Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 8

Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 8
 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Aðalmeðferð hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir fjór- um ungmennum sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í apríl síðastliðn- um. Fólkið er allt ákært fyrir hús- brot, rán og brot gegn frjálsræði manna. Þá eru þau öll sökuð um að hafa tekið ákvörðun um ránið í félagi hvert við annað og teljast því meðsek í málinu, þrátt fyrir að hafa átt mjög mismikinn þátt í því. Tveir menn, 22 og 31 árs, eru ákærðir fyrir að ryðjast inn í hús hjónanna, ráðast á þau, halda þeim í gíslingu og ræna þau. Tvær stúlkur, 20 og 17 ára, eru ákærðar fyrir að leggja á ráðin um ránið og bíða mannanna í bíl. Yngri stúlkan er barnabarn mannsins sem var rændur. Við vitnaleiðslur kom fram að fólkið hefði allt verið undir áhrif- um áfengis og fíkniefna þegar ránið var framið. Ætlunin hefði upphaf- lega verið að ræna mannlaus hús til þess að fjármagna fíkniefna- kaup. Stúlkurnar tvær og annar mannanna keyrðu um Arnarnes- ið og önnur stúlkan benti hinum á hús afa síns og stjúpömmu við Mávanes. Þau hafi séð ljós í húsinu og þess vegna ákveðið að fá hinn manninn með í ránið. Yngri maðurinn bar fyrir dómi að hann hefði ekki vitað að um rán væri að ræða heldur hefði hann verið beðinn um að hjálpa til við búslóðarflutninga. Hinir sakborn- ingarnir þrír sögðu þó allir að honum hefði verið fullljóst að rán væri ætlunin. Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn á heimili hjónanna þegar konan kom til dyra. Þá mun sá eldri hafa tekið fyrir vit henn- ar, snúið hana niður í gólfið og svo slegið hana þremur þungum högg- um í höfuðið. Hinn hafi á sama tíma farið á neðri hæð hússins þar sem maðurinn var, lagt hníf að honum og hótað að stinga hann. Hann hafi svo hótað báðum hjónunum lífláti á meðan félagi hans fór um húsið í leit að verðmætum. Þeir skáru svo á símasnúrur og hótuðu að skjóta hjónin áður en þeir fóru. Yngri maðurinn sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hótunum við hjónin. Sá eldri neitaði líka að hafa hótað hjónunum og slegið konuna. Hvorugur þeirra kannaðist við að hafa skorið á símalínurnar. Fram kom fyrir dómi að mennirnir höfðu aldrei hist fyrr en í ráninu. Stúlk- urnar tvær hafa hins vegar verið vinkonur frá því þær kynntust í meðferð á Vogi fyrir um ári. thorunn@frettabladid.is Arnarnesræningjar neita að hafa hótað Aðalmeðferð hófst í héraðsdómi í gær í máli fjórmenninga sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í apríl. Mennirnir sem frömdu ránið eru sagðir hafa hótað og ógnað hjónunum en neita því. Þeir höfðu aldrei hist fyrir ránið. FYRIR DÓMARA Hér sést annar ákærðu mannanna leiddur fyrir dómara í apríl . FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Önnur stúlknanna tveggja er barna- barn mannsins sem var rændur. Hún bar fyrir dómi að hún hefði beðið mennina tvo sem frömdu ránið um að gera afa sínum og stjúpömmu ekki mein. Hún beið ásamt hinni stúlkunni í bíl á meðan ránið fór fram. Þá sagði hún að hana hefði langað að vara við ráninu en ekki getað það vegna þess að síminn hennar hefði verið ónýtur. Jafnframt sagði hún að sig hefði langað að gefa sig fram en ekki þorað. Hin stúlkan sagði að á meðan þær sátu í bílnum