Fréttablaðið - 12.06.2009, Qupperneq 4
4 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
28°
17°
22°
15°
15°
19°
19°
20°
15°
15°
22°
20°
28°
34°
11°
20°
30°
17°
Á MORGUN
Hæg, breytileg átt.
SUNNUDAGUR
5-10 m/s á annnesjum
nyrðra annars hægviðri
8
10
10
7
7
9
12
10
13
11
8
1010
10
1013
6
7
1012
7
ÞOKKALEGAR
HELGARHORFUR
Það verða ekki lætin í
veðrinu þessa helgina
frekar er síðustu daga.
Horfur eru á hægum
breytilegum áttum
með smá vætu á
víð og dreif einkum
suðaustan- og austan-
lands. Sýnu bjartast
verður norðvestan-
lands en sú gula gæti
þó skotið upp koll-
inum mjög víða. Sú
úrkoma sem þó sést
er heldur lítilfjörleg.
Hiti breytist lítið.
8
8
3
8
5
8
5
3
5
3
3
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
Minna kólesteról
www.ms.is
Benecol er náttúrulegur
mjólkurdrykkur sem
lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda
kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of
hátt kólesteról í blóði er
einn helsti áhættuþáttur
kransæðasjúkdóma.
Ein flaska á dag dugar
til að ná hámarksvirkni.
Í tengslum við frétt um leiklistarnám
í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ ber
þess að geta að leiklist hefur einnig
verið kennd í Borgarholtsskóla síðast-
liðin níu ár. Boðið er upp á allt að sjö
áfanga í leiklist en tveir leiklistarkenn-
arar á lista- og fjölmiðlasviði annast
kennsluna.
LEIÐRÉTTING
EFNAHAGUR Eitt af hverjum sex
heimilum, eða um tólf þúsund
heimili, eru með mjög þunga
greiðslubyrði og þurfa að verja
meira en helmingi ráðstöfunar-
tekna heimilisins í lánagreiðsl-
ur. Liðlega fjórðungur heimila er
með heildarskuldir sem nema um
fimmföldum ráðstöfunartekjum
þeirra. Þetta kemur fram í nýrri
greiningu Seðlabanka Íslands á
stöðu íslenskra heimila í kjölfar
bankahruns. Miðað er við tekjur í
febrúar 2009.
„Þetta er svartara ástand en ég
gerði ráð fyrir í febrúar,“ segir
Tryggvi Þór Herbertsson alþingis-
maður. „Þetta er mjög í samræmi
við það sem maður hefði haldið og
sýnir í raun hversu grafalvarlegt
ástandið er. Staðan hefur versnað
mikið síðan í febrúar, gengið hefur
fallið, bæst hefur við verðbólguna,
atvinnuleysi aukist og eignaverð
lækkað,“ segir Tryggvi.
Lilja Mósesdóttir, formaður
félagsmálanefndar, er hins vegar
á öðru máli og segir að hún hafi
haldið að ástandið væri verra. „Mér
finnst ánægjulegt að það skuli ekki
vera stærri hópur sem er með of
þunga greiðslubyrði,“ segir Lilja.
Um 78 prósent hjóna með börn
eru með viðráðanlega greiðslu-
byrði, sem miðuð er við 40 prósent
af ráðstöfunartekjum í greining-
unni. Hins vegar eru um 97 prósent
einstæðra foreldra með undir 500
þúsund krónur á mánuði.
„Mér fannst gott að hægt var að
greina þetta í ýmsar gerðir og þjóð-
félagshópa. Hægt er að nota þess-
ar upplýsingar þegar skattahækk-
anir verða ákveðnar,“ segir Lilja.
Vegna aðgerða í ríkisfjármálunum
mun sá hópur fara stækkandi sem
er með of þunga greiðslubyrði, að
sögn Lilju, af því að ráðstöfunar-
tekjur heimila munu minnka með
skattahækkunum.
