Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 23.06.2009, Síða 30
26 23. júní 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. tvíhljóði, 8. tækifæri, 9. smáskilaboð, 11. ónefndur, 12. vegna, 14. nirfill, 16. í röð, 17. struns, 18. í viðbót, 20. gjaldmiðill, 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. sitjandi, 3. skammstöfun, 4. land í Evrópu, 5. tálbeita, 7. umhirða, 10. skjön, 13. dvelja, 15. listi, 16. skraf, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. au, 8. lag, 9. sms, 11. nn, 12. sökum, 14. nánös, 16. mn, 17. ark, 18. auk, 20. kr, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. rass, 3. al, 4. danmörk, 5. agn, 7. umönnun, 10. ská, 13. una, 15. skrá, 16. mas, 19. ku. „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson, blaðamaður og eftirherma, sem nú fæst við að rita endurminning- ar Gylfa Ægissonar tón- og mynd- listarmanns. Sólmundur, sem vann eftirminnilega eftirhermukeppni sem Logi Bergmann gekkst fyrir á sínum tíma, hefur fengist við að koma fram á skemmtunum og hermir eftir ýmsum: „Ég er með helling. Gömlu sem hafa fylgt mér lengi eru Pálmi [Gunnars- son], Olsen-bræður, Shaggy ... gull- in mín. Sé reyndar fram á að Sig- mundur Davíð verði einn af þeim. Svo er það Jónas Kristjánsson en ég hermi nú helst eftir honum fyrir kollegana. Já, og svo auðvitað Gylfi – sem er algert eftirlæti mitt og áhorfenda.“ Sólmundur, sem hefur á sínum blaðamannsferli ritað ýmsar fréttir af Gylfa („já, það hefur aldrei þurft að pína mig til að hringja í hann,“) segir þetta verkefni hafa orðið nánast fyrir tilviljun. „Gylfi hringdi í mig út af öðru og ég fór að spyrja hann hvort hann væri ekki farinn að skrifa ævisögu sína. Hann sagði svo ekki vera en spurði hvort ég vildi bara ekki taka þetta að mér. Ég hélt það nú enda mikill aðdáandi Gylfa eins og flestir sem einhver samskipti við hann eiga.“ Þeir félagar hafa nú hist margoft og talað mikið saman í síma. Sólmundur hefur stúderað Gylfa úr fjarlægð en nú, eftir að svo mikil kynni tókust með þeim félögum, segir Sólmundur eitt og annað hafa komið sér á óvart. „Gylfi er miklu dýpri persóna en ég hélt hann væri. Hann er ekki bara sjúddírarírei þó ekkert orð lýsi manninum betur. Hann er eitt stórt sjúddírarírei.“ Sólmundur vonar að bókin verði tilbúin í haust að því gefnu að þeir séu báðir sáttir. „Það þarf að gera þetta vel enda mörg fyllerí og hjónabönd sem þarf að dekka,“ segir Sólmundur og er þakklátur Gylfa fyrir að treysta sér fyrir þessu mikla og þarfa verki. Eng- inn útgefandi er enn inni í mynd- inni en Sólmundur býst við að þeir stökkvi á þennan gullmola. „Gylfi selur, við sjáum það bara best á disknum sem Papar voru að gefa út með lögum hans. Ann- ars er ég ekki í þessu út af pen- ingunum. Samveran með Gylfa er ómetanleg og svo kem ég til með að ná honum þúsund sinnum betur eftir þetta.“ Verkefnið leggst vel í sjálfan Gylfa sem og nafn bókar- höfundar: „Í sól og sumaryl. Þetta verður fínt samstarf. Ég legg öll spil á borðið og hlífi mér hvergi ekki frekar en vanalega. En ég vil ekki særa neinn. Ef við fáum eitthvað fyrir bókina vil ég ekki eyða því öllu í lögfræðinga. En þær eru margar sögurnar,“ segir Gylfi Ægisson. jakob@frettabladid.is SÓLMUNDUR HÓLM: RITAR ÆVISÖGU GYLFA ÆGISSONAR Féll fyrir viðfangsefninu GYLFI OG SÓLMUNDUR Bókin kemur væntanlega út fyrir jól en þó ekki fyrr en báðir eru sáttir enda mörg fylleríin og hjónaböndin sem þarf að dekka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Akkúrat núna er ég að hlusta á The William Blakes, ég sá þá spila á tónleikum í Árósum fyrir nokkru og þeir hafa verið uppá- haldið mitt síðan þá. Hljóm- sveitin Bárujárn er svo nýja uppáhalds íslenska hljómsveitin mín þessa dagana.