Fréttablaðið - 12.06.2009, Side 10
10 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
KJARTAN
GUÐMUNDSSON
Staðgengill umboðs-
manns neytenda
specialsHljómsveitin
DANSLEIKIR
á Fjörukránni
Hljómsveit Rúnars Þórs
Specials sérhæfa sig í
sjöunda áratugnum
- Bítlunum, Stones og Pretty Things
Sérfræðingarnir lofa stanslausu stuði á Fjörukránni.
Smeygjum okkur í dansskóna og mætum tímanlega.
Tilboð kr. 23.995*
Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með
stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.220 fylgir frítt með.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Sparaðu með Miele
Þú sparar
kr. 9.220
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
*tilboð gildir á meðan birgðir endast.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Staðgengill umboðs-
manns neytenda hafði
veður af því að margir
söknuðu verkjalyfsins
Treo úr hillum apóteka
um allt land. Hann fór
því á stúfana og komst
að því að lyfið vinsæla
var ófáanlegt um nokk-
urra vikna skeið, en er
nú fáanlegt aftur.
Að sögn lyfjafræð-
ings hjá Lyfju var
mjög mikið spurt eftir
Treo meðan það var
ófáanlegt. Ekki síst
af mígrenissjúkling-
um, enda sé Treo gott
fyrir þá og innihaldi
bæði koffín og asp-
irín. Vissulega séu til önnur
lyf sem geti gert sama gagn,
en margir séu vanafastir og
kjósi það sem þeir telji henta
sér best.
Hjá Apótekaranum var
tekið í sama streng og sagt
að viðskiptavinir hafi gengið
á milli apóteka til að freista
þess að ná sér í Treo.
Hjá Distica, sem flytur inn
Treo, fengust þær upplýsingar
að lyfið hefði lent í nokkurra
vikna bið. Misræmi hafi verið
í texta fylgiseðils, sem um
gilda ströng skilyrði, og því
þurft að umpakka upplaginu.
Heyrst hefði af þessum fjölda
sem saknaði Treo, en nú gæti
fólk tekið gleði sína á ný.
Neytendur: Margir söknuðu verkjalyfsins Treo úr hillum apóteka
Vanafastir taka gleði sína
KOSNINGAR Mahmoud Ahmadinejad,
forseti Írans, veifar fána landsins á
kosningafundi á miðvikudag. Forseta-
kosningar fara fram í Íran í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EVRÓPUMÁL Það er erfitt að taka
undir það að ESB fari illa með
Letta, eins og Ögmundur Jónas-
son heilbrigðisráðherra hélt fram
í Fréttablaðinu á laugardag, segir
Eiríkur Bergmann, forstöðumað-
ur Evrópuseturs Háskólans á Bif-
röst. Sannleikurinn sé sá að Lett-
ar geti einfaldlega ekki uppfyllt
Maastricht-skilyrðin, og fái því
ekki að taka upp evru.
„Evrópusambandið hefur tekið
illa í að slaka á þessum skilyrðum
gagnvart Austur-Evrópu. Auð-
vitað má spyrja að því hvort ESB
eigi að draga úr Maastricht-kröf-
unum yfirleitt. En það er annað
mál,“ segir hann. - kóþ
Eiríkur Bergmann um ESB:
Lettar ná ekki
skilyrðunum
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt
bónda til að greiða stúlku tæpar
tvær milljónir í bætur eftir að
nýborin kýr sem hann átti réðst
á stúlkuna og slasaði hana. Hér-
aðsdómur hafði áður sýknað bónd-
ann.
Stúlkan var fjórtán ára árið
2002 þegar hún var við störf hjá
bóndanum, þá alls óvön sveita-
störfum. Faðir bóndans fór með
hana til aðstoðar til þess að reka
heim nýborna kú. Skipti þá engum
togum að kýrin réðst á stúlk-
una, stakk höfðinu í kvið hennar
og stangaði hana um koll. Stúlk-
an féll á bakið á þúfótt undirlag.
Þá stappaði kýrin á höfði hennar
og traðkaði á andliti hennar. Auk
áverka á höfði hlaut stúlkan sam-
fallsbrot í mjóhrygg. Varanleg
örorka hennar var metin fimm
prósent.
Í dómsniðurstöðu Hæstarétt-
ar segir meðal annars að sérstök
skylda hafi hvílt á eiganda kýrinn-
ar og vinnuveitanda stúlkunnar að
tryggja að henni yrði ekki falið
að sækja kúna, þar sem nýborn-
ar kýr geta brugðist illa við áreiti.