Hún segir áhugavert hversu
mikið af tekjuháu fólki er með nei-
kvæða eiginfjárstöðu í húsnæði
sínu. Um 40 prósent heimila með
yfir 500 þúsund á mánuði eru með
meira en 5 milljónir króna í nei-
kvæðri eiginfjárstöðu. Ástæðan sé
líklegast sú, að sögn Lilju, að verð
á stórum eignum lækkar alltaf
fyrst því erfiðast er að fjármagna
slík kaup.
„Þetta gæti orðið til þess að
þegar verð fer að lækka á minni
eignum vegna offramboðs þá fer
eiginfjárstaða þeirra sem eru
tekjulágir að versna,“ segir Lilja.
Jafnframt er tæplega helmingur
þeirra heimila sem er með íbúða-
lán í erlendri mynt með yfir 500
þúsund krónur á mánuði. Vaxta-
bætur, barnabætur, meðlög eða
námslán frá LÍN eru ekki tekin
með inn í reikninginn.
vidirp@frettabladid.is
Eitt af sex heimilum
er í vondum málum
Um tólf þúsund heimili eru með mjög þunga greiðslubyrði. Tekjuhátt fólk er
með neikvæðari eiginfjárstöðu. „Svartara ástand en ég gerði ráð fyrir,“ segir
þingmaður. Formaður félagsmálanefndar segist hafa haldið ástandið verra.
GREININGIN KYNNT Þorvarður Tjörvi
Ólafsson, annar þeirra sem gerði
greininguna fyrir Seðlabankann, kynnir
greininguna á málstofu í Seðlabankan-
um í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
LILJA MÓSESDÓTTIR Hún segir ánægju-
legt að hægt hafi verið að greina þjóð-
félagshópa. Það komi sér vel þegar
skattahækkanir verði ákveðnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÓMSTÓLAR Fyrrum blaðamað-
ur DV hefur verið dæmdur til að
greiða konu 700 þúsund krón-
ur í skaðabætur, auk þess sem
ummæli um hana í blaðinu voru
dæmd dauð og ómerk.
Upphaf málsins var umfjöllun
um meðferðarheimili á Norður-
landi. Blaðamaður hafði ummæli
eftir nafngreindum viðmæl-
anda um fyrrum mágkonu hans,
meðal annars að hún hefði verið í
sjálfsvígshugleiðingum. Dómur-
inn sagði að ekki hefði verið um
að ræða viðtal við fyrrum mág-
inn. Því teljist viðmælandinn ekki
vera höfundur efnisins heldur
blaðamaðurinn. - jss
Blaðamaður DV dæmdur:
Sekt og um-
mæli ómerkt
INNANRÍKISMÁL „Ég hef ákveðið að
þau verði ekki send sjálfkrafa til
Grikklands,“ segir Ragna Árna-
dóttir dómsmálaráðherra um sex
hælisleitendur frá Grikklandi sem
hafa verið hér í meira en hálft ár.
Á grundvelli Dyflinnarreglna
eru hælisleitendur sjálfkrafa
sendir til fyrsta viðtökuríkis.
„Stefnan er sú að það verði
endursendingar til Grikklands
en málin verða skoðuð með til-
liti til hvers og eins. Við þurfum
að skoða þetta með hliðsjón af
skýrslunni,“ segir Ragna.
Í skýrslu sem unnin var fyrir
dómsmálaráðuneytið kemur fram
að Sameinuðu þjóðirnar leggist
gegn því að flóttamenn séu sendir
aftur til Grikklands. Hins vegar
hafi aðstæður þar skánað. - vsp
Hælisleitendur frá Grikklandi:
Ekki sendir
sjálfkrafa burt
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur
maður hefur verið dæmdur í eins
mánaðar fangelsi og til svipting-
ar ökuréttar í fimm ár.
Maðurinn stal úr verslunum
vörum fyrir nokkra tugi þúsunda.
