Fréttablaðið - 12.06.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 12.06.2009, Síða 16
16 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Jóhannes Karl Sveins- son skrifar um hæfi rannsakenda Fyrrum forstjóri Fjár-málaeftirlitsins sendi rannsóknarnefnd Alþing- is bréf í apríl síðastliðn- um. Þar var vakin athygli á ummælum sem einn nefndar- maður hafði látið falla og fólu í sér afstöðu til grundvallaratriða sem til skoðunar eru hjá nefndinni, þ.e. að orsök bankahrunsins væri m.a. (á tungu frumheimildarinnar) „reck- less complacency by the institutions that were in charge of regulating the industry and in charge of ensur- ing financial stability in the count- ry“. Þessi orð hafa ekki verið dregin til baka. Mun forstjórinn fyrrver- andi hafa bent á að augljóslega væri nefndarmaðurinn búinn að gera upp hug sinn til grundvallaratriða. For- stjórinn gerði hins vegar alls ekki kröfu um að nefndarmaðurinn viki sæti eins og fullyrt er í fjölmiðlum að hann hafi gert! Það „fjölmiðla-spinn“ sem fór í gang vegna þessa máls er ekki traustvekjandi. Fyrst birtist ein- hvers konar fréttaleki og daginn eftir skrifa fjórir hagfræðingar, sem virðast hafa fengið sérstakar upplýsingar um málið, dagsblaðsgreinar til að túlka hæfisreglur þar sem ýmsu er snúið á hvolf. Sérstakt hæfi snýr að því að sá sem fjallar um mál hafi ekki þau tengsl við efni máls eða málsaðila né að aðstæður séu þannig að draga megi hlutleysi í efa. Tilgangur reglnanna er m.a. að auka traust á því að stjórn- völd leysi úr málum á hlutlægan hátt. Reynt er að koma í veg fyrir að þeir taki ákvarðanir sem eru fyr- irfram líklegir til að gæta ekki hlut- leysis, t.d. vegna þess að þeir hafa tjáð sig eindregið um málið sem fyrir þeim liggur eða sambærileg mál á persónulegan hátt. Tilvitnuð ummæli nefndarmannsins – ef rétt eru höfð eftir– eru augljóst dæmi um það síðastnefnda. Hættan er sú að sá sem gefur slík- ar yfirlýsingar muni, til að vernda orðspor sitt og fræðimannsheiður, hafa hagsmuni af því að niðurstaða máls verði sú sama og hann hefur áður látið í ljós. Gögn, röksemdir og huglæg matsatriði eru þá vegin og metin í ljósi eigin afstöðu en ekki á hlutlægan, faglegan og sanngjarnan hátt. Þess vegna er ekki tryggt að málefnaleg sjónarmið verði lögð til grundvallar. Á mannamáli kallast þetta tregðan til að éta ofan í sig, sem margir kannast vafalaust við. Umfjöllun um bankahrunið hefur oft einkennst af sleggjudómum og takmörkuðum upplýsingum. Álykt- anir í frábærri skýrslu Kaarlo Jännäri, sem ráðinn var af stjórn- völdum til að gera úttekt á eftirlits- og regluverkinu, hafa lítið ratað inn í umræðuna þótt þær ættu þar heima. Menn vekja frekar á sér athygli eða skora pólitísk stig með því að reiða hátt til höggs. Almennt skotleyfi virðist hafa verið gefið út á Fjármálaeftirlitið og Seðlabank- ann. Minna hefur verið talað um það að kreppan er alþjóðleg, hefur sett banka um víða veröld á hausinn og á sér margþættar orsakir. Rannsókn á bankahruninu er nauðsynlegt uppgjör þjóðarinn- ar við þau grimmu örlög sem hún glímir nú við. Til þess að eitthvað gagn verði af rannsókn þarf hún að byggjast á hlutlægu, faglegu og sanngjörnu mati á gögnum, aðstæð- um og réttarreglum. Þeir sem rann- saka þurfa að vera hæfir til að sinna því mikilvæga starfi og við þurfum að skilja að það er engum greiði gerður með því að slá þar neitt af. „Sannleiksnefndin“ á síst að vera undanskilin. Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður. Um hvað snýst hæfi? JÓHANNES KARL SVEINSSON FRÁ DEGI TIL DAGS P ólitískar vísbendingar um möguleika á þjóðstjórn eru ekki sýnilegar eins og sakir standa. Þörfin fyrir skýra fram- tíðarsýn, vissu um hvað til bragðs skuli taka og breiðari samstöðu um framkvæmd einstakra mála er þó smám saman að verða augljósari og brýnni en áður. Gjaldmiðilshrunið og fall bankanna kallaði eðlilega á pólitískt uppgjör. Það fór fram í búsáhaldabyltingu og kosningum. Niður- staðan leiddi fram skörpustu mögulegar andstæður í íslenskum stjórnmálum. Viðfangsefnin eru hins vegar svo risavaxin að aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á breiðri samhentri forystu um málefni landsins. Þessi þverstæða blasir við. Pólitíska uppgjörið snerist um fortíðina. Slíkt uppgjör gat bara farið á einn veg. Á hinn bóginn hefur ekkert uppgjör átt sér stað um framtíðina eða hvernig standa eigi að endurreisn á öllum sviðum í búskap þjóðarinnar. Þess vegna er ríkisstjórnin í jafn kröppum dansi og raun ber vitni þegar á fyrstu lífdögunum. Allur málflutningur og rökstuðningur fyrir málum byggist á skírskotunum til fortíðarinnar. Það er af því að pólitíska uppgjörið fór fram um hana en ekki framtíðina. Framtíðaruppgjörið fáum við héðan af ekki fyrr en að loknu þessu kjörtímabili. Við slíkar aðstæður er rétt og skylt að vekja þá spurningu hvort breiðari stefnumótun og ábyrgð sé líklegri til árangurs en ríkj- andi pólitískt ástand. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að þjóðstjórn sem einvörðungu snerist um að skipta valdastólum breytti litlu. Spurningin snýst um hitt hvort unnt er að sameina stjórnmálaöflin um höfuðlínur endurreisnarinnar þannig að hún geti gengið fram með mestum mögulegum hraða og fólkið í landinu viti hvert stefnir og fái trú á framtíðina. Hér hafa ekki setið hreinræktaðar hægri eða vinstri stjórnir fyrr en nú. Málflutningur stjórnarflokkanna bendir til að þeir vilji nýta sér þá stöðu til hins ítrasta. Á sama hátt má sjá glögg merki um að stjórnarandstöðuflokk- arnir telja að tíminn vinni með þeim. Þeir eru ekki líklegir til að hafa áhuga á stjórnarþátttöku fyrr en eftir að pólitíska framtíðar- uppgjörið hefur farið fram í nýjum kosningum. Þetta er hinn eðlilegi gangur mála. Í reiptogi stjórnmálanna felst langtíma jafnvægi. Aðstæður þjóðarinnar eru á hinn bóginn svo óvenjulegar að þjóðin hefur ekki efni á því hiki og þeirri óvissu sem af pólitísku þrátefli leiðir. Í reynd hefur verið málefnaleg stjórnarkreppa um framtíðarmál- efni þjóðarinnar síðan í nóvember. Sennilega er hún búin að kosta fólkið í landinu og fyrirtækin jafn mikið í krónum og aurum eins og upphaflega hrunið. Að sama skapi er pólitísk ábyrgð á vanda- málunum á fleiri herðum nú þegar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðið til samstarfs í þinginu þegar brotalamir í þeirra eigin liði valda óvissu um framgang mála. Þetta er merki um veikleika en ekki nýtt lýðræði. Þegar ríkisstjórn- in býður stjórnarandstöðunni að viðræðuborði með samtökum atvinnulífsins og launþega fær þjóðin ekki að vita hvort það er til að hlusta eða til að hafa áhrif og bera ábyrgð. Það er vísbending um lausatök en ekki festu. Að þessu virtu gæti þjóðstjórn verið góður kostur. Vel gæti líka farið á því að kalla á mann utan við vettvang stjórnmálanna til að veita henni forystu og tengja saman. Til þess að svo megi verða þurfa forystumenn á Alþingi að virða stöðuna af nýrri sjónarhæð. Er þjóðstjórn góður kostur? Hugsanlega ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR smyrja bílinn hjá Max1 Max1 verðdæmi á ódýrri smurþjónustu Toyota Yaris 1,3 Olía, olíusía og vinna: 9.095 kr. Nissan Almera 1,5 Olía, olíusía og vinna: 9.092 kr. Mazda3 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.370 kr. Ford Focus 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.688 kr. Sparaðu, láttu Smurþjónusta Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Innifalið 2 lítrar af Max1 rúðuvökva Ekki er efast um Evu Við Íslendingar gerðum, illu heilli, lítið úr viðvörunarhrópum erlendra sérfræðinga þegar þeir sáu okkur fara eftir villuljósum í útrás og uppspunnu góðæri. Síðar sáum við að það gæti verið gott að hafa eins og tvö gests- augu á svæðinu. Nú hefur Eva Joly séð eitthvað athugavert við að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sinni störf- um fyrir þær sakir að vera faðir annars forstjóra Exista. Eins segir hún að vanti fjármagn og mannskap svo hægt sé að rannsaka málin. Nokkuð kemur á óvart að bæði dómsmálaráðherra og forsætisráðherra segjast sjá þetta líka. En af hverju var þá beðið uns Eva ærðist? Var ekki hægt að gera eitthvað við þessu strax? Vanhæfisástand Annars virðast margir sjá vanhæfi hvaðan sem þeir koma. Í janúar sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, að Páll Hreinsson kynni að vera vanhæfur sem hæsta- réttardómari í málum sem snúa að hruni bankanna, en hann er formaður rannsóknar- nefndar um hrun þeirra. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, telur Sigríði Bene- diktsdóttur vanhæfa í nefndinni vegna ummæla sem hún hafði uppi í viðtali við erlent skólablað. Páll sjálfur segist hins vegar ekki geta tjáð sig um það hvað honum þyki um málefni Sigríðar því það myndi hugsanlega gera hann vanhæfan. Þetta er nú meiri óhæfan. Gæti nefndin hugsan- lega aðhafst eitthvað sem ekki gerir hana vanhæfa? Fátt um fína vexti Guðmundur Rúnar Svavarsson, áður ritstjóri Stúdentablaðsins, er með fína ábendingu á bloggsíðu sinni til þeirra sem telja Breta og Hollendinga kúga okkur, til dæmis með 5,55 prósenta vöxtum. Af hverju tökum við ekki bara hagstæðara lán annars staðar fyrir þessu? spyr hann. En veit eins og er að fátt væri um fína drætti í slíkum samningum. jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.