Ella hefði honum borið skylda til
að tryggja öryggi stúlkunnar við
verk af þessu tagi. Ekki var talið
að hún hefði átt raunhæfan kost á
að komast undan eða afstýra árás
kýrinnar. -jss
KÝR Nýbornar kýr geta reynst ansi skæð-
ar ef þeim dettur í hug að setja undir sig
hausinn.
Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði sýknað bónda:
Stúlka fær tvær milljónir í bætur
SVISS, AP Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin lýsti því yfir í gær að H1N1-
flensan, sem einnig hefur verið
kölluð svínaflensan, sé orðin að
heimsfaraldri. Það þýðir að flensan
sé að dreifast í að minnsta kosti
tveimur hlutum heimsins. Flensan
er sú fyrsta í 41 ár til þess að verða
að heimsfaraldri.
„Heimsbyggðin er að fara inn
í fyrstu daga fyrsta heimsfarald-
urs 21. aldarinnar,“ sagði Margaret
Chan, yfirmaður Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar og bætti því við að
flensan væri nú óstöðvandi. „Þrátt
fyrir það búumst við ekki við því að
sjá mikla aukningu af alvarlegum
eða banvænum tilfellum.“ Að sögn
Chan hefur enginn annar heims-
faraldur verið uppgötvaður svo
snemma. Ekki hefur heldur nokk-
urn tímann verið fylgst jafn vel með
heimsfaraldri.
Flensan hafði í gær dreift sér til
74 landa þar sem næstum 30 þúsund
manns hafa smitast. 144 hafa látist
hingað til. Faraldurinn er því heldur
vægur en stofnunin óttast samt sem
áður að ef mikill fjöldi nýrra tilfella
kæmi upp myndu sjúkrahús og heil-
brigðisyfirvöld ekki ráða við það, þá
sérstaklega í fátækum löndum.
Venjuleg flensa leggur um 250
þúsund til 500 þúsund manns að
velli á hverju ári. Um ein milljón
manna létu lífið í síðasta heimsfar-
aldri, Hong Kong-flensunni. Um
helmingur þeirra sem hafa látist úr
svínaflensunni var ungt og heilbrigt
fólk, sem væri ekki svo móttækilegt
fyrir venjulegri flensu.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur
mælt með því að nú verði ráðist í
gerð bóluefnis. Lyfjarisinn Glaxo-
SmithKline greindi frá því í gær að
hægt yrði að hefja framleiðslu á því
í júlí en nokkrir mánuðir muni líða
þar til það verður til í miklu magni.
Þá verða fyrstu skammtarnir sendir
til landa sem hafa pantað það fyrir-
fram, þar á meðal eru Belgía, Bret-
land og Frakkland. Einnig verður
bóluefni fyrir 50 milljónir banda-
ríkjadala gefið til Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar til dreifingar í
fátækum löndum.
thorunn@frettabladid.is
Svínaflensan orðin
að heimsfaraldri
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir í gær að viðbúnaðarstig vegna H1N1-
flensunnar hefði verið hækkað og flensan því orðin heimsfaraldur. Hafist hefur
verið handa við gerð bóluefnis. 30 þúsund hafa nú smitast og 144 látið lífið.
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
fundar í dag með almannavarnadeild
Ríkislögreglustjóra vegna þeirrar yfir-
lýsingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar að svínaflensan sé opinberlega
orðin að heimsfaraldri.
Haraldur segir yfirlýsinguna ekki
koma á óvart. „Þetta þýðir í sjálfu
sér ekkert annað en að við höldum
okkar vinnu áfram eins og við höfum
verið að gera. Viðbúnaður hefur verið
á hættustigi og mun verða það áfram
að óbreyttu. Við munum fara yfir
stöðuna og meta það sem heilbrigð-
isstofnunin hefur að segja. Þeir vara
við að menn grípi til yfirgripsmikilla
aðgerða sem gætu haft áhrif á flug
milli landa, að
gripið sé til lokana
og þvíumlíks,
enda er tilefnið
ekki þannig núna.“
Að sögn Ólafs er
stærsta fréttin sú
að í kjölfar yfir-
lýsingar Alþjóða-
heilbrigðisstofn-
unarinnar geti
framleiðendur snúið sér að því að
búa til bóluefni gegn flensunni. „Þeir
geta ekki byrjað á því fyrr en það er
búið að ákveða að þetta sé heims-
faraldur. Þetta hefur því talsverða
þýðingu,“ segir Haraldur Briem. - kg
NÚ ER HÆGT AÐ FRAMLEIÐA BÓLUEFNI
HARALDUR
BRIEM
BLAÐAMANNAFUNDUR Margaret Chan og Keiji Fukuda, hjá Alþjóðaheilbrigðisstofn-
uninni, segja viðbúnað vegna svínaflensu kominn á sjötta og efsta stig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP