Fréttablaðið - 12.06.2009, Page 6

Fréttablaðið - 12.06.2009, Page 6
6 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR FANGELSISMÁL Vista hefur þurft allt að sjö gæsluvarðhaldsfanga í lög- reglustöðinni við Hverfisgötu á undanförnum dögum, þar sem öll fangelsi landsins eru stappfull. Aldrei fyrr hafa jafnmargir setið í fangelsi hér á landi og nú, sam- kvæmt upplýsingum frá Fangels- ismálastofnun. Í gær voru um 180 fangar í fangelsum landsins. Þar af voru ríflega 150 manns í afplán- un, sem er met. Þá voru tæplega 30 í gæsluvarðhaldi, sem er einn- ig met. Í einangrun sitja nú sextán manns, sem er þriðja metið. Öll rými eru fullnýtt og tvísett í stærri klefana, sem eru fimm í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg, tvö í fangelsinu í Kópavogi og einn í fangelsinu á Akureyri. Við blasir að tvísetja þurfi einnig í einhverja klefa á Litla-Hrauni, ef fram heldur sem horfir. Einangr- unarpláss í fangelsum landsins eru tíu talsins. „Þetta er talsvert meira held- ur en nokkru sinni fyrr og fjölda- þróunin mjög hröð og brött,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar. „Jákvæða hliðin er sú að lögreglan er að standa sig miklu betur heldur en áður.“ Hann segir starfsfólk í fangels- um landsins standa sig ótrúlega vel miðað við aðstæður. Sé tekið meðaltal fjölda fanga í gæsluvarðhaldi á ári frá 1996 kemur í ljós að þeir hafa verið einn til fjórir á ári, þar til árið 2008. Þá rauk fjöldinn upp. „Við erum að ná fleirum og dómar eru að þyngjast, sem þýðir að það þarf fleiri pláss,“ segir Stef- án Eiríksson, lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu. Hann segir það nánast afrek hvernig Fangelsis- málastofnun hafi tekist að halda uppi því þjónustustigi sem hún geri. „En það er ekki hægt að gera það til lengdar nema að undan láti,“ segir lögreglustjóri. Hann segir vaxandi fjölda fanga, þar á meðal gæsluvarðhaldsfanga, til kominn meðal annars vegna stórra fíkni- efnamála. Fíkniefnadeild LRH sé að skila miklum árangri sem menn séu mjög stoltir af. „Þá er nálgun varðandi kyn- ferðisbrot og alvarlegri ofbeld- isbrot að breytast,“ segir Stefán. „Við erum í mjög auknum mæli að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem eru grunaðir í slíkum málum á grunni rannsóknarhagsmuna að sjálfsögðu, en einnig á grunni almannahagsmuna sem er stefnu- breyting af okkar hálfu. Þar erum við að svara kalli almennings um að tekið sé af festu á þessum alvar- legu brotum.“ jss@frettabladid.is HEGNINGARHÚSIÐ Í hegningarhúsinu er nú tvísett í fimm klefum. Einnig er tvísett í klefum í fangelsunum í Kópavogi og á Akureyri, samkvæmt upplýsingum Fangelsis- málastofnunar. Þrefalt met í fjölda fanga hér á landi Ríflega 180 fangar eru nú í fangelsum landsins. Tæplega þrjátíu þar af eru í gæsluvarðhaldi og af þeim eru sextán í einangrun. Þetta er metfjöldi í sögunni. FJÖLDI FANGA 10.05. 2009 Heildarfjöldi fanga 181 Í afplánun 152 Í gæsluvarðhaldi 29 Í gæslu/einangrun 16 DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur staðfest níu ára fangelsisdóm yfir athafnamanninum Þorsteini Kragh. Þorsteinn skipulagði innflutn- ing á um 200 kílóum af hassi til landsins. Aldinn Hollendingur, Jacob van Hinte, sem flutti efnið inn falið í húsbíl, hlaut sjö og hálfs árs fangelsi sem Hæstiréttur stað- festi einnig. Hollendingurinn játaði sök en Þorsteinn neitaði allri aðild að málinu. Framburður beggja þótti með miklum ólíkindum. Efnin bárust til landsins 10. júní í fyrra, vandlega falin í hús- bíl Hollendingsins um borð í Nor- rænu. Hollendingurinn benti fyrst í stað á Þorstein sem skipuleggj- anda smyglsins. Á síðari stigum rannsóknarinn- ar tók framburður Hollendingsins u-beygju. Kann- aðist hann þá ekkert við aðild Þorsteins og bar að tveir Banda- ríkjamenn, Bill og Jim, hefðu fengið hann til verksins. Sagði í dómi héraðsdóms að breyttur fram- burður Hollendingsins væri „svo ótrúverðugur og reyfarakennd- ur að hann verði ekki lagður til grundvallar niðurstöðunni“. Þá væri framburður Þorsteins með ólíkindum og „í algjöru ósamræmi við flest annað sem fram er komið í málinu“. Þorsteinn eigi sér engar málsbætur. Það var virt Hollendingnum til refsilækkunar að hafa játað og vísað á Þorstein, jafnvel þótt hann hafi síðar horfið frá þeim fram- burði sínum. - sh Hæstiréttur staðfestir dóma fyrir smygl á tæplega 200 kílóum af hassi: Þorsteinn Kragh í fangelsi í níu ár JACOB VAN HINTE ÞORSTEINN KRAGH Dómur Hæstaréttar í máli Þorsteins Kragh féll í gær og var þar staðfest sekt hans. BANKAHRUNIÐ „Ég staðfesti orð Jóns [Daní- elssonar hagfræðings] um að það hafi verið lagt hart að mér að segja af mér,“ segir Sig- ríður Benediktsdóttir, nefndarmaður í rann- sóknarnefnd Alþingis. Jón sagði í samtali við Eyjuna.is í gær að ekki væri rétt, sem haft var eftir Páli Hreinssyni, formanni rannsóknarnefndar- innar, í Fréttablaðinu í gær, að