Fréttablaðið - 12.06.2009, Side 8
8 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
1. Hversu marga starfsmenn
vill sérstakur saksóknari hafa?
2. Hversu marga útrásarvík-
inga hefur rannsóknarnefnd
Alþingis yfirheyrt?
3. Hvað kostar að tjalda í Vest-
mannaeyjum?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
Reykjavíkurborg auglýsir eftir myndlistarmönnum til að taka þátt í forvali að
lokaðri samkeppni um gerð standandi bronsstyttu í fullri stærð af Tómasi
Guðmundssyni, skáldi á yngri árum.
Samkeppnin mun fara fram eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra
myndlistarmanna (SÍM). Sérstök forvalsnefnd velur úr innsendum umsóknum
þrjá myndlistarmenn til þess að vinna tillögu.
Myndlistarmenn sem áhuga hafa á að vera með í samkeppninni eru beðnir um
að senda inn umsókn um þátttöku, ásamt greinargóðum upplýsingum um
listferil sinn og myndum af fyrri verkum, merktum með nafni höfundar,
ennitölu, heimilisfangi og símanúmeri
Dómnefnd skipuð fulltrúum Reykjavíkurborgar og SÍM mun velja 3 myndlistar-
menn úr hópi umsækjenda til að gera tillögu að listaverki. Listamennirnir sem
valdir verða skila inn frumdrögum að listaverki ásamt stuttri lýsingu á hugmynd.
Hverjum þeirra verða greiddar 250.000 kr. fyrir tillögugerðina. Dómnefndin mun
síðan velja eina tillagnanna til útfærslu og fær listamaðurinn umsamda upphæð
til að ljúka verkinu, ef um framkvæmd verksins semst.
Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum liggi fyrir 10. júlí 2009. Skilafrestur
tillagna að listaverki verður 1. október 2009.
Umsóknir um þátttöku í samkeppninni skulu hafa borist fyrir kl. 14.00,
miðvikudaginn 24. júní 2009 til skrifstofu Sambands íslenskra myndlistar-
manna að Hafnarstræti 16 í Reykjavík.
Utanáskrift:
Samkeppni um styttu af Tómasi Guðmundssyni
Samband íslenskra myndlistarmanna,
Hafnarstræti 16,
Pósthólf 1115,
101 Reykjavík
Samkeppni um gerð styttu
af Tómasi Guðmundssyni
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Vinnubrögðin
varðandi þetta mál eru algjörlega
forkastanleg. Með þetta bréf er
farið eins og mannsmorð og látið
eins og það sé ekki til,“ segir Einar
K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, sem gagn-
rýnir málsmeðferð Jóns Bjarnason-
ar sjávarútvegsráðherra hart vegna
nýrrar nýtingarstefnu stjórnvalda
í þorskveiðum sem Fréttablaðið
greindi frá á miðvikudag.
„Ég vek athygli á því að bréf ráð-
herrans er ritað til Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, ICES, hinn 22. maí.
Hálfum mánuði síðar kemur veiði-
ráðgjöfin frá Hafrannsóknastofn-
uninni og viðbrögðin hjá ráðherran-
um eru að yfir þessi mál verði farið
og ekkert sé afráðið. Samt liggur
fyrir núna að hann og ríkisstjórn-
in eru búin að taka allar ákvarð-
anirnar varðandi þorskinn og til-
kynna þetta út í heim. Þetta lítur
allt út eins og verið sé að blekkja,“
segir Einar.
Einar segir að sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefnd hafi ekki verið
tilkynnt um málið og fyrst í vik-
unni hefði komið í ljós að bréfið
hefði verið sent. „Ég spyr bara;
hvað á þetta laumuspil að þýða? Er
stefna ríkisstjórnarinnar varðandi
þorsknýtinguna orðin að einhverju
ríkisleyndarmáli sem enginn má
vita af nema ríkisstjórnin og þeir
hjá ICES? Í þessu máli fylgir ríkis-
stjórnin vana sínum og stundar það
að fara í feluleiki eins og væri hún
krakki. Þetta eru mjög vond vinnu-
brögð og hreint nýmæli.“ - shá
Einar K. Guðfinnsson gagnrýnir Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hart:
Nýting þorsks ríkisleyndarmál
EINAR K.
GUÐFINNSSON
JÓN BJARNASON
STJÓRNSÝSLA Indriði H. Þorláksson,
hagfræðingur og fyrrum ríkisskatt-
stjóri, hefur verið ráðinn aðstoðar-
maður Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra. Indriði var síðast
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu.
