Fréttablaðið - 12.06.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 12.06.2009, Síða 12
12 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 22 Velta: 110 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 269 -0,85% 741 +0,23% MESTA HÆKKUN CENTURY AL. +7,72% ÖSSUR +2,74% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -6,09% MAREL FOOD S. -0,92% FØROYA BANKI -0,41% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ... Bakkavör 1,08 -6,09% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 122,50 -0,41% ... Icelandair Group 4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 54,00 -0,92% ... Össur 112,50 +2,74% Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað statt og stöðugt í mánuð- inum og var í gær komið í 1.673 Bandaríkjadali á tonnið á hrávöru- markaðnum í Lundúnum í Bret- landi. Það hefur ekki verið hærra á árinu. Fyrir ári stóð álverðið í tæpum þrjú þúsund dölum á tonnið og rauf múrinn þegar nær dró hausti. Þegar fjármálakreppan kreppti að efna- hagslífinu dró hratt úr eftirspurn og féll álverð niður undir 1.200 dali á tonnið skömmu eftir áramót. Það reis eftir það og var komið í 1.400 dali í síðasta mánuði. Mikil eftirspurn eftir áli í Kína og Japan hefur ýtt verðinu upp síð- ustu vikur, samkvæmt upplýsing- um Bloomberg-fréttaveitunnar í gær. Þar segir að Kínverjar nái ekki að sinna heimamarkaði með eigin framleiðslu og verði því að flytja inn ál annars staðar frá. Þá hafa framleiðlendur bíla og véltækja í Japan sömuleiðis gefið í við framleiðsluna og þurfa á meira álmagni að halda en áður. IFS Greining segir í áliti sínu um stöðu og horfur á álmarkaði í fyrradag nokkuð sterkt samband á milli birgðamagns og verðs á áli. Markaðsaðilar hafi fagnað fréttum af minnkandi álbirgð- um og hækkað verðið. Gera megi ráð fyrir að verðið hækki á næstu misserum. - jab Álverð ekki hærra í ár Í ÁLVERI Sérfræðingar telja líkur á að álverð hækki á næstu misserum, eða í takt við viðsnúning á helstu erlendu mörkuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gengi hlutabréfa Össurar endaði í 112,5 krónum á hlut í gær og er nú álíka hátt og í janúar árið 2007. Hlutabréf Össurar eru í raun ódýrir Bandaríkjadalir, segir sér- fræðingur. „Skýringin kann að liggja í fáum fjárfestingarkostum í Kauphöll- inni. Miðað við önnur félög lítur Össur afskaplega vel út. Í raun má líta svo á að stoðtækjafyrirtækið bjóði fólki að kaupa erlend- an gjaldeyri á afslætti,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sér- fræðingur hjá IFS Greiningu. Gengi hluta- bréfa Össurar hefur hækkað um rúm 54 pró- sent síðastliðna þrjá mánuði, eða síðan það tók dýfu í enn einum skellinum á alþjóðlegum hluta- bréfamörkuðum í mars síðastliðn- um og fór við það í tæpar 73 krón- ur á hlut. Þá hafði það ekki verið lægra í fimm ár. Gengið hækkaði um 2,74 pró- sent í gær, endaði í 112,5 krón- um á hlut og hefur það ekki verið hærra síðan í maí í hittiðfyrra. Á sama tíma hefur gengi annarra félaga tekið dýfu og Úrvalsvísi- talan hrunið um 97 prósent. Hlutabréf Össurar eru jafn- framt þau einu sem hafa hækkað í verði í Kauphöllinni síðastliðna tólf mánuði og þau einu íslensku sem verið hafa á uppleið þar frá áramótum. Hin félögin tvö eru færeysk, Atlantic Petroleum og Færeyjabanki. Gengishækkun þeirra nær ekki tveimur prósent- um á meðan gengi bréfa Össur- ar hefur hækkað um tæp þrettán prósent. Viðskipti hafa verið all nokk- ur upp á síðkastið með hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins. Ekki má útiloka að viðskiptavakar félags- ins eigi þar hlut að máli til að vega upp á móti ládeyðu á mörkuðunum eftir að efnahagslífið fór á hliðina í fyrrahaust. Haraldur segir í raun ekki rétt að hugsa um gengi hlutabréfa Öss- urar í krónum. Undirliggjandi verðmæti stoðtækjafyrirtækisins sé í Bandaríkjadölum, uppgjörs- mynt félagsins. Öll sala liggi utan landsteina og því beri að hugsa um verðmatið á hlutabréfunum í dölum. Í nýlegu verðmati IFS frá í lok maí er markaðsgengi Össur- ar metið á einn Bandaríkjadal á hlut. Miðað við lokagengi bréfa félagsins í gær stendur það hins vegar fast við 0,8 dali á hlut, sem er afskaplega lágt að mati Harald- ar. „Ég tel að 1,5 dalir á hlut sé nær lagi,“ segir hann. jonab@markadurinn.is Össur rýfur kreppumúr HÖFUÐSTÖÐVAR ÖSSURAR Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins er það eina sem hefur hækkað síðastliðna tólf mánuði í Kauphöllinni. HARALDUR YNGVI PÉTURSSON TIL HAMINGJU EYRARBAKKI OG STOKKSEYRI Við Hásteinsveg 16 Við Stjörnusteina/Heiðarbrún Við Eyrarbraut/Eyjasel Við Eyrargötu/Háeyrarveg Við Eyrargötu/Álfsstétt Við Túngötu/Bárðarbrú Við Túngötu 33 Shellskálinn Hásteinsvegur 4 Merkisteinn Eyrargötu 49 Stokkseyri Eyrarbakki Fréttablaðskassar Afhent í verslun: Óskir þú frekari upplýsinga eða vilt koma á framfæri óskum um uppsetningu Fréttablaðskassa bendum við þér á að hafa samband við Pósthúsið á dreifing@posthusid.is eða í síma: 585-8330. ...allt sem þú þarft Náðst hefur samkomulag við bæjaryfirvöld um uppsetningu Fréttablaðskassa þannig að nú getur þú nálgast Fréttablaðið á miklu fleiri stöðum. Einnig getur þú nálgast Fréttablaðið á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.