Fréttablaðið - 25.05.2009, Qupperneq 6
6 25. maí 2009 MÁNUDAGUR
Sólarlottó
Sólarlottó
Þú kemst í sólina með Plúsferðum.
69.900kr.
Rimini
Verð frá:
Verð á mann miðað við 2 fullorðna í íbúð
eða stúdíó íbúð í 7 nætur. Enginn barnaafsláttur
8. og 15. júní
Spilaðu með og láttu
sólina leika við þig.
Þú velur áfangastað og brottfarardag og ef þú
bókar strax færðu frábæra ferð á fáránlegu verði.
Við sendum þér upplýsingar um gististað og
ábyrgjumst að þú færð gott frí á góðum stað!
Öll verðdæmi miðast við að bókað sé á netinu.
EVRÓPUMÁL Að fram fari upplýst
opinber umræða um það sem
felst í fullri aðild að Evrópusam-
bandinu er einhver mikilvægasta
forsendan fyrir inngöngu nýrrar
aðildarþjóðar í sambandið. Þetta
segir Graham Avery, sem starfaði
um áratugaskeið í framkvæmda-
stjórn ESB og kom sem háttsett-
ur fulltrúi hennar að aðildarsamn-
ingum margra ríkja, en hann er
nú heiðursfélagi St.Antony‘s Coll-
ege við Oxfordháskóla og ráðgjafi
rannsókna- og ráðgjafarstofnun-
arinnar European Policy Centre í
Brussel.
Avery hélt á dögunum erindi á
málþingi Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands, þar sem hann
fjallaði um „hverju búast megi
við af Brussel“ í aðildarviðræð-
um við ESB. Í erindinu lýsti hann
aðildarviðræðuferlinu og lagði sitt
mat á það hvernig sjá má fyrir sér
að slíkar viðræður færu fram við
Ísland.
Í samtali við Fréttablaðið sagð-
ist Avery þess fullviss að unnt sé
að gera góðan aðildarsamning
sem tryggja myndi bæði hags-
muni Íslendinga og Evrópusam-
bandsins í heild, að því gefnu að
samningsviljinn sé jafnmikill hjá
báðum aðilum.
Avery segir þetta einnig eiga
við um sjávarútvegsmál. Þar
aðskilur hann annars vegar lang-
tíma-meginmarkmið sameigin-
legu fiskveiðistefnunnar, og hins
vegar það hvernig þeim markmið-
um skuli náð í framkvæmd. Eins
og meginmarkmið stefnunnar
séu skilgreind
eigi hann bágt
með að sjá að
fiskveiðiþjóðin
Íslendingar geti
ekki skrifað upp
á þau. Fram-
kvæmd stefn-
unnar sé annað,
og „í Brussel“
sé viðurkennt
að hún þurfi
nú endurskoðunar við, meira en
nokkru sinni fyrr. „Við þá end-
urskoðun gætu Íslendingar lagt
mikil vægan skerf af mörkum,“
segir Avery.
Þar sem til stendur að bera
væntanlegan aðildarsamning
undir þjóðaratkvæði hérlendis
segir Avery að það hvernig stað-
ið er að hinni opinberu umræðu
um samningsskuldbindingarnar
sé algjört lykilatriði. Avery bend-
ir á hve mörg dæmi eru um það
frá öðrum löndum, þar sem þjóð-
aratkvæðagreiðslur hafa verið
haldnar um Evrópusambands-
mál, að í þeim hljómi hæst raddir
sem útbreiði afbakanir á því sem
í raun sé verið að kjósa um eða
tengja það alls ótengdum málum.
Þetta hafi til að mynda verið til-
fellið þegar Írar kusu um fullgild-
ingu Lissabonsáttmálans í fyrra-
sumar. Þetta þurfi Íslendingar
að varast með því að auðvelda
aðgengi almennings að traustum
upplýsingum og vanda hina opin-
beru umræðu. audunn@frettabladid.is
Upplýst umræða um
ESB-aðild lykilatriði
Að fram fari upplýst, vönduð umræða um það sem felast muni í fullri aðild að
Evrópusambandinu áður en haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamn-
ing er að sögn Grahams Avery algjört lykilatriði í aðildarundirbúningnum.
GRAHAM AVERY
HVERS ER AÐ VÆNTA AF „BRUSSEL“? Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar og ráðherra-
ráðs Evrópusambandsins í „Evrópuhverfinu“ í Brussel. NORDICPHOTOS/AFP
ATVINNUMÁL „Okkur finnst þetta
hrikalegt,“ segir Jóhann Már
Helgason, framkvæmdastjóri Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands, aðspurð-
ur um viðbrögð við frétt blaðsins
í gær um að um 2.300 manns fái
ekki vinnu hjá Reykjavíkurborg
næsta sumar. Stærsti hlutinn er
framhalds- og háskólanemar.
