Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
ARCTIC OPEN er alþjóðlegt golfmót sem hefur fest sig í sessi og
verður haldið dagana 25.-27. júní á Akureyri. Mótið hefst á fimmtudag
með skráningu keppenda og opnunarhátíð þar sem boðið er upp á
hlaðborð með norðlenskum veitingum. Nánar á www.arcticopen.is.
Tók ekki nema 25 ár að komast í toppformMagnús Bess Júlíusson varð Norðurlandameist i ítitlinum fyrir skem
Magnús reynir að halda sér í góðu formi allan ársins hring en þannig líður honum best.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÞRIÐJUDAGUR
23. júní 2009 — 147. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
MAGNÚS BESS JÚLÍUSSON
Á hátindi ferilsins
nærri fertugur
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
KE A skyrdrykkur
Nýjung með
bláberjum
– fyrir heilbrig ðan lífsstíl
Ertu læs á fjármál?
Kannaðu fjármálalæsi þitt á byr.is. Það kostar ekki neitt og tekur ekki nema nokkrar
mínútur. Fjármálapróf Byrs var þróað í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi við
Háskólann í Reykjavík. Það metur fjármálalæsi þitt og er sneisafullt af gagnlegum fróðleik um fjármál að auki.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að um helmingur Íslendinga vill vita meira um fjármál. Taktu fjármálaprófið á byr.is.
Sérstæð lista-
verkasýning
Þjóðþekktir listaverka-
safnarar veita innsýn
í söfn sín á sýningu
sem verður opnuð
Hafnarborg í dag.
TÍMAMÓT 14
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
Lék frummann í al-
þjóðlegri auglýsingu
Franska stórfyrirtækið LG í upptökum á Íslandi
FÓLK 26
HRANNAR HAFSTEINSSON
Baksviðs
með Metallica
Stjórnar ljósunum á Hróarskelduhátíðinni
FÓLK 20
Rúnari hrósað
Rúnar Rúnarsson
sagður besti útskrift-
arnemandi Danska
kvikmyndaskólans í
tíu ár.
FÓLK 20
HÆGLÆTISVEÐUR Í dag verða
rigning eða skúrir víða um land en
horfur á þurru og nokkuð björtu
veðri austantil. Vindáttin verður
suðlæg eða breytileg, víða 3-6
metrar á sekúndu.
VEÐUR 4
12
6 11
14
10
FÓLK Sólmundur Hólm blaðamað-
ur vinnur nú að því að rita endur-
minningar hins
þjóðþekka tón-
listarmanns
Gylfa Ægisson-
ar ásamt við-
fangsefninu.
Sólmundur, sem
kemur fram
sem eftirherma
á skemmtunum,
hefur einmitt
sérhæft sig í að
herma eftir Gylfa.Nú hafa tekist
með þeim kynni vegna verkefn-
isins. „Gylfi er miklu dýpri per-
sóna en ég hélt hann væri. Hann
er ekki bara sjúddírarírei þó
ekkert orð lýsi manninum betur.
Hann er eitt stórt sjúddírarírei.“
Gylfa líst vel á verkefnið, hlífir
sér hvergi en tekur fram að hann
vilji ekki særa nokkurn mann.
„Ef við fáum eitthvað fyrir þetta
vil ég ekki eyða því öllu í lög-
fræðinga.“ - jbg / sjá síðu 26
Aðdáandi kemst í feitt:
Ævisaga Gylfa
Ægis í smíðum
GYLFI ÆGISSON
EFNAHAGSMÁL Tvö af þremur
álfyrirtækjum hérlendis stunda
viðskipti með krónur á erlendum
mörkuðum. Fyrirtæki sem stunda
þessi viðskipti geta hagnast á mis-
ræmi milli opinbers gengis Seðla-
banka Íslands og gengis krónunnar
á markaði í Evrópu.
Viðskiptin gætu átt sér stað með
þeim hætti að álfyrirtækin kaupi
gjaldeyri á markaði í Evrópu þar
sem gengi krónunnar er hagstæð-
ara. Fyrirtækin fá með þessum
hætti fleiri krónur fyrir hvern
dollara í útflutningstekjur heldur
en ef fyrirtækin hefðu skipt gjald-
eyrinum hérlendis. „Mörg fyrir-
tæki hafa undanþágur frá höftun-
um í samræmi við 14. gr. reglnanna.
Hins vegar eru undanþágur ekki
ætlaðar til að fyrirtækin hagnist
vegna reglnanna,“ segir Svein Har-
ald Öygard Seðlabankastjóri.
Athuga ber að fyrirtækin brjóta
ekki lög með viðskiptunum þar sem
þau hafa undanþágu frá gjaldeyris-
reglum Seðlabankans.
Upplýsingafulltrúar Alcan á
Íslandi og Alcoa segja að fyrir-
tækin hafi bæði varið lágu hlutfalli
tekna til kaupa á íslenskum krón-
um erlendis.
Upplýsingafulltrúi Norðuráls
segir hins vegar að öll viðskipti
fyrirtækisins með íslenskar krón-
ur hafi alla tíð farið fram á Íslandi
og eingöngu í gegnum íslenska við-
skiptabanka.
Hjá Alcan hefur nú verið ákveð-
ið að breyta viðskiptaháttum með
krónur. Eftir umfjöllun Fréttablaðs-
ins um gjaldeyrisviðskipti útflutn-
ingsfyrirtækja hafði Alcan sam-
band við Seðlabanka Íslands sem
óskaði eftir því að gjaldeyrisvið-
skipti fyrirtækisins færu alfarið
fram hérlendis.
-bþa / sjá síðu 6
Áltekjur skila sér illa
Álfyrirtækin nýta sér markað með krónur erlendis og hagnast þannig á mis-
ræmi milli gengis Seðlabanka Íslands og markaðsgengis krónunnar erlendis.
Pepsi-deild
karla
Valsmenn og
Blikar með góða
sigra í lokaleikj-
um áttundu
umferðar í
gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR 22
Efnahagslegt heilsuleysi
„Við ber að Íslendingar á erlendri
grund kjósi að leyna þjóðerni
sínu,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir.
UMRÆÐAN 12
STJÓRNMÁL Fulltrúaráð Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi samþykkti
með yfirgnæfandi meirihluta í
gær að Gunnsteinn Sigurðsson
tæki við af Gunnari I. Birgissyni
sem bæjarstjóri.
Framsóknarmenn funduðu
í gærkvöldi og samþykkt var
að halda samstarfinu áfram að
nokkrum skilyrðum uppfylltum.
Meðal annars að nýr bæjarstjóri
úr röðum Sjálfstæðisflokks taki
við ekki síðar en á miðvikudag og
sitji út kjörtímabilið. Ætli Gunnar
sér að snúa aftur sem bæjarfull-
trúi þurfi að semja um samstarf
flokkanna að nýju. Mikill hiti var
á fundinum og tillaga um sam-
starfsslit var felld naumlega.
Á fundi Sjálfstæðismanna var
samþykkt tillaga um að lýsa yfir
fullu trausti á Gunnar Birgisson
og hans störf. Í þrígang klöppuðu
fundarmenn honum lof í lófa. - kóp
Nýr bæjarstjóri í Kópavogi:
Samstarf áfram
með skilyrðum
EFNAHAGSMÁL Fundað var í Stjórn-
arráðinu fram eftir kvöldi í gær
um stöðugleikasáttmála. Allt
kapp var lagt á að undirrita
samninginn í gær og stóð fundur
enn yfir þegar Fréttablaðið fór í
prentun.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er samningurinn mjög víðfeðmur
og tekur á flestum þeim málum
sem hvað hæst hafa farið undan-
farið; ríkisfjármálum, bönkum
og gjaldeyrishöftum, svo eitthvað
sé nefnt. Þá er gert ráð fyrir að
engar ákvarðanir verði teknar í
ríkisfjármálum án aðildar samn-
ingsaðila.
Fulltrúar vinnumarkaðar-
ins hittu ríkisstjórnina í hádeg-
inu í gær og gengu síðan á fund í
Karphúsinu. Ætlunin var að hitta
ráðherrana aftur síðdegis en það
tafðist, bæði vegna umræðu á
Alþingi og þátta sem þurfti að
vinna frekar í samningnum. Á
meðan sátu fulltrúar Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja,
Alþýðusambandsins, Bandalags
háskólamanna, kennarar, banka-
menn og fulltrúar Samtaka
atvinnulífsins, ásamt fulltrúum
ríkisvalds og sveitarfélaga. Sú
nefnd hittist klukkan 20 og gekk
frá tillögunni sem lögð var fyrir
ráðherrana klukkan rúmlega 21 í
gærkvöldi. - kóp
Fundað um stöðugleikasáttmála langt fram eftir kvöldi í gær:
Stefnt að undirritun samningsins
SAMIÐ UM STÖÐUGLEIKA Fulltrúar atvinnulífs og ríkisstjórnar sátu á fundi fram á nótt í Stjórnarráðinu í gær. Reyna átti að
skrifa undir en óvíst var hvort það næðist þegar Fréttablaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR