Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 12. júní
✽
b
ak
v
ið
tj
öl
di
nNý sending
Afmælisgjafi r fyrir
alla aldurshópa!
Spilavinir
Langholtsvegi 126 - Sími 553 3450
Sendum í póstkröfu! Skoðaðu
úrvalið og pantaðu á vefnum:
www.spilavinir.is.
Full búð
púsluspilum
af spilum &
re London á eftir Steinunni Ólínu
Þorsteinsdóttur. Skólinn er einn af
fimm stærstu og virtustu leiklist-
arskólunum í London og margir
heimsfrægir leikarar hafa lært við
skólann, svo sem James Bond leik-
arinn Pierce Brosnan, hjartaknús-
arinn úr Bridget´s Jones´s Diary,
Colin Firth og Paul Bettany sem lék
illmennið í The Da Vinci Code og í
Dogville eftir Lars Von Trier.
„Við nemendurnir vorum ekki
teknir neinum vettlingatökum.
Það var alger heragi í skólanum og
harkan sex frá fyrsta degi. Dagarnir
voru langir, alltaf tólf klukkustund-
ir fimm daga vikunnar með þrek-
tímum, ballett-, söng- og margvís-
legum leiklistartímum og æfing-
um fyrir leiksýningar á kvöldin. Ég
vaknaði eldsnemma á morgnana,
ferðaðist í klukkutíma í skólann og
á kvöldin fór ég beint í háttinn til
að hlaða batteríin fyrir næsta dag.
Maður átti því hreinlega heima í
skólanum þessi þrjú ár og lærði að
vinna undir miklu álagi,“ útskýr-
ir María og segir það mikil forrétt-
indi að fá að læra leiklist erlendis.
„London er mekka leiklistarinnar,
þar sem maður getur farið í leikhús
og séð allt frá spennandi Off West
End nútíma leikverkum til söng-
leikja á West End. Bestu leiksýn-
ingarnar eru oft í minni leikhúsum
í borginni og ég hef séð magnað-
ar leiksýningar með kannski bara
tveimur leikurum á sviðinu í litlu
rými og verið algerlega uppnum-
in,“ segir hún.
„Mér fannst líka mjög lærdóms-
ríkt að kynnast nýjum menning-
arheimi og fólkinu í skólanum
mínum sem kom víðs vegar að úr
heiminum. Krakkarnir voru allir
mjög forvitnir og áhugasamir um
Ísland, þá aðallega um náttúruna
og Björk og kölluðu mig oft „The
Viking Woman“ þar sem ég var eini
Skandinavinn í hópnum,“ segir
María og brosir.
„Á lokaárinu í skólanum sýndum
við þrjú leikrit í atvinnuleikhúsi í
miðborg London. Þar var almenn-
ingi boðið að berja okkur augum,
en skólinn sá um að bjóða leik-
stjórum, umboðsmönnum og „ca-
sting directorum“ á sýningarnar.
Við vonuðust náttúrulega öll eftir
því að fá umboðsmann eftir sýn-
ingarnar, en það voru alls ekki allir
sem fengu samning,“ segir María
sem var ein af þeim heppnu sem
bauðst samningur við umboðs-
skrifstofu.
„Það skiptir miklu máli að fá
umboðsmann í London sem útveg-
ar áheyrnaprufur og sér til þess að
maður komist í samband við fólk
í faginu, því markaðurinn í Bret-
landi er svo gríðarlega stór. Fljót-
lega eftir útskrift fékk ég hlutverk
í leiksýningu í Soho Theatre og
hef einnig leikið í nokkrum stutt-
myndum og talað inn á heimildar-
mynd,“ segir María.
SYNGUR OG SPILAR Á SÖG
Maríu er margt til lista lagt því fyrir
utan leiklistina hefur hún mikinn
áhuga á tónlist og byrjaði að læra á
fiðlu þegar hún var sjö ára gömul.
„Ég hef alltaf haft mikla ástríðu
fyrir tónlist og lauk sex stigum á
fiðlu. Það hefur komið að góðum
notum í leikhúsinu og fiðlan var
nánast með í öllum sýningum sem
að ég tók þátt í í Drama Centre. Þar
var líka mikil áhersla lögð á söng,
sem ég hef mjög gaman af og ég
hef haldið áfram að sækja söng-
María Dalberg,
31 árs, er annar Íslend-
ingurinn sem útskrifast
úr leiklist frá Drama
Centre London leiklist-
arskólanum. Í viðtali við
Föstudag segir hún frá
skólagöngunni, fram-
tíðardraumunum og
sínu fyrsta hlutverki hér
á landi eftir útskrift, í
söngleiknum Grease.
Viðtal: Alma Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Stefán Karlsson
Þ
egar ég var lítil not-
aði ég hvert tækifæri
til að setja upp leik-
rit í fjölskylduboðum
ásamt frændsystkin-
um mínum, sem vakti mikla lukku
ömmu, afa og foreldranna,“ segir
María spurð hvenær leiklistar-
bakterían hafi fyrst gert vart við
sig. „Ég er fædd í Árósum í Dan-
mörku og bjó þar til sex ára aldurs.
Mamma starfaði þar sem hjúkrun-
arfræðingur og pabbi nam lækn-
isfræði, en þegar hann lauk nám-
inu fluttum við heim og ég byrj-
aði í grunnskóla, Mýrarhúsaskóla
svo Valhúsaskóla. Þar tók ég þátt í
mörgum leikritum, en eftir grunn-
skóla lá leiðin í MR þar sem ég var
með í Herranótt og fór svo bæði í
Götu- og Stúdentaleikhúsið,“ segir
María sem sótti um í Drama Cent-
re London leiklistarskólanum árið
2005.
„Ég hafði heyrt mikið gott um
þennan skóla og langaði mest af
öllu að komast þar inn, en það
sóttu 2.000 manns um inngöngu
og aðeins 29 nemendur voru tekn-
ir inn í skólann, tuttugu strákar og
níu stelpur. Það var því hörku bar-
átta, sérstaklega fyrir stelpurnar
þar sem tveir þriðju eru strákar, en
ástæðuna fyrir því segja þeir vera
að það séu hreinlega fleiri hlutverk
skrifuð fyrir stráka en stelpur. Ég
þurfti að fara í gegnum margar
síur áður en ég fór í lokaprufuna
og það var mikill spenningur þegar
ég fékk svo loks bréfið um að ég
hefði komist inn. Ég man bara eftir
að hafa hoppað og öskrað af gleði,“
rifjar hún upp og brosir.
ALGJÖR HERAGI
María er annar íslenski leikar-
inn sem kemst inn í Drama Cent-
KOMIN HEIM ÚR HERAGA Í LO
Efnileg „Það var mikill spenningur
þegar ég fékk svo loks bréfið um að
ég hefði komist inn í skólann. Ég man
bara eftir að hafa hoppað og öskrað
af gleði,“ segir María brosandi.
Stjörnumerki:
Steingeit.
Uppáhaldstími dagsins?
Morgunninn.
Diskurinn í
spilaranum:
Bonnie „Prince“
Billie - The
Letting Go.
Uppáhaldsmatur?
Indverskur og sushi.
Mesta freistingin?
Súkkulaði.
Mesta dekrið:
Nudd og nálastungur.
Ég lít mest upp til:
Listamanna sem fóru
erfiðu leiðina.
Draumafríið:
Mánaðarferð um
Austurlönd með
köfun í Bali.
Líkamsrækt-
in:
Sund og jóga.
Hverju mynd-
irðu sleppa til
að spara?
Bíl.