“ Hanna Björk Valsdóttir, framleiðandi Draumalandsins „Já, það er rétt. Það var brotist inn aðfaranótt sunnudags,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmda- stjóri Forlagsins. Hann hlýtur að hafa verið menn- ingarlega þenkjandi maðurinn sem braust inn í bókaútgáfuna Forlagið snemma að morgni sunnudags. Egill telur líklegt að hann hafi viljað ná sér í spennandi bók um hrunið eða góða kilju fyrir háttinn. En þegar þjófavarnakerfið gall við þá lét hann sig hverfa og var svo gripinn af lögreglu, sem brást skjótt við, fljótlega í kjölfarið. Var hann þá tómhentur og Egill sakn- ar einskis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var maðurinn í svo annarlegu ástandi að fyrst eftir að lögreglan hafði hendur í hári hans stóð hún í þeirri meiningu að inn- brotsþjófurinn væri finnskur. „Þetta gerðist í kjölfar mik- illar sumargleði Forlagsins sem var hér á laugardagskvöld. Gleðin var mikil. Höfundum var boðið og héldu menn fyrst að einhver hefði snúið til baka til að halda gleðinni áfram,“ segir Egill Örn furðu létt- ur í bragði miðað við að hafa orðið fyrir því, í hinu rólega hverfi þar sem Forlagið er við Bræðraborg- arstíg, að fá í heimsókn þennan óboðna gest. - jbg Bókhneigður innbrotsþjófur EGILL ÖRN Eftir sumarfögnuð í húsa- kynnum Forlagsins mætti menningar- sinnaður innbrotsþjófur í svo annarlegu ástandi að lögreglan hélt að hann væri finnskur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Rásar 2, kynnti fyrir skemmstu breytingar á morg- undagskrá Rásar 1 og 2. Þannig færðist Morgunvaktin af Rás 1 yfir á Rás 2 og heyrir undir fréttastjór- ann Óðinn Jónsson. Lára Ómarsdóttir og Freyr Eyjólfsson tóku við af Hrafnhildi Halldórsdóttur og Guðrúnu Gunnars- dóttur sem færðar voru til annarra starfa. Morgunblaðið gerði sér mat úr þess- um tilfærslum í Staksteinum og taldi víst að þarna væru duldar sparnaðaraðgerðir á ferðinni. Svo mun þó ekki vera, enda missir enginn vinnuna. Ástæðan mun einfaldlega vera sú að yfirmenn í Efstaleiti vilja bregð- ast við sífellt minnkandi hlustun á stöðina sem að sögn kunnugra hefur fallið um tíu prósent á einu ári. Fækkun hlustenda Rásar 2 er aðallega í yngri aldurshópum sem þykir ekki gott til langframa. Nokkur titringur hefur verið hjá útvarpsfólki eftir þessar aðgerðir enda búast fáir við að þeim sé lokið. Fréttablaðið greindi frá því hér á þessum stað að þríeykið Sveppi, Auddi og Eiddi [Eiður Smári Guðjónsen] hefði farið í mikla reisu til USA, sannkallaða stjörnuferð, og voru John Terry og fleiri kappar með í för. Eitthvað lentu þeir félag- ar í vandræðum á heimleiðinni því einn þeirra, Andri Sigþórsson, fyrrverandi knattspyrnukappi, tap- aði vegabréfinu sínu. Eiður mun hafa leyst úr þeim vandræðum og komst einhvern veginn hjá þeim farartálma með því að panta einka- flugvél sem ferjaði þá félaga heim á leið. Icelandair varð af því að hafa þessa skemmtilegu farþega með í sinni vél. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er auglýsing fyrir LG. Sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Þeir fram- leiða meðal annars síma og þetta er sjónvarpsauglýsing fyrir nýjan háþróaðan síma. Míní-bíómynd sem fjallar um það þegar frum- maðurinn kemst í snertingu við hátæknina,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus. Um helgina síðustu var hér töku- lið frá frönskum framleiðanda sem var að taka upp sjónvarps- auglýsingu fyrir stórfyrirtækið LG. Pegasus var framleiðandi hér á Íslandi. Að sögn Einars Sveins komu fjölmargir Íslendingar að málum, meðal annars tíu manna hópur leikara og dansara sem brugðu sér í líki frummannsins. Leikararnir Ólafur Darri og Atli Rafn léku frummenn. Að sögn Ólafs Darra má hann ekkert tjá sig um auglýsinguna vegna ákvæða í samningi sem hann skrifaði undir. Þá voru hér hvorki meira né minna en átta gervasérfræðingar og með þeim starfaði gervamaðurinn Stef- án Jörgen – einn fremsti gervasér- fræðingur landsins. Einar Sveinn vill ekki nefna neinar kostnaðartölur en segir þó fyrirliggjandi að þetta hafi verið umfangsmikil framleiðsla. Og kærkomnar gjaldeyristekjur. „Leikstjóri auglýsingarinnar er Zavier Mairess, sem er vinsæll auglýsingaleikstjóri frá Belgíu,“ segir Einar Sveinn. Ekki er vitað hvenær auglýsingin verður sýnd. - jbg Léku frummenn í alþjóðlegri auglýsingu ÓLAFUR DARRI OG ATLI RAFN SEM FRUMMENN Auglýsingin fjallar um það þegar frummaðurinn kemst í snertingu við hátæknina. PARKET TILBOÐ Rafmagnspottar og hitaveituskeljar Í MIKLU ÚRVALI. VERÐ FRÁ 198.000,-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.