„Við erum hins vegar komin með
sumarnám við Háskólann sem við
börðumst fyrir fyrr í vetur, til að
sporna gegn þessu. Við köllum nú
eftir frekari aðgerðum frá rík-
inu og sérstaklega sveitarfélögun-
um til að tryggja atvinnu,“ segir
Jóhann.
Félagsstofnun stúdenta rekur
Atvinnumiðlun stúdenta sem aug-
lýsir laus störf í boði. Jóhann segir
að eins og með annað vanti þá
stofnun fjármagn.
Hafsteinn Gunnar Hauksson,
fráfarandi formaður Nemendafé-
lags Verzlunarskóla Íslands, segir
þetta koma sér illa fyrir þau ung-
menni sem hafi ekki fengið vinnu
annars staðar og treysti á Reykja-
víkurborg um atvinnu.
„Ég finn fyrir því í kringum mig
að félagar manns sem hafa getað
treyst á þessa vinnu [hjá Reykja-
víkurborg] undanfarin ár geta
ekki treyst á þetta núna og standa
jafnvel uppi atvinnulausir,“ segir
Hafsteinn. - vsp
Stúdentaráð HÍ telur hrikalegt að um 2.300 fái ekki vinnu hjá borginni í sumar:
Kalla eftir frekari aðgerðum
SUÐUR-KÓREA Suður-kóreska þjóð-
in varð fyrir áfalli á laugardaginn
þegar í ljós kom að fyrrverandi
forseti landsins, Roh Moo-hyun
hefði framið sjálfsmorð.
Lík Rohs fannst við klettasyllu
og í kjölfarið fannst sjálfsmorðs-
bréf þar sem hann bað fjölskyldu
sína um að syrgja sig ekki.
Forsetinn fyrrverandi hafði
verið kærður fyrir að taka við
mútum upp á sex milljónir doll-
ara, eða um 700 milljónir króna,
meðan hann var forseti árin 2003
til 2008. Hann viðurkenndi aldrei
verknaðinn en hafði beðist afsök-
unar. Núverandi forseti landsins
sagðist harma atburðinn. - vsp
Forseti Suður-Kóreu:
Tók við mútum
og svipti sig lífi
HÁSKÓLANEMAR Atvinnuhorfur nema eru ekki bjartar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Er nægt eftirlit með að reglum
um gjaldeyri sé fylgt?
Já 22,5%
Nei 77,5%
SPURNINGS DAGSINS Í DAG
Hygla stjórnvöld fyrirtækjum í
eigu ríkisbankanna?
Segðu þína skoðun á visir.is
MENNTUN „Það var bara mjög góð
tilfinning að sjá á eftir þessu til
þeirra,“ segir Magnús Magnússon
kvikmyndagerðarmaður, sem gaf
færeysku þjóðinni nær allt ævi-
starf sitt; það eru sextíu heimild-
armyndir og þættir.
Þeirra á meðal er myndin „Í
ríki fálkans“ sem var frumsýnd
3. maí síðastliðinn. „Ég var löngu
búinn að ákveða að gefa þeim þetta.
Svo þegar þeir stóðu með okkur í
hremmingunum meðan aðrir litu
undan varð ég ákveðinn í að nú
þyrfti ég að láta verða af þessu. Svo
hringdi ég í menntamálaráðherra
þeirra og hún sagði bara já, takk.“
Efnið verður textað og svo sýnt
í sjónvarpi. Þá
nýt ir Náms-
gagnastofnun
efnið. Einnig
verður það til
sýnis á bóka-
söfnum, sjúkra-
húsum og víðar.
Magnús fór
með myndirn-
ar í síðustu viku
og notaði ferðina
til að taka myndir af fuglum fyrir
myndavef sem Námsgagnastofn-
unin hér lætur gera. Færeyingar
hafa nú fest kaup á þessum vef. „Ég
held að þetta sé í fyrsta sinn sem
námsgögn eru flutt út frá Íslandi,“
segir hann. Magnús á allar hreyfi-
myndirnar á vefnum og margar
ljósmyndir en annars á Jóhann Óli
Hilmarsson fuglafræðingur mestan
heiðurinn að vefnum. - jse
Magnús Magnússon gefur færeysku þjóðinni sextíu heimildarmyndir og þætti:
Gaf Færeyingum ævistarfið
MAGNÚS
MAGNÚSSON ÚR RÍKI FÁLKANS Mynd úr heimildar-
myndinn „Í ríki fálkans“.
KJÖRKASSINN