Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 26
22 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR Vodafonev., áhorf.: 987 Valur ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11-9 (4-4) Varin skot Haraldur 4 – Albert 2 Horn 6-3 Aukaspyrnur fengnar 15-14 Rangstöður 3-3 ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 3 (32., Pétur Rúnólfs. 5) Andrew Mwesigwa 2 (46., Tony Mawejje 6) Eiður Sigurbjörnsson 4 Matt Garner 4 Cristopher Clements 5 Yngvi Borgþórsson 6 Andri Ólafsson 6 Bjarni R. Eiríksson 4 (74., Viðar Kjartans. -) Þórarinn Valdimars. 5 Ajay Leitch-Smith 6 VALUR 4–4–2 Haraldur Björnsson 6 Reynir Leósson 5 Atli Sv. Þórarinsson 4 Guðmundur Mete 5 Bjarni Ólafur Eiríks. 5 Ólafur Páll Snorras. 6 Baldur Bett 5 Ian David Jeffs 5 Pétur G. Markan 6 (67., Baldur Aðalst. 5) *Helgi Sigurðs. 6 (79., Einar Marteins. -) Marel J. Baldvins. 6 *Maður leiksins 1-0 Pétur Georg Markan (1.) 2-0 Ólafur Páll Snorrason (9.) 2-0 Þorvaldur Árnason (7) sport@frettabladid.is BREIÐABLIK 2-1 STJARNAN 0-1 Arnar Már Björgvinsson (49.) 1-1 Alfreð Finnbogason (58.) 2-1 Kristinn Steindórsson (68.) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.347 Jóhannes Valgeirsson (3) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12-15 (6-5) Varin skot Ingvar 4 – Bjarni 3 Horn 9-5 Aukaspyrnur fengnar 13-12 Rangstöður 5-2 Breiðablik 4–2–3-1 Ingvar Þór Kale 5 - Arnór Sv. Aðalsteinsson 5, Guðmann Þórisson 6, Kári Ársæls- son 6, Kristinn Jónsson 6 - Finnur Orri Margeirs. 4, Guðmundur Kristjánsson 7 - Olgeir Sigurgeirsson 5, Arnar Grétars. 7, Kristinn Steindórs. 6 (89., Haukur Baldvins.-) - *Alfreð Finnbogason 7 Stjarnan 4–3–3 Bjarni Þórður Halldórsson 4 - Guðni Rúnar Helgason 6, Daníel Laxdal 7, Tryggvi Bjarnason 6, Hafsteinn Rúnar Helgason - Björn Pálsson 4, Birgir H. Birgisson 3 (90., Bjarki Páll Eysteins.-) , Steinþór F. Þorsteinsson 6 - Arnar M. Björgvinsson 6 (76., Magnús Björgvins. -), Halldór Orri Björns. 4, Ellert Hreins. 2 *Maður leiksins STAÐAN: FH 8 7 0 1 22-6 21 Stjarnan 8 5 1 2 21-11 16 Valur 8 5 1 2 11-8 16 Fylkir 8 4 2 2 14-9 14 KR 8 4 2 2 14-9 14 Keflavík 8 4 2 2 14-2 14 Breiðablik 8 3 2 3 13-14 11 Fram 8 2 2 4 9-10 8 Grindavík 8 2 1 5 10-20 7 ÍBV 8 2 0 6 7-13 6 Þróttur 8 1 2 5 6-18 5 Fjölnir 8 1 1 6 9-20 4 PEPSI-DEILDIN VISA-BIKAR KARLA Dráttur 16-liða úrslitanna: Fram - Grindavík Breiðablik - Höttur ÍBV - FH Fylkir - Fjarðabyggð Valur - KA Víðir - KR HK - Reynir Sandgerði Keflavík - Þór Akureyri Leikirnir fara fram 5. og 6. júlí. > Eiður Smári kominn á sölulista Sky greindi frá því í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri kominn á sölulista hjá Barcelona og að þjálfari liðsins, Pep Guardiola, hefði tjáð honum að hann væri ekki í framtíðarplönum félagsins. Eiður Smári á eitt ár eftir af samningi sínum við félag- ið. Vitað er að einhver ensk félög hafa áhuga á Eiði og þar á meðal Black- burn. Tyrkneska félagið Besiktas er einnig sagt hafa áhuga. Hermt er að Barcelona vilji fá fimm milljónir evra fyrir Eið. Valsmenn sigruðu ÍBV, 2-0, á heimavelli sínum að Hlíðarenda í gær með því að keyra yfir andstæðinga sína í byrjun leiks. Eftir aðeins átta sekúndna leik hafði Pétur Georg Markan komið Val yfir þegar hann nýtti hraða sinn og refsaði Eyjamönnum fyrir fyrstu mistök þeirra í leiknum. Á níundu mínútu hafði Ólafur Páll Snorrason aukið forystu Vals í 2-0 en yfirburðir Valsmanna í fyrri hálfleik voru mjög miklir og þá sérstaklega fyrsta hálftímann þegar aðeins eitt lið var á vellinum. Valsmenn hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk á þeim tíma en hittu ekki markið. Willum Þór Þórsson þjálfari Vals er á Englandi á þjálfaranámskeiði og var eins og fjarvera þjálfarans færði leikmönnum Vals aukið frelsi á vellinum en Þorgrímur Þráinsson stýrði liðinu í fjarveru Willums. „Stundum koma tímabil í fótbolta þar sem, eins og góður listamaður segir, menn eru í flæði og muna ekki stundina og ég held að Pétur Georg muni ekki markið sem hann skoraði, honum leið svo vel á vellinum,“ sagði Þorgrímur eftir leikinn og bætti við. „Þegar mönnum líður vel innan vallar þá gerast góðir hlutir og ég held að mönnum hafa liðið vel í leiknum. Menn höfðu frelsi til að hlaupa út úr stöðum og hreyfðu sig vel án bolta og það er alltaf erfitt að spila gegn liðum sem leika þannig.“ Eyjamenn voru meira með boltann eftir hlé en náðu ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri þó nokkrum sinnum hafi munað mjóu. „Það var gott að setja tvö mörk í upphafi. Eyjamenn eru mjög öflugir eins og sást í seinni hálfleik þegar þeir voru dýrvitlausir. Við vitum að 2-0 forysta er ekki mikið og það þarf ekki nema eitt slys til að allt fari í baklás, en mér fannst við spila þétt og öflugt í síðari hálfleik og halda fengnum hlut,“ sagði Þorgrímur. „Við höfum haldið hreinu í nokkra leiki í röð og nú þurfum við að blómstra aðeins betur fram á við og þá er þetta komið.“ „Það er gaman að vera falin einhver ábyrgð og standa undir press- unni en þetta er fyrst og fremst sigur strákanna,“ sagði Þorgrímur að lokum. -gmi PEPSI-DEILD KARLA: VALSMENN UNNU 2-0 SIGUR GEGN NÝLIÐUM ÍBV Á VODAFONE-VELLINUM Í GÆRKVÖLDI Frábær byrjun dugði Valsmönnum til sigurs FÓTBOLTI Blikar eru komnir á beinu brautina eftir flottan sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Leik- urinn var vel leikinn af beggja hálfu en Blikarnir ívið sterkari og áttu sigurinn skilinn þó svo hann hafi verið afar tæpur. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og stýrðu umferð- inni framan af. Þeim gekk þó illa að skapa sér opin færi en hefðu að ósekju mátt skjóta meira fyrir utan enda virkaði Ingvar Kale taugaóstyrkur í markinu. Blik- arnir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Klipptu sinn gamla félaga, Steinþór Frey, út úr leikn- um og með Arnar Grétarsson og Guðmund Kristjánsson sterka á miðjunni tóku þeir völdin af Stjörnumönnum. Heimaliðinu gekk þó ekkert mikið betur að fá opin færi en gestunum en varnir beggja liða stóðu vaktina afar vel í fyrri hálfleik. Sýning í seinni hálfleik Það var skammt liðið á seinni hálfleik þegar gestirnir náðu forystunni. Bjarni Þórður varði skalla frá Alfreð, negldi boltan- um fram þar sem Finnur Orri hitti hann ekki. Arnar Már slapp fyrir vikið einn í gegn og skoraði með því að setja boltann í stöng- ina og inn. Skelfileg mistök hjá Finni Orra en smekklega gert að sama skapi hjá Arnari Má. Hans sjöunda mark í sumar . Ég fullyrði að enginn leikmað- ur hefur þurft að afreka annað eins og Arnar til þess að komast í byrjunarlið í íslenska boltanum en þetta var aðeins í annað sinn sem hann er í byrjunarliðinu í sumar. Aðeins tíu mínútum síðar skor- aði Alfreð Finnbogason eitt af mörkum sumarsins. Tók frákast fyrir utan teig og var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði knettinum í nærskeytin. Algjör- lega óverjandi. „Menn eru eitthvað að tala um að ég sé einhver potari. Ég þurfti að afsanna það. Ég smellhitti hann og það var ákaflega ljúft að sjá boltann í netinu,“ sagði Alfreð um markið. Blikar voru ekki hættir því Kristinn Steindórsson kom þeim síðan yfir eftir klaufaskap Stjörnu-manna. Aftur klikkaði hreinsun úr teignum, boltinn fór beint í fætur Kristins sem var ekkert sérstaklega vel staðsettur en sá að Bjarni stóð framarlega í markinu. Hann lét vaða og smell- hitti boltann sem sigldi glæsilega upp í fjærhornið. Stjörnumenn seldu sig dýrt undir lokin, sóttu grimmt og freist- uðu þess að jafna. Næst því komst Steinþór er hann átti skot í slána. Blikar horfa upp á við „Þetta var ákaflega ljúft. Það er ekki hægt að neita því. Ekkert betra en að lenda undir og koma til baka. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að blanda okkur í efri hlutann sem við ætlum okkur svo sannarlega,“ sagði Alfreð Finnbogason Bliki. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir leik. „Þetta var jafn leikur og sig- urinn hefði getað lent hjá báðum liðum. Við föllum allt of mikið til baka eftir að við skorum en komum úr skelinni aftur en það gekk ekki því miður,“ sagði Bjarni. Breiðablik komst upp um eitt sæti með sigrinum, í það sjöunda, en Stjarnan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar nú fimm stigum á eftir toppliði FH. henry@frettabladid.is Sannkölluð sýning í síðari hálfleik Nágrannaliðin Breiðablik og Stjarnan gáfu áhorfendum peninganna virði með mikilli skemmtun í síðari hálfleik á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Eftir að hafa lent undir komu Blikar til baka og sigruðu leikinn, 2-1, með glæsimörkum Alfreðs Finnbogasonar og Kristins Steindórssonar. Stjarnan nú fimm stigum á eftir FH. MARKASKORARI Alfreð Finnbogason skor- aði fyrra mark Breiðabliks í gærkvöld en hann hefur verið iðinn við kolann í upp- hafi móts og er kominn með sex mörk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.