Fréttablaðið - 25.05.2009, Side 12

Fréttablaðið - 25.05.2009, Side 12
12 25. maí 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ég varð mjög hissa, enda hefði ég verið mjög sáttur við það eitt að mynd- in væri valin á hátíðina,“ segir Svein- björn J. Tryggvason sem tilnefndur hefur verið til verðlauna á Siggraph- tölvugrafíkhátíðinni fyrir stuttmynd úr sinni smiðju. „Þessi hátíð er mjög þekkt en hluti af henni er tileinkuð tölvugerðum teiknimyndum,“ útskýr- ir Sveinbjörn en hátíðin verður hald- in í New Orleans í Bandaríkjunum í ágúst. Alls voru 770 myndir sendar inn í keppnina í ár. Þar af verða 140 mynd- ir sýndar á hátíðinni en aðeins örfá- ar hljóta verðlaun. Keppt er í fjórum flokkum og eru þrjár myndir tilnefnd- ar í hverjum flokki. Sveinbjörn er til- nefndur í flokknum WTF (Well Told Fable) fyrir mynd sína friends?, sem var lokaverkefni hans við Vancouver Film School í Vancouver í Kanada á síðasta ári. Sveinbjörn er beðinn um að lýsa mynd sinni. „Þetta er eins mínútu löng teiknimynd í þrívídd um tvo verðandi vini. Hún er svo stutt að það er varla hægt að segja annað um hana.“ Sveinbjörn dvaldi í eitt ár í Kanada við nám í Vancouver Film School sem hann segir talsvert virtan, en áður en hann hélt út hafði hann lokið námi við margmiðlunarskólann hér heima. Í Kanada lærði hann að búa til hreyfi- myndir auk þess sem lögð var áhersla á eftirvinnslu kvikmynda. Sveinbjörn starfar hjá margmiðlunarfyrirtæk- inu Gagarín en það gerði hann einnig áður en hann fór í námið til Kanada. Hugurinn stefnir þó út fyrir landstein- ana og draumurinn er að starfa meira í kvikmyndageiranum. „Ég væri bæði til í að vinna að stórum kvikmyndum og að vinna að eigin verkefnum,“ segir Sveinbjörn sem þætti gaman að komast út á verðlaunaafhendinguna í ágúst en segir tíma og fjárhag verða að leiða í ljós hvort af verði. solveig@frettabladid.is SVEINBJÖRN J. TRYGGVASON: TILNEFNDUR TIL VERÐLAUNA Á SIGGRAPH-HÁTÍÐINNI Mínútulöng mynd um vinskap MIKE MYERS ER 46 ÁRA Í DAG „Fyrir mér endurspeglast Evrópa af ungu fólki sem reynir að líta út fyrir að vera miðaldra, og miðaldra fólki sem reynir að líta út fyrir að vera ungt.“ Leikarinn Mike Myers er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn Austen Powers. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ólöf Aðalheiður Pétursdóttir Dalbraut 20, Reykjavík, sem andaðist 17. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 26. maí klukkan 15. Pétur Guðmundsson Sonja Nikulásdóttir Sigurður Ingólfsson Þórdís Guðmundsdóttir Axel Sveinsson Inga Guðmundsdóttir Magnús Kristinsson Guðlaugur Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, fósturpabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Pétur Kristófer Guðmundsson fyrrum bóndi á Hraunum í Fljótum, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 26. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Rósa Pálmadóttir Guðrún Björk Pétursdóttir Friðrik Gylfi Traustason Elísabet Alda Pétursdóttir Sigurður Björgúlfsson G. Viðar Pétursson Anna Kristinsdóttir Pétur Sigurvin Georgsson Jónína Halldórsdóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Ásgrímur Angantýsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Sigríður Eymundsdóttir sjúkraliði, frá Flögu í Skriðdal, sem lést fimmtudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 15.00. Jarðsett verður frá Þingmúlakirkju í Skriðdal laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Eygló Magnúsdóttir Jón Símon Gunnarsson Eymundur Magnússon Steinarr Magnússon Anna Sólveig Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kjartan Helgason fyrrum ferðaskrifstofueigandi, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 19. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 13.00. Ingibjörg Einarsdóttir Kristín Kjartansdóttir Issa Björg Kjartansdóttir Einar Helgi Kjartansson og fjölsk. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lovísa Hannesdóttir Gullsmára 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. maí kl. 13.00. Unnur S. Björnsdóttir Hannes Björnsson Hafdís Ólafsdóttir Kristján Björnsson Helga Haraldsdóttir Sigríður Björnsdóttir Brynjar Guðmundsson Illugi Örn Björnsson Fanný M. Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1300 Dante Alighieri held- ur niður til Vítis í Hinum guðdómlega gleðileik. 1420 Hinrik sæfari verður stór- meistari Kristsreglunnar. 1660 Konungdæmið er endur- reist í Englandi með krýn- ingu Karls II. 1920 Guðjón Samúelsson er skipaður húsameistari rík- isins. 1946 Jórdanía verður til sem sjálfstætt ríki. 1987 Mesti jarðskjálfti á Suð- urlandi síðan 1912 verð- ur í Vatnafjöllum, suður af Heklu, 5,7 stig. 1991 Erik Weihenmayer verður fyrsti blindi maðurinn til að ná tindi Everestfjalls. AFMÆLI MARKÚS ÖRN ANT- ONSSON, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er 66 ára. UNNUR BIRNA VILHJÁLMS- DÓTTIR, ungfrú heimur 2005, er 25 ára. Á þessum degi fyrir áttatíu árum var Sjálfstæðisflokkur- inn stofnaður af þingmönn- um Íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins. Fyrsti formað- ur flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgar- stjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ól- afur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benedikts- son 1961-1970, þá Jóhann Haf- stein til 1973, næstur Geir Hall- grímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Odds- son til 2005, Geir H. Haarde til 2009 og núverandi formaður er Bjarni Benediktsson. Fyrstu tíu árin var Sjálfstæð- isflokkurinn lengst af í stjórn- arandstöðu, ef undanskilið er tímabilið frá miðju ári 1932 til miðs árs 1934 þegar flokkurinn tók þátt í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Hann hefur komið að lands- stjórninni í 22 ríkisstjórnum frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið stærsti flokkur- inn, sé miðað við kjörfylgi sem flokkurinn hefur fengið í kosn- ingum. Mestu kosningu fékk flokkurinn árið 1933, 48,0 pró- sent, en þá verstu árið 2009, 23,7 prósent. ÞETTA GERÐIST: 25. MAÍ 1929 Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður JÓN ÞORLÁKSSON Fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TVEIR VINIR Stuttmynd Sveinbjörns er í þrívídd og notar hann mjög einföld form.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.