Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 12. júní, 163. dagur ársins. 3.01 13.27 23.55 1.52 13.12 0.36 Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófar- ir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvara- lausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand und- anfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódern- isma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar held- ur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusæk- inni nýjungagirni á fjármálamörk- uðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafna- skáldum. NÚ fór auðvitað sem fór. En það var gaman meðan á góðærinu stóð; um skeið upplifðu Íslending- ar sig sem efnahagslegt stórveldi. það var ekki svo slæm tilfinning. Mér var hugsað til þessa meðan ég horfði á íslenska landsliðið í fótbolta lúta í lægra haldi fyrir Makedónum í fyrradag. Fótbolti er ef til vill eitt af því fáa sem virtist ósnortið af póstmódernismanum, að minnsta kosti grundvallaratriði leiksins. Ef til vill felst endurreisn Íslands í því – póstmódernískum fótbolta. TUNGUTAK póstmódernism- ans fellur vel að fótbolta. Það ætti því að vera auðvelt að þróa nýtt afbrigði; byrjum á að afbyggja nokkra leikvanga, afmiðjum vell- ina og í framhaldinu verða gerð- ar viðeigandi breytingar á regl- unum og dregið verulega úr þeim, til dæmis verða engin fyrirfram ákveðin lið heldur þurfa leikmenn að gera það upp við sig að hvoru markinu þeir ætla að sækja – ef ekki báðum. MARKMIÐIÐ er eftir sem áður að koma boltanum (sem verð- ur að vísu ferkantaður) inn fyrir marklínu, með þeirri breytingu að mörkunum hefur verið snúið við og vísa nú að áhorfendum. Skori einhver mark þarf dómar- inn, sem er sprenglærður í lacan- ískum fræðum, að taka ákvörðun um hvort markið hafi í raun átt sér stað. Markmiðið er ekki endilega að sigra í leiknum heldur stuðla að díalektískri umræðu og í beinum útsendingum verður myndavél- inni aðallega beint að grasrótinni – bókstaflega. ÞAÐ er borin von að Íslendingar nái nokkurn tímann langt í fótbolta miðað við núverandi skipan. Knatt- spyrna í dag er heimsvaldaíþrótt þar sem lítil eyríki ná ekki máli. Það er kominn tími til breytinga. Ísland verður orðið stórveldi áður en við vitum af. Það eina sem við þurfum að gera er að afmá gild- andi reglur. Það er íslenska leið- in. Pómóbolti Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.