Fréttablaðið - 12.06.2009, Síða 42
30 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ekki átt sjö dagana sæla með
Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. Esbjerg keypti hann frá þýska
liðinu Hamburg fyrir einu ári en þá var hann búinn að vera í láni hjá
Vålerenga í Noregi í dágóðan tíma. Það byrjaði ágætlega hjá Gunnar
Heiðari og var hann í byrjunarliðinu í fyrstu sex umferðunum.
„Enn og aftur var fenginn nýr þjálfari til liðsins skömmu
eftir að ég kom,“ sagði Gunnar Heiðar. „Óheppnin virðist
elta mig á röndum en það er óhætt að segja að ferill-
inn minn hafi ekki farið hátt eftir Svíþjóðardvölina.“
Gunnar Heiðar lék frá 2004 til 2006 með
Halmstad í Svíþjóð og varð árið 2005
markahæsti leikmaður deildarinnar. Þá var
hann keyptur til Hamburg í Þýskalandi þar
sem hann fékk fá tækifæri.
„Svo virðist sem þeir menn sem
bera ábyrgð á því að ég sé keyptur til
félaganna séu ýmist reknir eða hætta
skömmu eftir að ég kem. Þetta er því engin draumastaða.“
Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk á liðnu tímabili í Dan-
mörku og var ellefu sinnum í byrjunarliði Esbjerg – þar af
aðeins einu sinni á þessu ári en það var í lokaumferðinni.
„Það var í leik sem skipti engu máli og þá fékk ég
loksins tækifæri. Ég nýtti það vel, spilaði ágætlega og
skoraði mark. En ég veit ekki hvernig framhaldið verður.
Ég á tvö ár eftir af mínum samningi og er því ekki að
stressa mig á þessu.“
Gunnar Heiðar lék sex landsleiki á síðasta ári en
hefur síðan þá misst sæti sitt í landsliðshópnum,
þó að hann hafi ekki lent í neinum meiðslum.
„Ég skil það mjög vel að ég hafi ekki verið valinn
enda hef ég lítið sem ekkert verið að spila. En
ég sé mikið eftir landsliðssætinu og vil fá það
aftur. Til þess að það sé mögulegt verð ég að fá
að spila.“
Honum líður þó vel í Danmörku. „Það eru allir í
klúbbnum sem styðja mig heils hugar nema sá sem
öllu ræður. Ég bið þó ekki um annað en að fá tækifæri
eins og allir aðrir.“
GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: MARTRAÐARTÍMABILI Í DANMÖRKU LOKIÐ
Bið ekki um annað en að fá tækifæri
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL GBV Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA!
AÐRIR VINNINGAR ERU:
TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, BÍÓMIÐAR, GOS OG MARGT FLEIRA
FRUMSÝND 12. JÚN
Í
Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
FÓTBOLTI Svo gæti farið að Skaga-
maðurinn Stefán Þórðarson sé á
leið til sænska B-deildarfélags-
ins Norrköping á nýjan leik. Hann
lék með liðinu í þrjú tímabil, frá
2005 til 2007, áður en hann kom
til Íslands og lék með ÍA á síðasta
keppnistímabili. „Það kemur í ljós
á morgun [í dag] hvort það verði
eitthvað af þessu en þá mun ég
gefa þeim mitt svar,“ sagði Stefán
í samtali við Fréttablaðið í gær.
„Það er svo sem ekkert sem
stendur í vegi fyrir því að ég fari
út. Þetta er bara ákvörðun sem ég
þarf að taka.“
Stefán ákvað reyndar að leggja
knattspyrnuskóna á hilluna í haust
en þá stóð honum til boða að
spila með Vaduz frá Liechten-
stein í svissnesku úrvalsdeild-
inni. Það gerði hann á síðari
hluta tímabilsins.
„Það var lærdómsríkt.
Maður er enn að sjá eitt-
hvað nýtt og læra í fót-
boltanum.“ Vaduz féll úr
deildinni en varð bikar-
meistari í Liechtenstein.
„Það gekk ekki sem
skyldi í deildinni en það
er auðvitað alltaf gaman
að vinna titil.“
Stefán var og er enn gríð-
arlega vinsæll meðal stuðn-
ingsmanna Norrköping og
var treyja hans hjá félaginu, sem
var númer 18, hengd upp eftir
að hann hætti. Er Stefán eini
Íslendingurinn sem hlotnast
hefur sá heiður hjá erlendu
félagi svo vitað sé.
„Þeir verða að þrykkja
númerið á nýja treyju ef
ég kem. Það er svo spurn-
ing hvort þeir hengja
hana aftur upp. Það
getur jú allt gerst í fót-
bolta.“ - esá
Stefán Þórðarson gæti verið á leið í sænsku knattspyrnuna á nýjan leik:
Gef Norrköping mitt svar í dag
STEFÁN ÞÓRÐARSON
Mögulega á leið til Sví-
þjóðar á ný.
FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR K.
HANDBOLTI Svíþjóð varð í gær
fyrsta liðið til að tryggja sér sæti
í úrslitakeppni Evrópumeistara-
mótsins í handbolta sem fer fram
í Austurríki á næsta ári. Liðið
gerði jafntefli gegn Rúmeníu á
heimavelli, 26-26, en stigið dugði
til að tryggja farseðilinn.
Svíar voru langt frá sínu besta
í leiknum og voru undir í hálf-
leik, 12-10. Rúmenar voru svo
sex mörkum yfir, 22-16, þegar tíu
mínútur voru til leiksloka.
En þá tók við góður leikkafli
hjá Svíum sem skoruðu tíu mörk
gegn tveimur á næstu átta mín-
útum. Staðan var þá 26-24 en
Rúmenar náðu að skora síðustu
tvö mörk leiksins eftir að Svíar
misstu mann af velli.
Rúmenía, Pólland og Svart-
fjallaland keppa nú um að fylgja
Svíum með til Austurríkis en
öllum riðlum undankeppninnar
lýkur á viku.
- esá
Línur farnar að skýrast í undankeppni EM:
Svíar fyrstir til að
tryggja sig á EM
NÁÐU JAFNTEFLI Svíar máttu þakka
fyrir að tapa ekki fyrir Rúmeníu á
heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓTBOLTI Fréttirnar um að
Manchester United hafi sam-
þykkt tilboð Real Madrid upp á 80
milljónir punda í Cristiano Ron-
aldo komu mörgum í opna skjöldu
í gærmorgun. Það kom þó ef til vill
fáum á óvart enda hefur Ronaldo
verið orðaður við spænska stór-
veldið í mörg ár. En þar til í gær
hafði United brugðist illa við þeim
sögusögnum að Ronaldo væri á leið
til Real Madrid.
„United hefur ákveðið að gefa
Real Madrid leyfi til að ræða við
leikmanninn [Ronaldo] að beiðni
Cristiano – sem aftur ítrekaði ósk
sína um að fá að yfirgefa félagið,“
sagði í stuttri yfirlýsingu sem birt-
ist á heimasíðu Manchester Unit-
ed í gær.
Stuttu síðar gaf Real Madrid út
yfirlýsingu sem staðfesti fréttirn-
ar. Kaupverðið var þó ekki staðfest
í yfirlýsingunni.
„Mér er mikill heiður sýndur
með því að tvö bestu knattspyrnu-
félög heims vilji að ég spili fyrir
sig,“ sagði Ronaldo í gær í samtali
við bandaríska fjölmiðla. Hann er
nú staddur í fríi í Los Angeles.