Um leið hefur verið greint frá
því að ráðherrann hafi sett Guð-
mund Árnason sem ráðuneytisstjóra
í fjármálaráðuneytinu til ársloka.
Guðmundur stýrði áður mennta-
málaráðuneytinu, en þangað fer
nú Baldur Guðlaugsson, sem hefur
verið í leyfi frá störfum sínum sem
ráðuneytisstjóri fjármála.
Þetta eru tímabundnar ráðstafan-
ir, því ráðgert er að þeir Guðmundur
og Baldur snúi til fyrri starfa sinna
um næstu áramót, án þess að það sé
skýrt nánar í tilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu. - kóþ
Guðmundur Árnason gerður að ráðuneytisstjóra fjármála:
Baldur í menntamál og Indriði
aðstoðarmaður Steingríms Joð
GUÐMUNDUR
ÁRNASON
BALDUR
GUÐLAUGSSON
INDRIÐI
HAUKUR ÞOR-
LÁKSSON
NEYTENDUR Atlantsolía mun end-
urgreiða öllum viðskiptavin-
um sínum, sem tóku bensín frá
morgni 29. maí til hádegis mánu-
daginn 8. júní, því sem nemur
ótímabærri hækkun vörugjalds
á bensíni.
Í tilkynningu frá Atlantsol-
íu kemur fram að dælulyklahaf-
ar og aðrir viðskiptavinir sem
notuðu kreditkort við kaupin fái
endurgreiðslu inn á kortareikn-
ing sinn. Þeir sem notuðu debet-
kort fái greitt inn á bankareikn-
ing sinn.
Áætlað sé að öllum endur-
greiðslum verði lokið innan
þriggja daga. - kg
Ótímabær bensínhækkun:
Atlantsolía end-
urgreiðir öllum
SÖFNUN „Þetta er mjög góð leið
til að enda grunnskólagönguna,“
segir Kolfinna Tómasdóttir, vara-
formaður nemendaráðs Háteigs-
skóla, sem útskrifaðist úr tíunda
bekk skólans á miðvikudag. Við
það tilefni færðu útskriftarnem-
arnir styrktarfélaginu Göngum
saman, sem hefur það að mark-
miði að styrkja grunnrannsókn-
ir á krabbameini í brjóstum,
400.000 krónur sem þeir söfnuðu
í vor.
Að sögn Kolfinnu var fjárins
aflað á ýmsan máta. Nemarnir
héldu kökubasar og áheitanótt,
þar sem þeir stunduðu íþrótt-
ir í stað þess að sofa, seldu sér-
hannaða boli og gerðu heimildar-
mynd um brjóstakrabbamein sem
áhorfendur borguðu sig inn á. - kg
Útskriftarnemar Háteigsskóla:
Gáfu 400.000
krónur til góðs
málefnis
MEÐ GJÖFINA Nemar í 10. bekk Háteigs-
skóla sem vildu láta gott af sér leiða.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Atvinnulausir frítt í sund
Ákveðið hefur verið að veita atvinnu-
lausum íbúum Álftaness frítt í sund í
Álftaneslaug.
ÁLFTANES
SAMGÖNGUR Nýr loftferðasamn-
ingur mun heimila áætlunar-
flug milli Íslands og Tyrklands.
Samningurinn var undirritaður á
þriðjudag í utanríkisráðuneytinu
og er sá fyrsti milli landanna, en
Tyrkland er eitt af þeim löndum
sem Ísland hefur átt í viðræðum
við að undanförnu.
Þessi samningur auðveld-
ar flug til Tyrklands og styrkir
möguleika fyrir íslenska flugrek-
endur sem vilja sinna störfum og
verkefnum þar.
Haydar Yalcin, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Flugmálastjórnar
Tyrklands, undirritaði samning-
inn ásamt Einari Gunnarssyni,
formanni íslensku samninga-
nefndarinnar. - hds
Nýr loftferðasamningur:
Flug til Tyrk-
lands heimilað
Yfirtaka rekstrarsamninga
Hafnarfjarðarbær hyggst taka yfir
rekstrarsamninga Nýsis hf. vegna
Lækjarskóla, Álfasteini og Bjarkarhúsi
og kaupa búnað sem þar er. Nýsir
hefur verið í miklum fjárhagserfið-
leikum.
HAFNARFJÖRÐUR
AKUREYRI Hermann Jón Tómasson
hefur tekið við af Sigrúnu Björk
Jakobsdóttur sem bæjarstjóri
á Akureyri. Voru skiptin gerð á
fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.
