Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 12
12 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Siv Friðleifsdóttir skrifar
um umhverfismál
Þann 15. júní var lögð fram þingsálykt-unartillaga á Alþingi um að unnin
verði landnýtingaráætlun fyrir ferða-
mennsku á miðhálendinu, þannig að unnt
sé að taka vel á móti ferðamönnum á
hálendinu án þess að ganga of nærri því.
Höfundur er fyrsti flutningsmaður en
þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutnings-
menn.
Ferðamönnum á Íslandi fjölgar ört. Í ár er reikn-
að með smávægilegri fækkun vegna efnahags-
þrenginga á alþjóðavettvangi en líklega fjölgar
ferðamönnum aftur strax á næsta ári. Síðustu
fimm ár hefur erlendum ferðamönnum hér fjölgað
um 9,8% á ári. Um 502.000 ferðamenn sóttu landið
heim árið 2008. Miðað við áframhaldandi aukn-
ingu má vænta þess að yfir ein milljón erlendra
ferðamanna sæki landið heim upp úr 2016. Jafn-
framt er líklegt að Íslendingar kjósi í auknum
mæli að ferðast innanlands næstu ár. Til að hægt
sé að taka á móti þessum fjölda án þess að skemma
viðkvæma náttúru eða upplifun ferðamannanna
er mikilvægt að kanna þolmörk ferðamannastaða.
Slíkar kannanir hafa verið unnar að einhverju
leyti, en auka þarf allt rannsóknarstarf á þessu
sviðið.
Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grund-
velli hreinnar óspilltrar náttúru þar
sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt
landslag og ósnortin víðerni. Kannanir
Ferðamálastofu sýna að 76% erlendra
ferðamanna koma til að upplifa íslenska
náttúru. Í Háskóla Íslands hefur verið
lagður grunnur að kortlagningu ósnort-
inna víðerna. Fyrstu niðurstöður sýna að
42% landsins flokkast til ósnortinna víð-
erna, og þá er ekki tekið tillit til raflína
Landsnets nema að litlu leyti þar sem slík
gögn eru ekki aðgengileg. Samkvæmt þessari
flokkun eru ósnortin víðerni án jökla innan við
31% landsins. Því er brýnt að huga vel að þessum
landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki.
Gert er ráð fyrir að framangreind landnýtingar-
áætlun verði unnin undir forustu iðnaðarráð-
herra og umhverfisráðherra. Við vinnslu henn-
ar skal hafa samráð hagsmunaaðila í greininni.
Einnig er nauðsynlegt að leita til sérfræðinga,
svo sem í ferðamálafræðum, við undirbúning og
vinnslu áætlunarinnar. Æskilegt væri að klára
vinnslu hennar fyrir árslok 2015. Ferðaþjónustan
skilar vaxandi gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og
námu þær um 110 milljörðum króna á síðasta ári.
Gjaldeyristekjur Íslands það ár skiptust þannig
að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum
og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Það er því til
mikils að vinna.
Höfundur er alþingismaður.
Ferðamennska á hálendinu
SIV
FRIÐLEIFSDÓTTIR
Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Gríms-
nesi, var að alast upp á Brúsa-
stöðum í Þingvallasveit kom
farandkennari á veturna, bjó
á heimilinu um hríð og kenndi
börnunum. Þetta var ung kona,
Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðs-
kennari og í miklum metum hjá
fjölskyldunni. Þegar Sesselja
ákveður að stofna heimili fyrir
munaðarlaus börn og koma þeim
til manns, fer hún utan til að afla
sér þekkingar og reynslu og biður
föður sinn að fylgjast með ef
gott jarðnæði losnar í nágrenni
Reykjavíkur meðan hún er
erlendis, því hún ætlar að stunda
búskap. Hún skrifar gamla kenn-
aranum sínum um hagi sína og
framtíðaráform, og Unnur svarar
um hæl, samgleðst henni og
hvetur til dáða. „Lærðu það sem
veitir þér atvinnu og peninga,
svo að þú þurfir ekki að vera upp
á aðra komin, svo þú getir verið
sjálfstæður borgari, hvort heldur
er karl eða kona.“ Þetta var árið
1927.
Þessi framsýni kennari kveðst
ekki komast suður eins og fyrir-
hugað hafi verið vegna veikinda,
en biður Sesselju að orða það ekki
við neinn: „Því ég vil ekki vera í
hvers manns munni lasin!“ skrif-
ar hún.
Virðing og vorkunnsemi
Unnur hefur bersýnilega verið
læs á mannlegt eðli og samfé-
lagshegðun, þar sem hinn sterki
nýtur virðingar en sá veiki vor-
kunnar. Oft samúðar og sam-
kenndar, en vorkunnsemin er
yfirleitt ekki langt undan. Og
hver vill láta vorkenna sér? Varla
margir. Virðing og vorkunnsemi
eru sjaldan samstíga.
En ekki verður við öllu séð.
Nú erum við Íslendingar í hvers
manns munni lasnir, hvort sem
okkur líkar betur eða verr. Fjár-
hagslegt heilsuleysi þjóðarinnar
vekur ýmist undrun, vorkunn-
semi eða reiði annarra þjóða.
Við ber að Íslendingar á erlendri
grund kjósi að leyna þjóðerni
sínu, og er það nýmæli, svo ekki
sé meira sagt.
Það er hart að missa virðingu
annarra þegar eitthvað bjátar
á, en verra ef sjálfsvirðingin er
ekki nógu sterk til að standa það
af sér. Öllum líður best umvafð-
ir velvild og virðingu, það segir
sig sjálft, en aldrei verður of oft
á það minnt, að sá sem sækir
sjálfsvirðingu sína og sjálfstraust
í álit annarra er á hálum ís. Það
er eins og að afhenda öðrum fjar-
stýringu að eigin líðan og láni.
Framtíðarsýn
Hvernig erum við svo að höndla
þetta efnahagslega heilsuleysi og
fylgikvilla þess?
Svona og svona, er það ekki?
Stjórnmálamenn eru að tapa
trausti með því að taka ekki
þjóðina með sér í þennan flókna
leiðangur, þó að henni sé ætlað
að fjármagna hann. Hafi áður
verið gjá milli þings og þjóðar,
hefur hún breikkað ef eitthvað
er. Flestir laga sig að breyttum
aðstæðum, draga saman, og lífið
hefur sinn vanagang, en allt
of margir eiga þess ekki kost.
Mærðarhjal á Alþingi og í frétta-
viðtölum hjálpar því fólki ekki
neitt. Ungt fólk flytur unnvörpum
til útlanda ef það á þess kost.
Ungur maður sem ég þekki flutti
til Noregs með fjölskyldu sína
fyrir nokkrum mánuðum, og fékk
þar góða vinnu og fínt húsnæði.
Hann kom til landsins í nokkra
daga og fannst allt vera við það
sama. „Það er ótrúlegt frelsi að
vera laus við þessa umræðu,“
sagði hann með áherslu.
Ætla má að við náum vopn-
um okkar og virðingu í augum
umheimsins smám saman á
næstu árum ef vel tekst til, en
þangað til verður eflaust þungt
undir fæti. Spurningin er hins
vegar hvort bærileg eining eða
ósættanlegt sundurlyndi verður
með þessari þjóð, sem allir eru að
tala um. Þessari þjóð, sem er svo
auðug og lángefin á mörgum svið-
um, en skortir annað. Til dæmis
skilning á þeim sannindum, að sá
sem á lítið er ekki fátækur, held-
ur hinn, sem fær aldrei nóg.
Núna skiptir mestu að horfa
fram á veginn. Fá skýra fram-
tíðarsýn sem þessi fámenna og
þrasgefna þjóð getur sameinast
um. Það er búið að tala, skrifa og
rífast nóg um það sem liðið er. Nú
er komið að því að rífa sig upp
úr farinu, því að fortíðin er til að
læra af – ekki til að lifa í!
Efnahagslegt heilsuleysi
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG | Samlynd þjóð
eða sundurlynd
Þ
á voru þeir ekki eins vondir í skapinu, pólitíkusarnir,“
sagði Gísli Halldórsson arkitekt í viðtali í Morgunblað-
inu á sunnudag. Ummælin féllu í kjölfar frásagnar af
því stórmerka átaki þegar ráðist var í umfangsmiklar
íbúðabyggingar í Reykjavík á sjötta áratugnum til að
koma þaki yfir höfuð hundraða fjölskyldna sem bjuggu í lekum
og köldum bröggum vítt og breitt um borgina.
Átakið var samhent og að því komu stjórnmálamenn í bæ og
ríki, félagasamtök og fleiri. Menn voru sammála um að við ríkj-
andi ástand mætti ekki búa og sammæltust um að finna lausn á
vandanum.
Nú, röskri hálfri öld síðar, er við býsna mikinn vanda að etja
í íslensku samfélagi. Og einmitt þegar þörf er á samheldni og
samstöðu eru pólitíkusarnir vondir í skapinu.
Ástand efnahagsmála er hrikalegra en svo að tólf manna rík-
isstjórn ráði við það. 34 manna þingmeirihluti tveggja stjórn-
málaflokka dugar heldur ekki til. Þegar viðfangsefnið er að búa
svo um hnúta að nú og eftirleiðis verði lífvænlegt á Íslandi þarf
allar hendur á árarnar.
