi úr frekar lilýjum (boreal) sjó. 4. Hyalinea haltica (Schroeter) (x61). 5. Uvigerina peregrina Cushman (x61). 6-7. Cassidulina laevigata d’Orbigny (x61). 8. Bulimina marginata d’Orbigny (x61). 9. Non- ion barleeanum (Williamson) (x53). 10. Bolivina skagerrakensis Qvale & Nigam (x61). 11. Trifarina angulosa (Todd) (xól). 12. Elphidium excavatum (Terquem), forma alha Feyling-Hanssen (x61). Tegundin lifir bæði í köldum (arktiskunr) og frekar hlýjum (bor- eal) sjó. 13-14. Nonion labradoricum (Dawson) (xól). Kaldsjávartegund, en einnig al- geng á hlýrri (boreal) hafsvæðum þar sem dýpi er meira en ca. 20 m. 205

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.