Bæjarstjóra-
skiptin eru gerð
samkvæmt mál-
efnasamningi
Samfylkingar
og Sjálfstæð-
isflokks sem
gerður var eftir
síðustu bæjar-
stjórnarkosn-
ingar. Í honum
kemur fram að
bæjarstjóri fyrstu þrjú árin skuli
vera frá Sjálfstæðisflokknum, en
síðasta árið frá Samfylkingunni.
Hermann Jón og Sigrún Björk
hafa lýst því yfir að þau muni ekki
þiggja biðlaun í lok starfstíma síns
sem bæjarstjórar. - kg
Bæjarstjóraskipti á Akureyri:
Hermann Jón
tekinn við
HERMANN JÓN
TÓMASSON
STJÓRNSÝSLA Setja á Björn Bergs-
son hæstaréttarlögmann sem sér-
stakan ríkissaksóknara í málum er
varða bankahrunið. Ekkert setn-
ingarbréf hefur hins vegar verið
gefið út en enginn tímarammi
verður á skipun hans. Ragna Árna-
dóttir dómsmálaráðherra gerir
ekki ráð fyrir að staðan verði aug-
lýst.
„Ef þú setur einhvern til að fara
með eitt einstakt mál þá þarf ekki
að auglýsa það. Björn verður sett-
ur ríkissaksóknari í einstökum
málum en það leysir ekki þá stöðu
að ríkissaksóknari er búinn að
segja sig frá málaflokknum í heild
sinni,“ segir Ragna.
Valtýr Sigurðsson ríkissak-
sóknari sagði sig frá málefnum er
varða bankahrunið 18. maí síðast-
liðinn þar sem sonur hans var einn
af aðalstjórnendum Exista.
Ragna segist vera að vinna að
lagabreytingu sem hún kynnir
fyrir ríkisstjórninni á morgun
þar sem heimilt verður að setja
sérstakan ríkissaksóknara sem
varðar bankahrunið. Engin laga-
heimild er í núgildandi lögum til
þess að skipa sérstakan ríkissak-
sóknara í heilum málaflokki, ein-
ungis í einstökum málum, að sögn
Rögnu.
Í áliti umboðsmanns Alþingis
frá því 29. desember 2008, sem
hann tók til athugunar að eigin
frumkvæði, um setningu Björns
Rúnars Sigurðssonar sem skrif-
stofustjóra á nýrri efnahags- og
alþjóðafjármálaskrifstofu for-
sætisráðuneytisins, kemur fram
að auglýsa hefði þurft stöðuna.
Trausti Fannar Valsson, lekt-
or í stjórnsýslurétti við Háskóla
Íslands, segir að við setningu
embættismanns sé gert ráð fyrir
því að auglýsa þurfi stöðuna en
á því séu undantekningar. Fyrst
og fremst ef starfið er ekki talið
aðalstarf. Það á til dæmis við um
setu í nefndum á vegum ríkis-
ins, segir Trausti. Dómsmálaráð-
herra gerir hins vegar ráð fyrir
að starf sérstaks ríkissaksóknara
verði aðalstarf. Enn eigi þó eftir
að útfæra það.
Í lögum um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna er mælt
fyrir í 24. gr. að leyfilegt sé að
setja mann til að gegna embætti
um stundarsakir ef embættismað-
ur fellur frá, er fjarverandi vegna
veikinda eða af öðrum ástæðum.
Þó aldrei lengur en í eitt ár.
„Það hefur ekki verið útilokað
að hægt sé að beita þessu ákvæði
þótt mér sé ekki kunnugt um að
á það hafi reynt. Þar fyrir utan
kann að vera eðlilegt að stjórnvöld
auglýsi störf til að tryggja vand-
aða stjórnsýsluhætti og í störfin
veljist hæfasti einstaklingurinn,“
segir Trausti. vidirp@frettabladid.is
Vera kann að aug-
lýsa þurfi stöðuna
Setja á sérstakan ríkissaksóknara í málefnum um bankahrunið. Dómsmálaráð-
herra gerir ekki ráð fyrir að auglýsa það. Lektor segir að undantekning á aug-
lýsingaskyldu sé ef starf er aukastarf. Gert er ráð fyrir að starfið sé aðalstarf.
RAGNA ÁRNADÓTTIR Mun
skipa hæstaréttarlögmann
sem sérstakan ríkissaksókn-
ara í málefnum sem varða
bankahrunið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISTU SVARIÐ?