Hluta þeirra greiddi hann með
greiðslukorti annars manns. Þá
stal hann tveimur blómvöndum í
Krónunni.
Hinn dæmdi var að auki tekinn
drukkinn undir stýri. Hann hafði
áður verið tekinn fullur og rétt-
indalaus við akstur og voru þau
mál sameinuð málinu nú. Maður-
inn er erlendur ríkisborgari. - jss
Fangelsi í mánuð:
Ók fullur og
stal blómum
BLÓM Maðurinn stal meðal annars
tveimur blómvöndum.
REYKJAVÍK Kaffihús verður opnað í
dag í Hljómskálanum í samnefnd-
um garði.
Ætlunin er að hægt verði að
kaupa þar veitingar í sumar
og standa að
uppákomum,
til að mynda á
hljómsveit að
spila af þaki
Hljómskálans á
laugardögum.
Klukkan 14
munu borg-
arfulltrúar
hrinda af stað
átakinu Björtu
Reykjavík á Lækjartorgi með því
að tyrfa torgið að hluta.
„Við ætlum að nota sumarið til
að gera miðborgina okkar enn
grænni, fegurri og betri. Meðal
annars með því að fegra leik- og
útisvæðin,“ segir Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri. - kóþ
Borgarfulltrúar tyrfa torgið:
Hljómskálakaffi
opnað í dag
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Forsetakosningar í dag
Forsetakosningar fara fram í Íran í
dag, eftir mikla og harða kosninga-
baráttu undanfarið. Tveir helstu
frambjóðendurnir eru Mahmoud
Ahmadinejad forseti og Mir Hoss-
ein Mousavi. Mousavi hefur kallað
eftir meiru félagslegu frelsi, opnari
fjölmiðlum og því að samskipti við
Vesturlönd verði bætt.
ÍRAN
STJÓRNSÝSLA „Hann ákveður sjálf-
ur sitt hæfi og ég hef ekkert um
það að segja,“ segir Ragna Árna-
dóttir dómsmálaráðherra um van-
hæfi Valtýs Sigurðssonar ríkissak-
sóknara.
Eva Joly, ráðgjafi vegna rann-
sóknar á íslenska bankahruninu,
sagðist í Kastljósi í fyrradag vera
þeirrar skoðunar að Valtýr ætti
að víkja úr embætti að öllu leyti.
Valtýr lýsti sig vanhæfan 18. maí
síðastliðinn til að fara með mál er
tengjast bankahruninu. Ástæðan
er að sonur hans var einn af æðstu
stjórnendum Exista.
Ragna átti fund með Evu Joly
og Ólafi Þór Haukssyni, sérstök-
um saksóknara, í gær og segir að
þau hafi átt hreinskiptið samtal um
þær lagabreytingar sem unnið er
að. Hún segist ekki hafa trú á því
að Eva hætti að vinna með íslensk-
um stjórnvöldum.
„Ég hef fulla trú á að það takist
að finna botn í þessu máli. Fundur-
inn í gær gaf mér ekki tilefni til að
halda annað,“ segir Ragna.
Hún segir jafnframt að verið sé
að vinna að tillögum Evu um að
skipaðir verði sjálfstæðir saksókn-
arar innan embættis sérstaks sak-
sóknara. Eva Joly hefur lagt fram
tillögur um að skipaðir verði sjálf-
stæðir saksóknarar yfir hverjum
banka. - vsp
Dómsmálaráðherra segir ríkissaksóknara ákveða sjálfur sitt hæfi:
Vinna að tillögum Evu Joly
EVA JOLY Hefur lýst því yfir að hún vilji
að ríkissaksóknari víki að öllu leyti. Einn-
ig að skipaðir verði sérstakir saksóknarar
yfir hverjum banka. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GENGIÐ 11.06.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,3622
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,06 128,68
210,83 211,85
179,5 180,5
24,102 24,244
20,173 20,291
16,687 16,785
1,3068 1,3144
197,54 198,72
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR