Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 16

Fréttablaðið - 23.06.2009, Side 16
 23. júní 2009 ÞRIÐJU- DAGUR 2 Ari Halldórsson í nýju húsnæði í Skúlatúni 2 sem verið er að standsetja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÖRN ættu samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar að hreyfa sig að lágmarki klukkustund á dag. Gönguferðir um hverfið í fylgd foreldra eða útileikir eru þar gott innlegg. Áhugi á innhverfri íhugun hefur blossað upp meðal Íslendinga eftir að David Lynch kvikmynda- leikstjóri var hér á ferð í vor. „David vill að sem flestir Íslend- ingar leggi fyrir sig innhverfa íhugun og stuðli þannig að samstill- ingu í þjóðarvitundinni. Því hefur hann gefið þjóðinni þrettán millj- ónir til niðurgreiðslu námskeiðs- gjalda,“ segir Ari Halldórsson, einn af kennurum Íslenska íhugunarfé- lagsins. Þegar hafa um 600 manns skráð sig á námskeið á www.ihug- un.is. Þau verða á kvöldin og um helgar og hefjast væntanlega 3. júlí í nýju húsnæði að Skúlagötu 2. „Við ætlum að kenna öllum þessum 600 en þeir komast ekki allir að í einu. Við getum kennt svona fimmtíu á viku og eftir það mætir fólk í einka- tíma í sex mánuði.“ Ari segir að innhverf íhugun sé einföld, náttúruleg tækni sem iðkuð sé í fimmtán til tuttugu mínútur kvölds og morgna, sitjandi með lokuð augu. Þegar hún sé iðkuð af hópi fólks sýni rannsóknir að hún stuðli að almennum framförum en dragi úr neikvæðum þáttum á borð við glæpi og ofbeldi. Um sex millj- ónir manna um allan heim hafi lært þessa tækni frá því að Maharishi Mahesh Yogi, upphafsmaður henn- ar, kynnti hana fyrir um fimmtíu árum, þar af um 3.000 Íslending- ar. Hann segir bæði nemendafjöld- ann og fjárframlag Davids verða til þess að námskeiðsgjöldin nú séu aðeins tíu þúsund krónur eða tíundi hluti þess sem þau séu venju- lega. „Það er markmiðið hjá David að gefa öllum hér á landi kost á að læra þessa tækni og þetta er örugg- lega eini staðurinn í heiminum sem það kostar svona lítið.“ - gun Einföld tækni SagaMemo er nýleg vara úr íslenskum lækningajurtum sem virðist geta unnið gegn minnis- tapi. Hún er í fljótandi formi og framleidd af SagaMedica. Sýnt hefur verið fram á að efni í íslenskri ætihvönn og blágresi dragi úr niðurbroti á boðefninu Acetylcholin sem er mikilvægt fyrir minnið. SagaMemo jurtaveig er framleidd úr þessum tveimur jurtategundum með 45 prósent alkóhóli. Virknin er sú sama og flestra þeirra lyfja sem notuð eru í dag sem meðferð við Alzheimer- sjúkdómnum. Mixtúran inniheldur lífvirk efni sem stuðla að víkkun æða og auknu blóðstreymi og þar með lækkun blóðþrýstings. Einn- ig eru efni í hvönn sem draga úr bólgum. SagaMemo mixtúran er tekin inn með teskeið. Þeir sem vilja forðast alkóhól geta sett hana í fimm mínútur í bolla af sjóðandi vatni og þá gufar alkóhólið upp. - gun Mikilvæg fyrir minnið Ætihvönn er íslensk lækningajurt. NORDICPHOTOS/GETTY Starfsfólk óskast Rammagerðin - Iceland Giftstore leitar að kröftugu og áhugasömu starfsfólki með góða tungumálakunnáttu í verslanir sínar í Hafnarstræti 19 og Skólavörðustíg 8. Áhugasamir hafi samband við Hilmar Má Aðalsteinsson rekstrarstjóra Iceland Giftstore, sími 691 7746, hilmar@rammagerdin.is „Mundu að þú hefur alltaf val um að líta jákvætt eða neikvætt á hlutina. Jákvætt hugarfar og viðhorf stuðlar að eigin andlegri vellíðan og hefur einnig jákvæð áhrif á alla sem umgangast þig.“ eirberg.is • 569 3100 • S Fæst í apótekum Rodalon – alhliða hreinge og sótthreinsun • Fyrir baðherbergi • Eyðir lykt úr íþrótt • Vinnur gegn mygl • Fjarlægir óæskile • Eyðir fúkka úr tjöl teg. Amelie - virkileg og haldgó ur í D,DD,E á kr. 9.990,- teg. 810858 - létt fylltur og glæsilegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- teg. 76431 - mjúkur og mjög fallegur í CD skálum á kr. 3.950,- fl ottar boxer buxur í stíl á kr. 1.950,-” Verð 6.885 kr. Verð 5.885 kr. Heilsuboðorðin tíu úr bókinni 500 hollráð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.