Fréttablaðið - 12.06.2009, Side 36
24 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Hús unga fólksins var formlega opnað á
þriðjudaginn. Opnunarhátíðin fór fram
með pomp og prakt, en skrúðganga fór
af stað frá Lækjartorgi upp að Austur-
bæjarbíói þar sem tekið var á móti gest-
um með grillpartíi, kynningu á starfi
hússins og tónlistaratriðum.
Húsið verður miðstöð ungs fólks
sem vill virkja krafta sína í hvetjandi
umhverfi, en markmiðið er að bjóða
ungu fólki upp á aðstöðu og aðstoð við
framkvæmd hugmynda sinna og við að
skapa sér skemmtilegt sumar. Tveir
sjóðir hafa verið stofnaðir og hægt er
að sækja um styrki úr þeim til að koma
verkefnum af stað, en þeir aðilar sem
standa að opnun Austurbæjarbíós eru
Samfélagið frumkvæði, Hitt húsið,
Rauði krossinn í Reykjavík, Lýðheilsu-
stöð og Samband íslenskra framhalds-
skólanema.
Virkir þátttakendur hússins móta fjöl-
breytta dagskrá sumarsins og sköpunar-
kraftar þeirra verða nýttir við andlits-
lyftingu á Austurbæjarbíói. -ag
Austurbæjarbíó verður Hús unga fólksins
GRILLAÐ Í GÓÐA VEÐRINU Þór
Gíslason sá um að grilla fyrir gesti
og gangandi á opnunarhátíðinni í
Austurbæjarbíói.
GRILLSTEMNING Ásgeir Kristinsson
og Gróa Rán Birgisdóttir voru meðal
gesta við opnunina.
GÓÐ STEMNING Agent Fresco tróðu upp í Austurbæjarbíói við opnun Húss unga
fólksins.
Brasskvintettinn Brasskarar
vera á ferð og flugi um miðbæ
Reykjavíkur í allt sumar og
leika létta tóna fyrir vegfar-
endur. Kvintettinn er á vegum
skapandi sumarstarfa Hins
hússins og er skipaður þeim
Bergrúnu Snæbjörnsdótt-
ur sem leikur á horn, Hörpu
Jóhannsdóttur á bassabásúnu,
Sigrúnu Jónsdóttur á básúnu
og Valdísi Þorkelsdóttur og
Ragnhildi Gunnarsdóttur sem
báðar leika á trompet. Stúlk-
urnar ætla sér að leika klass-
íska tónlist, djass og dægur-
tónlist fyrir hvern þann sem á
vill hlýða. „Það eru gríðarleg
forréttindi fyrir okkur að fá
að vinna við tónlistina í sumar.
Þetta er bæði góð reynsla í því
að koma fram og einnig góð
æfing fyrir okkur sem tónlist-
armenn,“ segir Valdís um sum-
arstarfið.
Stúlkurnar kynntust flest-
ar við gerð Volta, nýjustu plötu
Bjarkar, þar sem þær voru
í hópi tíu manna brasssveit-
ar sem fylgdi söngkonunni á
tónleikaferðalagi hennar. „Við
munum halda nokkra innitón-
leika sem verða auglýstir sér-
staklega en svo ætlum við einn-
ig að halda óvænta tónleika
víðs vegar um borgina og jafn-
vel nokkra útitónleika þegar vel
viðrar,“ segir Valdís. Aðspurð
um framtíðaráform Brassk ar-
anna segir hún þau óráðin enn
sem komið er, „Maður veit
aldrei hvað kemur út úr svona
samstarfi, en mér finnst ekki
ólíklegt að við eigum eftir að
halda áfram að starfa saman
eftir sumarið.“ - sm
Brassstelpur Bjarkar blása úti í sumar
BRASSKARARNIR Stúlkurnar í brasskvintettinum munu leika létta tóna í
allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
> HEIMSBYGGÐIN FYLGIST MEÐ BASEL
Óhætt er að segja að listahátíðin í Basel hafi feng-
ið óvænta og töluvert mikla at-
hygli. Fjölmiðlar fylgja nefni-
lega hverju fótmáli banda-
ríska leikarans Brads Pitt eftir,
en hann gerði sér ferð til Basel
og fjárfesti í nokkrum listmun-
um fyrir einhverjar þúsundir.
Ólafur Elíasson er meðal
þeirra listamanna sem
eiga verk á hátíðinni.
Duncan McKnight, söngvari
bandarísku hljómsveitarinn-
ar The Virgin
Tongues, hefur
verið útskrif-
aður af sjúkra-
húsi eftir að hafa
slasast lífshættu-
lega í miðborg
Reykjavíkur 1.
maí síðastlið-
inn. Hann er nú
í endurhæfingu
og á meðan hann
jafnar sig dvelja
hinir meðlim-
ir sveitarinn-
ar á Íslandi og leita sér að vinnu
til að hafa í sig og á. Þeir verða
plötusnúðar á Sódómu Reykja-
vík í kvöld á tónleikum Singa-
pore Sling. Einnig koma fram
The Deathmetal Supersquad og
Skelkur í bringu.
Útskrifaður
af sjúkrahúsi
Á BATAVEGI
Söngvari The
Virgin Tongues er
á batavegi.