„Ég heyrði fréttirnar hér í LA,“
sagði hann og bætti við að honum
þætti það eðlilegt að Real Madrid
sendi læknalið til Bandaríkjanna
til að meta líkamlegt ástand hans
áður en gengið verður frá kaupun-
um. Hann sagðist engar áhyggjur
hafa af læknisskoðuninni og ætl-
aði að vera um kyrrt í Bandaríkj-
unum. „Ég er hér í fríi og verð hér
aðeins lengur.“
Talsmaður Manchester United
sagði í samtali við enska fjölmiðla
í gær að það hafi verið Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóri liðsins, sem
hafi tekið endanlega ákvörðun um
að selja Ronaldo. Eigendur félags-
ins höfðu ekkert um það að segja
og er talið að tekjurnar af sölunni
verði notaðar til leikmannakaupa.
United hefur allra helst verið
orðað við Franck Ribery hjá Bay-
ern München, Karim Benzema hjá
Lyon og Antonio Valencia, leik-
mann Wigan.
Á mánudagskvöldið var það til-
kynnt að Real hefði keypt Bras-
ilíumanninn Kaka frá AC Milan
fyrir 65 milljónir evra (56 milljón-
ir punda). Real Madrid eyddi 75,8
milljónum evra í Zinedine Zidane
árið 2001 en nýtt met verður sett
þegar gengið verður frá kaupunum
á Ronaldo. Hann verður um leið
dýrasti leikmaður knattspyrnu-
sögunnar.
Mörgum er eðlilega spurn hvern-
ig Real Madrid hafi efni á að eyða
meiri pening en öll önnur félög í
leikmannakaup. Ástæðan, segir í
fréttaskýringum enskra fjölmiðla,
er einföld. Real Madrid er tekju-
hæsta félag heims.
Undanfarin fjögur ár hefur Real
Madrid verið tekjuhæsta knatt-
spyrnufélag heims samkvæmt end-
urskoðendafyrirtækinu Deloitte
sem hefur reglulega tekið saman
fjármál knattspyrnuheimsins.
Í síðustu skýrslu, sem kom út í
febrúar, var fjallað um rekstrar-
árið 2007-8. Heildartekjur Real
Madrid voru 290 milljónir punda
og tekjuaukningin frá síðasta ári
á undan fjögur prósent.
Michel Platini, forseti Knatt-
spyrnusambands Evrópu, gagn-
rýndi Real Madrid í gær. „Mér
finnst þetta afar furðulegt í ljósi
þess að knattspyrnan stendur fyrir
framan mestu fjármálaerfiðleika
sína til þessa.“ eirikur@frettabladid.is
Á eftir Kaka kemur Ronaldo
Aðeins nokkrum dögum eftir að Real Madrid gekk frá kaupum á Kaka fyrir
risaupphæð bætti félagið enn um betur og hefur nú gert enn stærra tilboð í
Portúgalann Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sem samþykkti tilboðið.
KVEÐUR UNITED Cristiano Ronaldo hefur mjög líklega leikið sinn síðasta leik í bún-
ingi Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY
ÞEIR FIMM DÝRUSTU:
Leikm. - Kaupverð - Félög
1. Cristiano Ronaldo til Real Madrid
£80 millj. - frá Man. United (2009?)
2. Zinedine Zidane til Real Madrid
€75,8 millj. - frá Juventus (2001)
3. Kaka til Real Madrid
€65 millj. - frá AC Milan (2009)
4. Luis Figo til Real Madrid
€61,3 millj. - frá Barcelona (2000)
5. Hernan Crespo til Lazio
€56,7 millj. - frá Parma (2000)
(Heimild: Infostrada)
> Miðasala í fullum gangi
Enn er hægt að kaupa miða á landsleiki Íslands gegn
Noregi og Makedóníu í undankeppni EM 2010. Báðir
leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni og mætir Ísland
Norðmönnum á sunnudaginn klukkan 16.00. Makedón-
íumenn koma svo í heimsókn á þjóðhátíðardaginn, mið-
vikudaginn 17. júní klukkan 17.00. Stór skörð hafa verið
höggvin í leikmannahóp íslenska
liðsins og þarf liðið sárlega á
öllum þeim stuðningi að halda
sem áhorfendur geta
veitt þeim. Athygli
er vakin á því að
aðgangur er ókeypis fyrir
börn sjö ára og yngri.