Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 2
2 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR Dagný Alda, er þetta ekki harður bransi? „Hann er að minnsta kosti ekki mjúkur.“ Dagný Alda Steinsdóttir innanhússarki- tekt, sem á og rekur fyrirtækið Alda Design, hyggur á útflutning á vörum úr íslensku grjóti. EFNAHAGSMÁL Samkvæmt nýju mati skilanefndar Landsbanka Íslands hf. er gert ráð fyrir því að 83 pró- sent fáist upp í forgangskröfur miðað við stöðuna 30. apríl síð- astliðinn. Matið hefur lækkað úr 89 prósentum í febrúar. Ef matið reynist rétt munu nettóskuldir íslenska ríkisins vegna Icesave- samningsins hækka úr 72 millj- örðum í 115 milljarða. Þar að auki munu vaxtagreiðslur af Icesave- samningnum bætast við þessa fjárhæð. Lárus Finnbogason, formað- ur skilanefndar Landsbankans, segir að sá hluti sem eftir varð í gamla Landsbankanum hafi verið langsamlega verstu lánin í lána- safni bankans. Það skýri að hluta ástæður þess að endurheimtuhlut- fall lána íslenska lánasafnsins sé einvörðungu 23 prósent, það lang- lægsta af þeim lánasöfnum sem bankinn á hlut að. Endurheimtu- hlutfall áhættusömustu útlána Landsbankans í London séu 63 pró- sent og 97 prósent í svokölluðum eignatryggðum flokki. Því eru lán Landsbankans erlendis að skila sér mun betur en útlán hérlendis. Lárus segir að í sumum til- fellum sé einungis verið að fá smáræði upp í milljarðakröfur íslenskra eignarhalds- og fjárfest- ingarfélaga. Hann segir að þessi félög dragi endurheimtuhlutfall- ið umtalsvert niður. Hann segir jafnframt að óvissan um eigna- safnið sé enn ákaflega mikil og erfitt sé að meta það. Lárus bætir við að birt verði uppfært mat á verðmæti eigna í ágúst. „Ég verð stöðugt áhyggjufyllri yfir því að það eigi að samþykkja þennan Icesave-samning,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins.Hann segir samninginn ótraustari en hann gerði ráð fyrir og hann vilji sjá ákveðið hámark á þær skuld- bindingar sem íslenska ríkið taki á sig. Hann er ekki ánægður með þá óvissu og miklu áhættu sem er viðloðandi samninginn og segir erfitt að skrifa undir við þessar aðstæður. „Ég tel þó að tjónið af völdum Icesave-samninganna verði af þeirri stærðargráðu að það sé viðráðanlegt,“ segir Helgi Hjörv- ar alþingismaður, sem jafnframt er formaður efnahags- og skatta- nefndar. Helgi segist ánægður með að matið frá því í febrúar gangi í aðalatriðum eftir en það sé vissuleg slæmt að eignirnar séu að rýrna. bta@frettabladid.is Eignir bankans rýrna og skuldabyrði eykst Verðmæti eigna Landsbankans lækkar. Helgi Hjörvar segir tjónið viðráðanlegt. Formaður skilanefndar Landsbankans bendir á slök lánasöfn íslenskra fjárfest- ingarfélaga. Tryggvi Þór Herbertsson segir samninginn ótraustan. FUNDUR EFNAHAGS- OG SKATTANEFNDAR Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, ræðir uppfært mat á eignum Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég verð stöðugt áhyggju- fyllri yfir því að það eigi að samþykkja þennan Icesave- samning. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS VIÐSKIPTI Olís hækkaði verð á öllu bensíni um 12,5 krónur í gær og er lítrinn á blýlausu bensíni rúmlega 190 krónur á flestum sölustöðum. Hækkunin er tilkomin vegna breytinga á vörugjöldum sem tóku gildi 28. maí. Þær birgðir sem félagið átti fyrir hækkunina kláruðust 18. júní síðastliðinn, en síðan þá hefur fyrirtækið tvisvar flutt inn bensín. „Þessi hækkun er einfaldlega endurspeglun á þeim skattahækk- unum sem ríkisstjórnin lögleiddi á dögunum og lýsir þeim veruleika sem íslenskir neytendur búa við,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður. Hann segir þessa hækkun skila sér beint inn í vísi- tölu neysluverðs, sem skili sér í hækkun lána landsmanna. Hin olíufélögin hafa ekki fylgt í kjölfarið en talið er líklegt að það styttist í það. Birgðirnar dugi í mesta lagi út mánuðinn. „Það gefur augaleið að svona mikil hækkun á bensínverði hefur áhrif á ferðaþjónustu og búast má við að margir keyri minna en ella,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustu. „Allar skattahækkanir sem hækka ferðakostnað eru áhyggju- efni og alltaf hætta á að fólk dragi úr keyrslu,“ segir Erna. - vsp Olís hækkar bensínverð um 12,5 krónur á lítra sem kostar nú um 190 krónur: Hækkar lán og ferðakostnað BENSÍNI DÆLT Aðeins er farinn að þyngjast róðurinn fyrir bílaeigendur eftir að verð hækkaði á öllu bensíni um 12,5 krónur hjá Olís í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna verð- ur lagt fyrir Alþingi strax að lokn- um nefndardögum sem lýkur á fimmtudag. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra á þingi í gær. Í svörum við óundurbúnum fyrirspurnum Illuga Gunnars- sonar og Birgittu Jónsdóttur kom fram að ráðherra hefði séð lána- safn Landsbankans. Hann myndi tryggja að þingmenn fengju einn- ig aðgang að eignasafninu áður en þeir tækju afstöðu til frumvarps- ins. Hann sagðist efast um að full- trúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði kynnt sér safnið. - kóp Spurt um Icesave á Alþingi: Icesave fyrir þing á föstudag ALÞINGI Fjármálaráðherra sagði aðspurður að Bretum hefði ekki verið gert viðvart um að Icesave nyti mögu- lega ekki meirihlutastuðnings á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Valgeir Skagfjörð á þing Valgeir Skagfjörð tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í gær. Hann kemur inn sem varamaður fyrir Þór Saari, þingmann Borgarahreyfingarinnar, sem er frá þingstörfum í tvær vikur vegna persónulegra ástæðna. Valgeir var í 2. sæti á lista Borgarahreyfingar- innar í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. ALÞINGI ÍRAN Mótmæli voru leyst upp með táragasi í Teheran í Íran í gær. Um þúsund manns höfðu komið saman í gær en engin mótmæli voru á sunnudag. Að minnsta kosti nítján létust í stórum mót- mælum á laugardag og 457 manns voru handteknir. Leiðtogaráðið í Íran hefur viðurkennt að í um 50 héruð- um landsins hafi greidd atkvæði verið fleiri en fjöldi á kjörskrá. Heilbrigðisyfirvöld segja nítj- án hafa látist á laugardaginn. Ríkisfjölmiðlar segja þrettán hafa látist en aðrar fréttir herma að fjöldinn gæti verið allt að 150 manns. Mir Hossein Moussavi, sem tapaði í forsetakosningunum þann 12. júní, hvatti í gær stuðn- ingsmenn sína til að halda mót- mælum áfram á friðsamlegan hátt. - þeb Mótmæli í Íran héldu áfram: Viðurkenna kosningasvindl í 50 héruðum VIÐSKIPTI Ekki er enn ljóst hvert Bókabúð Máls og menningar fer eftir að versluninni við Laugaveg verður lokað 1. ágúst næstkom- andi. Verið er að meta stöðuna, að sögn Ingþórs Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra verslanasviðs Penn- ans. Komið hafi til tals að vera á Laugavegi 26, þar sem Skífan er nú til húsa. Einnig hafi verið skoðað að fara í SPRON-húsið við Skólavörðu- stíg. „Sena [rekstarfélag Skífunn- ar] er eitt af þeim fyrirtækjum sem rætt hafa við okkur,“ segir Ingþór. Hann segir ákvörðun verða tekna fyrir lok þessarar viku. Ekki náð- ust samningar milli Pennans og Kaupangs, eigendafélags hússins, um áframhaldandi leigu. Bókmenntafélagið Mál og menn- ing hyggst stofna nýja bókabúð í húsinu við Laugaveg 18 sem mun bera heitið Mál og menning, þó að ekki sé reksturinn á vegum Penn- ans. Þetta segir Árni Einarsson, stjórnar formaður bókmenntafé- lagsins. Félagið seldi Pennanum rekstur Bókabúðar Máls og menn- ingar fyrir sjö árum. Bókmenntafélagið Mál og menn- ing hyggst stofna bókabúðina með eigendum bókaverslunarinnar Iðu. Bókaverslun Iðu við Lækjar- götu verður þó ekki lokað, að sögn Árna, enda verða ekki sömu áhersl- ur í verslununum. Áhersla verður á innlendar bækur í nýju bókabúð- inni. Aðspurður segist Árni ekki gera athugasemd við það að Penn- inn komi sér upp bókabúð Máls og menningar í miðbænum. Fjármálastjóri Senu vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að leigja Pennanum húsnæði Skífunnar við Laugaveg. - vsp Skífuhúsið og SPRON-húsið koma til greina undir Bókabúð Máls og menningar: Tvær M&M búðir í miðbænum LAUGAVEGUR 18 Bókabúð Máls og menningar fer úr þessu húsi 1. ágúst. Í húsinu verður hins vegar rekin bókabúð sem heitir Mál og menning. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA HEILBRIGÐISMÁL Óhjákvæmilegt er að skerða heilbrigðisstarfsemi eigi að mæta þeim niðurskurði sem heilbrigðis- og trygging- arráðuneytinu er gert að gera, segir Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra. „Þetta er svo mikill niður- skurður að óhjákvæmilegt er að þetta komi niður á starfsem- inni.“ Hann segist hafa áhyggjur af stöðunni og reynt verði að ná markmiðum fjárlaga, sem meðal annars séu sett að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Verk- efnið verði unnið í samvinnu við starfsfólk og notendur þjónustu. „Við munum vinna þetta á félags- legum og lýðræðislegum nótum.“ - kóp Ráðherra óttast niðurskurð: Mun koma nið- ur á starfsemi BRETLAND John Bercow, þingmað- ur Íhaldsflokksins í Bretlandi var kjörinn 157. forseti neðri deildar breska þingsins. Hann hlaut 322 atkvæði en keppinautur hans og samflokksmaður, Sir George Young, fékk 271 atkvæði. „Þetta er mesti heiður á mínum pólitíska ferli,“ sagði John eftir að úrslitin lágu ljós fyrir í gær- kvöldi. Hann tekur sæti Michaels Martin úr Verkamannaflokknum sem vék sökum útgjaldahneykslis sem kom fram í dagsljósið. Marg- ir breskir þingmenn og ráðherrar sögðu af sér í kjölfar hneykslis- ins. - vsp Nýr forseti neðri deildar: Mesti heiður pólitísks ferils Tafir við Borgarnes Umferðartafir verða á Borgarfjarðar- brú við Borgarnes milli eitt og hálf- fjögur aðfaranótt miðvikudags vegna viðgerðar. BORGARNES SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.