Fréttablaðið - 25.05.2009, Side 2

Fréttablaðið - 25.05.2009, Side 2
2 25. maí 2009 MÁNUDAGUR 585-6500 audur.is Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn Opinn kynningarfundur Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð Mánudaginn 25. maí kl. 17:15 Allir velkomnir STJÓRNSÝSLA Forstjóri Ríkiskaupa, Júlíus S. Ólafsson, vill ekki svara ávirðingum Kjartans Arnar Sig- urðssonar, forstjóra Office 1, á hendur stofnuninni. Í harðorðri grein í Fréttablaðinu á laugardag brigslar Kjartan Ríkiskaupum um að hygla nýjum félögum í eigu rík- isbankanna á kostnað einkafram- taksins. Tilefnið var yfirfærsla rammasamnings sem Penninn og A4 höfðu við Ríkiskaup til nýrra félaga í eigu bankanna. „Það er búið að kæra þetta til kærunefndar útboðsmála og á meðan þetta er þar sé ég enga ástæðu til að tjá mig um þetta,“ segir Júlíus sem vill ekki heldur ræða þessi mál í víðara samhengi. - gar Forstjóri Ríkiskaupa: Tjáir sig ekki um ávirðingar Steinþór, þurfið þið ekki að halda vel á spilunum? „Jú, annars er þetta auðvitað búið spil. En við spyrjum að leikslokum.“ Spurt að leikslokum, nýtt spurningaspil sem kemur út á næstu vikum, er ekki borðspil og án tenings og því hægt að spila það hvar sem er. Steinþór Stein- grímsson er annar höfunda spilsins. SAMGÖNGUR Geimferjan Atlantis lenti í Kaliforníu síðdegis í gær, um klukkan fjögur. Upphaflega átti hún að lenda á Kennedy-geimstöðinni í Flórída á laugardag en hætt var við það. Vegna stormviðris í Flór- ída þegar geimferjan átti að lenda í gær var henni beint til Kaliforníu. Atlantis var send út í geim- inn til að laga Hubble-sjónaukann sem hafði bilað. Sjónaukinn er eitt mikil vægasta tækið sem notað er af NASA til geimrannsókna. Sjö geim- farar tóku þátt í verkefninu. Heppn- aðist verkefnið vonum framar. Vélmennahandleggur Atlantis tók Hubble til sín svo geim fararnir gætu gert við hann. Eftir fimm geimgöngur á sjónaukanum náðu geimfararnir að koma fyrir nýjum tækjum og skipta um rafhlöður og mælingatæki. Það eina sem misheppnaðist í ferðinni var að gera við aðalmynda- vél sjónaukans sem bilaði vegna raf- magnstruflana. Sjónaukanum var síðan sleppt til baka frá Atlantis síð- astliðinn þriðjudag. Áhöfn Atlant- is sagði að ferðin hefði verið mjög skemmtileg frá upphafi til enda. - vsp Geimferjan Atlantis lenti í Kaliforníu í gær vegna veðurofsa í Flórída: Skemmtilegt frá upphafi til enda ATLANTIS Sjö geimfarar voru sendir út í geim til að laga Hubble-sjónaukann. Viðgerðin gekk vel. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐI Grunur leikur á um sex tilfelli svínaflensu hér á landi. Eitt tilfelli hefur verið staðfest. Sá smitaði er karlmaður sem kom frá New York fyrir rúmri viku. Gert er ráð fyrir að nið- urstöður rann- sókna á hinum sýnunum liggi fyrir í dag. Öll hin sýktu til- heyra fjölskyldu mannsins sem greindist. Eng- inn er alvarlega veikur. Smitið greindist á höf- uðborgarsvæðinu en tengsl eru við Suðurlandið og víðar. Haraldur Briem sóttvarnarlækn- ir segir þann sem greinst hefur vera á batavegi. „Hann hefur verið heima hjá sér síðan hann greindist,“ segir Har- aldur. Enginn þeirra sem grunað- ur er um smit sé á spítala eða í ein- angrun. Allir séu í heimahúsum. „Við lítum á svínaflensufarald- ur eins og annan inflúensufarald- ur. Fólk fær meðferð og heldur sig heima,“ segir Haraldur. Hann mælir með að fólk sem sé að koma frá Bandaríkjunum og Mexíkó leiti læknis. Telur hann þó að fólk- ið sem hafi verið með manninum í flugvél hafi ekki getað veikst þar sem hann varð ekki veikur fyrr en tveimur sólarhringum eftir flug. Áfram er í gildi hættustig hér á landi samkvæmt viðbragðsáætl- un um inflúensufaraldur. Ekki er talin ástæða til að fara á neyðarstig þrátt fyrir að staðfest hafi verið að svínaflensan sé komin til Íslands, enda eru veikindin væg. Sóttvarnalæknir segir embætti ríkislögreglustjóra vinna með embætti sóttvarnalæknis til þess að ræða ráðstafanir verði flensan hættulegri og útbreiddari. „Það yrðu þá ráðstafanir eins og að loka landinu og krefjast þess að fólk færi ekki út úr húsi. Einnig væri þá inni í myndinni samkomu- bann. Þetta væri þó aðeins ef ýtr- ustu aðstæður væru fyrir hendi. Jafnvel þótt við færum á neyðar- stig þá færum við ekki að grípa til umfangsmikilla aðgerða nema nauðsyn væri,“ segir Haraldur. Svínaflensunni svipar ti l spænsku veikinnar 1918 og verður því verri með haustinu. Árið 1918 kom upp inflúensufaraldur í mars sem barst um heiminn frá Banda- ríkjunum. Í júní fékk hún heitið júníflensan en þótti ekki mjög alvarleg þá og var mjög væg. Um haustið kom hún í annarri bylgju og var þá skæðari, alvarlegri sjúk- dómstilfelli og há dánartíðni. vidirp@frettabladid.is Svínaflensan verður verri með haustinu Grunur leikur á um sex tilfelli svínaflensu hérlendis. Enginn er alvarlega veik- ur. Litið er á flensuna eins og annan inflúensufaraldur. Fólk heldur sig heima eftir meðferð. Verði flensan hættulegri kemur samkomubann til greina. SÓTTVARIN Á LOS ANGELES-FLUGVELLI Sóttvarnalæknir segir Íslendinginn sem er smitaður af svínaflensu á batavegi og hann haldi sig heimavið. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL „Ég er þess fullviss að vönduð rannsókn muni leiða í ljós algert sakleysi mitt af þeim ávirð- ingum sem á mig hafa verið born- ar í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Ólafs Ólafssonar sem sérstakur saksóknari hefur grunaðan um misferli í tengslum við sölu hluta- bréfa í Kaupþingi til Katar búans Al-Thani. Ólafur, sem var einn stærsti hluthafi Kaupþings og persónu- lega kunnugur Al-Thani, hefur ekki látið ná í sig frá því Ólafur Hauks- son, sérstakur saksóknari, lét í síð- ustu vikur gera húsleit víðs vegar vegna gruns um markaðsmisnotk- un og auðgunarbrot í sambandi við sölu Kaupþingsbréfanna til Al- Thani í september í fyrra. Ekki hefur heldur náðst í fyrrverandi aðalstjórnendur Kaupþings, þá Sig- urð Einarsson stjórnarformann og Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra. Í stuttri yfirlýsingu Ólafs vísar hann til yfirlýsingar sérstaks sak- sóknara um rannsóknina og umfjöll- un fjölmiðla um hana. „Ég vil í því sambandi staðfesta að rannsókn- araðilar hafa lagt hald á tölvugögn sem voru í húsakynnum í minni eigu á Íslandi,“ segir Ólafur í yfirlýsingu sinni. Þess má geta að samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld var meðal annars leitað í frístundahúsi Ólafs í Borgarfirði. Ekki náðist í sérstakan sak- sóknara í gær til að fá fréttir af árangri húsleitanna og framgangi rannsóknar hans. - gar Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings tala ekki en Ólafur Ólafsson staðfestir húsleit: Kveðst saklaus í Kaupþingsbréfamáli ÓLAFUR ÓLAFSSON Grunaður um lögbrot vegna sölu á 25 milljarða hlut í Kaupþingi til sjeiks frá Katar en kveðst saklaus. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTUN „Það verður ekki farið fram gegn vilja kennara í þess- um efnum. Það er mikilvægt að allar svona aðgerðir séu ákveðn- ar í góðri sátt og við munum ræða málin á þeim nótum,“ segir Katrín Jakobs- dóttir mennta- málaráðherra. Katrín fundar í dag með full- trúum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um hug- myndir þeirra um tímabundna fækkun lög- bundinna skóla- daga grunnskólanemenda. Katrín fundaði á laugardag með fulltrúum kennara um þessi mál, en Kennarasamband Íslands hefur lagst eindregið gegn hug- myndum SÍS. - kg Katrín Jakobsdóttir: Ekki farið gegn vilja kennara LÖGREGLUMÁL Kannabisrækt- un var stöðvuð í íbúð í miðbæ Reykjavíkur um miðjan dag á föstudag. Við húsleit fundust um 150 kannabisplöntur. Helmingur þeirra var á lokastigi ræktunar. Karlmenn á fertugsaldri ját- uðu aðild að málinu. Mennirn- ir hafa áður komið við sögu lög- reglu. Telur lögreglan málið upplýst. Málið er liður í sameiginleg- um aðgerðum lögreglunnar til að hamla sölu og dreifingu fíkni- efna. Margar verksmiðjur hafa verið upprættar á undanförnum mánuðum. - vsp Kannabis í miðborginni: 150 plöntur í 101 Reykjavík KATRÍN JAKOBSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan lýsir eftir Jóni Helga Lindusyni. Talið er að Jón Helgi haldi sig á höfuð- borgarsvæðinu. Jón er fædd- ur árið 1993, er um 175 senti- metrar á hæð, grannvaxinn og dökkhærð- ur. Jón Helgi strauk af með- ferðarheimili. Lögreglan biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir Jóns Helga Lindusonar eða dvalarstað hans að láta vita í síma 444 1104. Lögreglan í Reykjavík: Lýst eftir pilti JÓN HELGI LINDUSON Seinheppinn þjófur Bíl var stolið við heimahús í Kletta- borg á Akureyri á föstudagskvöld. Svo óheppilega vildi til að þjófurinn velti bílnum í götunni, skarst eilítið en slapp annars nokkuð vel. Hann er grunaður um ölvunarakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR HARALDUR BRIEM SKATTAMÁL Ríkisskattstjóri hefur sent skattrannsóknarstjóra þrjá- tíu mál þar sem grunur leikur á að Íslendingar hafi notað erlend greiðslukort hérlendis og komið sér þannig undan því að greiða lögbundinn skatt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi. Þar sagði enn fremur að athugun ríkisskattstjóra á um sextíu málum af þessum toga væri lokið. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu fékk ríkisskatt- stjóri aðgang að gögnum um notkun þessara greiðslukorta með dómi Hæstaréttar í fyrra. - gar Skoðun ríksskattstjóra lokið: Grunar þrjátíu um kortasvik SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.