hefði barnabarnið sagt við hana að hún hefði verið að grínast með að benda á hús afa síns og stjúpömmu. Hún hefði ekki haldið að látið yrði verða af því að fremja ránið. Þegar henni hefði orðið það ljóst hefði hún ekki þorað að segja neitt. VAR AÐ GRÍNAST MEÐ RÁNIÐ VERSLUN Erlendir ferðamenn koma í hópum í tölvuverslunina EJS í Reykjavík og á Akureyri og kaupa fartölvur, enda er gengið þeim hagstætt. „Ferðamenn eru að gera kjarakaup og það er mjög hagstætt verð hjá okkur og hefur alltaf verið. Einnig erum við að bjóða útlendingunum upp á alþjóð- lega ábyrgð,“ segir Bjarni Þór Sig- urðsson, sölustjóri EJS. Kaupæðið hófst strax í október í fyrra í kjöl- far gengishrunsins. „Um jólin var síðan mikið um að Íslendingar í skólum erlend- is og fólk sem var búsett erlendis keypti sér fartölvu hér til að taka með sér út,“ segir Bjarni. Mikið af skemmtiferðarskipum hefur verið í höfn á Akureyri frá því í vor og segir Bjarni að mikið sé um að teknar séu rútuferðir í verslanir. Einnig komi margir almennir ferðamenn og kaupi af þeim. Fartölvusala hefur verið góð hjá fyrirtækinu frá bankahruninu að sögn Bjarna og sala til almennings milli ára stendur í stað. Fyrirtæk- in séu hins vegar að draga saman og því dragist salan til þeirra saman. Hann segir að tölvumerkið Dell sé sjaldgæft í verslunum erlend- is og því séu ferðamenn spennt- ir fyrir því. Þeir þurfi venjulega að panta tölvurnar á netinu í sínu heimalandi. - vsp Erlendir ferðamenn kaupa mikið af fartölvum eftir að krónan hrundi: Ferðamenn gera kjarakaup Í TÖLVUVERSLUN Erlendir ferðamenn kaupa fartölvur í hrönnum af EJS. Gengið er þeim hagstætt eftir að krónan hrundi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTAMÁL Töluvert fleiri stúlkur voru teknar inn í Menntaskólann í Reykjavík en strákar fyrir næsta skólaár. Af þeim sem tekin voru inn var 151 stúlka og 115 piltar. Stúlkur á fyrsta ári verða því um 57 prósent nemenda þess árs. Ekki er óvenjulegt að fleiri stúlkur séu teknar inn, að sögn Bjarna Gunnarssonar, konrekt- ors MR. Þetta sé þó ívið meira en oftast hafi verið. Ekki var reynt að jafna hlutfallið milli kynjanna. Miðað var við einkunnina 8,4 á náttúrufræðibraut og 8,2 á mála- braut þegar umsækjendur voru metnir. Í Verzlunarskóla Íslands er hlutfallið hærra. Stúlkur eru um 63 prósent þeirra sem fengu inn- göngu fyrir næsta skólaár og pilt- ar um 37 prósent. Inngöngu fengu 308 nemendur; 194 stúlkur og 114 piltar. Engin sérstök viðmiðunar- einkunn var í Verzló en langflest- ir nemendur voru með yfir 8,5 í meðaleinkunn úr grunnskóla. Ekki er búið að taka tölur um kynjahlutfall saman í Menntaskól- anum við Hamrahlíð að sögn G. Pálma Magnússonar, konrektors MH. Verið er að vinna í því. Í fyrstu atrennu voru þeir lægstu sem komust inn með 7,5 í meðaleinkunn. Þegar taka átti inn þá sem völdu MH sem auka- val þurfti hins vegar að vísa fólki frá sem var langt yfir 8,5 í meðal- einkunn. „Við bjuggumst ekki við að Verzló og MR vísuðu fólki með svona háar einkunnir frá,“ segir Pálmi. - vsp Kynjahlutfall mjög ójafnt í vinsælustu framhaldsskólunum á næsta skólaári: Piltar í miklum minnihluta TOLLERING Í MR Töluvert fleiri stúlkur en piltar verða tolleraðar næsta haust. Um 57 prósent nemenda sem teknir voru inn fyrir næsta skólaár voru stúlkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.