ekki hefði verið lagt að Sigríði að hætta í nefndinni, heldur hefði afsögn hennar verið rædd sem einn möguleiki af mörgum, færi svo að hún yrði metin vanhæf. Jón rifjaði upp að Sigríð- ur hefði sagt sér að nefndarmennirnir tveir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson, hefðu lagt hart að sér að víkja. Umræða um vanhæfi Sigríðar hófst eftir að Jónas Friðrik Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, skrifaði formanni nefndarinnar og sagði Sig- ríði ekki lengur treystandi eftir að hún sagðist telja að bankahrunið mætti rekja meðal annars til and- varaleysis eftirlitsstofnana. Jónas telur að þessar yfirlýsingar byggi ekki á staðreyndum, heldur á „tilfinningum, hugsanlega lituðum af ómálefnalegum fréttaflutn- ingi fjölmiðla og viðhorfum ákveðinna stjórnmálamanna“. Sigríður telur að enn sé samstarfsgrundvöllur í rann- sóknarnefnd Alþingis, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á. Ekki náðist í Pál Hreinsson í gær. - kóþ SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR Dr. Sigríður Benediktsdóttir er hagfræðingur í rannsóknarnefnd Alþingis. Hún telur að enn sé samstarfsgrundvöllur í nefnd- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sigríður Benediktsdóttir segir enn samstarfsgrundvöll í rannsóknarnefnd: Hart var lagt að mér að hætta BANDARÍKIN 88 ára gamall maður hóf skothríð á minningarsafni um helförina í Washington í gær. Einn maður lét lífið, en það var öryggisvörður á safninu. Aðrir öryggisverðir skutu árásarmann- inn og komu þannig í veg fyrir að fleiri létu lífið. Þúsundir manna voru á safninu þegar árásin átti sér stað. Árásarmaðurinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hann er þekktur kynþáttahatari í Banda- ríkjunum og hefur verið tengdur við nýnasistahreyfingar. Banda- ríkjaforseti var meðal þeirra sem fordæmdu verknaðinn í gær. - þeb 88 ára gamall kynþáttahatari: Hóf skothríð á helfararsafni HJÁLPARSTARF Ítalir og Frakk- ar hafa ekki staðið við loforð um aukinn stuðn- ing við fátæk Afríkuríki. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu hjálp- arsamtakanna One, sem sett voru á fót af Bono, söngvara U2, til að berj- ast gegn fátækt í heiminum. Frá þessu segir á fréttavef BBC. Í skýrslunni segir að Ítalía og Frakkland hafi minnkað fjár- framlög til Afríkuríkja, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða á Gleneagles-efnahagsráðstefn- unni árið 2005. Ríkisstjórn Ítalíu segir efnahagskreppunni um að kenna. Einnig kemur fram í skýrslu One að Bandaríkin, Kanada og Japan hafi að mestu leyti staðið við loforð sín í þessum efnum. - kg Skýrsla hjálparsamtaka: Frakkar og Ítal- ir svíkja loforð BONO Kannabisræktun upprætt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók 130 kannabisplöntur í íbúð í aust- urbæ Reykjavíkur í fyrradag. Að auki fundust um 200 grömm af tilbúnum efnum. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Lagði hníf að hálsi manns Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að leggja hníf að hálsi annars manns og ógna þannig lífi hans. Atvikið átti sér stað á Ísafirði. DÓMSTÓLAR Ætti dómsmálaráðherra að fara að kröfum Evu Joly um fjölgun sérstakra saksóknara? Já 93,3% Nei 6,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga námslán að vera jafnhá atvinnuleysisbótum? Segðu þína skoðun á vísir.is VIÐSKIPTI Byr hefur ákveðið að gera fyrirtækjum sem hafa tekið lán í erlendri mynt í gegnum sparisjóðinn kleift að leita eftir lækkun á greiðslubyrði að undan- gengnum skilyrðum. Í tilkynningu frá sparisjóðn- um í gær kemur fram að lántaki verði að greiða reglulega fasta fjárhæð þar sem afborgun og vextir miðast við greiðslubyrði eins og hún var 2. maí í fyrra en ekki við gengi viðkomandi gjald- miðils. Sá munur sem myndast við þetta bætist við höfuðstól láns eða dregst frá honum, allt eftir gengissveiflum krónunnar. Við það lengist lánstíminn eða stytt- ist, líkt og segir í tilkynningunni. - jab BYR Í HAFNARFIRÐI Fyrirtæki geta samið við Byr um lægri greiðslu af lánum í erlendri mynt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Byr nær lendingu með lánin: Geta samið um lægri greiðslur LÖGREGLAN Lögreglumaður á Suð- urnesjum, sem greint var frá í fjölmiðlum í síðasta mánuði að hefði „lýst yfir velþóknun sinni“ á niðrandi ummælum um hælisleit- endur á netinu, ætlaði alls ekki að gera það, heldur var hann að hrósa annarri tengdri frétt. Þetta segir Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á Suð- urnesjum, eftir að hún ræddi við manninn, en nafn hans hefur ekki verið gefið upp. Sigríður segir að ummælin við fréttina hafi svo flækst inn í umræðu fólks um mann í hungurverkfalli, og öllu verið blandað saman í fjölmiðl- um. Málið minni á að varlega skuli farið á netinu. - kóþ Lögreglumaður á Fésbók: Tók ekki undir með rasisma KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.