Meðal verkefna er að gera bankana eins vel starfhæfa og
mögulegt er, fjalla um skuldir heimilanna, ráðast gegn atvinnu-
leysinu, styrkja starfsumhverfi fyrirtækjanna, leysa Icesave-
deiluna, bæta stöðu sveitarfélaga, ræða aðkomu lífeyrissjóða að
endurreisninni, afla lánsfjár í útlöndum, spara stórlega í ríkis-
rekstrinum, styrkja krónuna og endurhugsa tekjuöflun ríkisins,
svo eitthvað sé nefnt.
Svo þarf að hafa í huga að margvíslegar afleiðingar ástandsins
eru fjarri því komnar í ljós. Á næstu mánuðum og árum mun
þjóðin líklega glíma við félagsleg og heilsufarsleg vandamál af
áður óþekktri stærðargráðu. Undir það þarf að búa félags- og
heilbrigðiskerfið.
Þá er réttarfarshliðin ónefnd en stjórnmálamenn verða að gæta
að því að rannsóknir, ákærur og dómsmeðferðir gangi eðlilega
fyrir sig. Líka refsingar ef og þegar þar að kemur.
Það er sem sagt mikið að gera á pólitískum vettvangi og verk-
efnin geipilega mikilvæg.
Við þessar aðstæður er ekki rúm fyrir hefðbundið pólitískt
þras. Stælar og skens verða að víkja fyrir viljanum til að vinna
saman að lausnum. Hvíla þarf alla tilburði sem ekki eru til ann-
ars en að fella pólitískar keilur. Þeir sem ekki treysta sér til að
vinna þvert á flokkslínur þurfa að segja sig frá verkinu og kalla
til varamenn. Flokksformenn þurfa að sýna gott fordæmi. Bæði
í röðum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga.
Með þessu er ekki átt við að allir eigi að vera sammála heldur
er bent á þörfina fyrir endurnýjað hugarfar og ný vinnubrögð. Og
stjórnmálamenn eru vinsamlegast beðnir um að hætta að vera
svona vondir í skapinu.
Má biðja um svolitla samstöðu og samheldni?
Vondir í skapinu
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR
Ástand efnahagsmála er hrikalegra en svo að tólf
manna ríkisstjórn ráði við það
Ef Jón lifði
Íslendingar standa andspænis
stórum vanda og þurfa fyrir vikið
að svara knýjandi spurningum.
Til dæmis: Í hvaða flokki væri Jón
Sigurðsson ef hann væri á lífi í dag?
Sturla Böðvarsson sagði í Þjóðhá-
tíðarræðu á Hrafnseyri að líklega
væri hann í Sjálfstæðisflokknum.
Einhverjir hafa þó orðið til að
mótmæla og ljóst að þetta
mál þarf að ræða betur
þar til endanleg niður-
staða fæst. Í leiðinni væri
kannski hægt að skera
endanlega úr um hvort Jón
Sigurðsson borðaði frekar
Hlöllabáta eða Nonna-
báta væri hann á
lífi í dag.
„Björtustu“ Íslendingarnir
Þá er það spurningin um hverjir
séu líkastir Bjarti í Sumarhúsum.
ESB-sinnar ganga að því sem vísu að
„Bjartastir“ séu þeir sem eru á móti
ESB-aðild. Hallur Hallsson tók hins
vegar annan pól í hæðina í Hrafna-
þingi á dögunum, og telur þvert á
móti að þeir sem eru hlynntir ESB-
aðild séu eins og Bjartur í Sumar-
húsum. Hér þarf að velta við
hverjum steini áður en botn
er fenginn í málið. Kannski
Halldór Guðmundsson og
Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson verði fengnir til að
kveða upp úr um hver
sé mesti Bjarturinn í
Kastljósi við tækifæri?
Þingmannalíf
Þá náðu umræðurnar á Alþingi
nýrri dýpt í gær þegar Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra og
Guðmundur Steingrímsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, deildu
um hvort frumvarp til laga um
bankasýslu ríkisins minnti meira á
skáldsögu eftir Franz Kafka eða Milan
Kundera. Áður en niðurstaða fékkst
í það mál steig Tryggvi Þór Herberts-
son í pontu og blandaði Carlo
Collodi, höfundi Gosa, í
leikinn. Þessi atburða-
rás er helst farin að
minna á mynd eftir
Þráinn Bertelsson.
Spurning hver sé Þór og
hver Danni.
bergsteinn@frettabladid.is