Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 6

Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 6
6 26. júní 2009 FÖSTUDAGUR Í framhaldi af grein á miðvikudag um verðlagningu í evrum í Kerlingarfjöllum hefur Páll Gíslason, sem rekur ferðaþjón- ustuna þar, breytt verðlistanum svohljóð- andi: „Í fyrsta lagi tókum við gengisvísi- töluna 190 sem sumarvísitöluna, í trausti þess að krónan styrkist. Þannig lækkaði verð almennt. Í öðru lagi þá gerðum við þá breytingu að börn innan 12 ára fá frítt á tjaldstæðið og unglingar í fylgd með for- eldrum, 12-14 ára, fá 50% afslátt. Þannig teljum við okkur hafa komið mjög vel til móts við þarfir íslensks fjölskyldufólks.“ En það er víðar en í Kerlingarfjöllum sem menn eru farnir að „verðleggja Íslend- inga út af kortinu“. Síðan í haust hefur Bláa lónið miðað sitt verðlag við evrur. Þar kostar nú 3.400 kr. (20 evrur) ofan í. Eld- ing, hvalaskoðunarfyrirtækið í Reykjavík, rukkar útlendinga í evrum, 45 evrur kost- ar ferðin, 8.000 kr. Þeir fáu Íslendingar sem leggja leið sína í hvalaskoðun fá hins vegar ferðina á 5.000 krónur, líklega af samúðarástæðum. Á ónefndum bar var ferðamanni boðið að skipta evrum á genginu 120 kr., sem vit- anlega er nokkuð vel í lagt fyrir barinn. Sé fólk með erlenda ferðamenn á sínum snær- um er því ekki úr vegi að vara þá við því ferðamannahagkerfi sem hér virðist vera að myndast í kreppunni. Það er óneitan- lega á nokkuð gráu svæði. ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Neytendur: Er tvöfalt hagkerfi að myndast? Ferðamannahagkerfið og hitt Þjófur með óútskýrt grillkjöt Lögregla handtók mann á þrítugsaldri í Kópavogi í fyrrinótt fyrir innbrot í tvo bíla. Maðurinn hafði muni á brott úr öðrum bílnum og var færður í fanga- geymslur. Á honum fundust kynstur af grillkjöti sem hann gat ekki útskýrt hvar hann hafði fengið. Verðmætum stolið í Árbæ Tilkynnt var um innbrot í Árbæ í fyrrinótt. Þar hafði þjófur látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum. Karlmaður á fimmtugsaldri var hand- tekinn vegna málsins og viðurkenndi að hafa verið að verki. Unnið er að því að endurheimta þýfið. Dekkjaþjófar á ferð Nagladekkjum var stolið úr fyrirtæki í Mosfellsbæ og dekkjaþjófar voru einnig á ferð í Hafnarfirði. Vegna síðarnefnda málsins voru tveir menn á þrítugsaldri handteknir. Þrír gaskútar hurfu Lögreglan fékk tilkynningu um það í fyrradag að tveimur gaskútum hefði verið stolið í Grafarvogi. Þá barst einnig tilkynning um gaskútsstuld í Mosfellsbæ. LÖGREGLUFRÉTTIR FÉLAGASMÁL Barnaheill og Ríkis- lögreglustjóri undirrituðu í gær samning þess efnis að ábending- ar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu færu framveg- is beint til lögreglu. Frá árinu 2001 hefur Barnaheill starfrækt ábendingalínu þar sem fólk getur komið fram með upplýsingar um hugsanlegt ofbeldi á netinu. „Þetta er góður áfangi og hluti af eðlilegri þróun í þessum mála- flokki,“ segir Petrína Ásgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri Barna- heillar. „Þar sem um er að ræða glæpi gegn börnum og óeðlilegt efni sem oft krefst lögreglurann- sóknar finnst okkur eðlilegt hjá Barnaheill að skoðun ábendinga sé í höndum Ríkislögreglustjóra,“ segir Petrína. Frá október 2001 og til loka árs 2008 bárust 4.067 ábendingar til Barnaheillar. Af þessum ábend- ingum voru 1.376, eða 34 prósent, sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Ábendingalínan hefur verið hluti af stærra verkefni gegn barnaklámi og kynferðisofbeldi. Petrína bendir jafnframt á að mikil sérfræðiþekking sé nú til staðar hjá Ríkislögreglustjóra um málefni barna á netinu. Petr- ína segir að lögreglan njóti mik- ils trausts og sé betur til þess fallin að greina þær ábendingar sem berist. Einnig var undirritað sam- komulag milli Barnaheills, Ríkis- lögreglustjóra og Heimilis og skóla um netöryggi og forvarnir. „Með þessu samkomulagi erum við að sameina krafta okkar og efla forvarnir og fræðslustarf varðandi netöryggi,“ segir Petr- ína. „Okkur þykir eðlilegt að Barnaheill sinni forvarnastarfi og fræðslu og eftirláti Ríkis- lögreglustjóraembættinu að rannsaka þær ábendingar sem berast um barnaklám eða ofbeldi gegn börnum á netinu,“ segir Petrína. Hún segir að Barnaheill hafi farið í viðræður við Ríkis- lögreglustjóra fyrir um tveimur árum og þetta samkomulag sé afrakstur þeirrrar vinnu. Barnaheill, Save the Children, er alþjóðleg samtök sem byggja á fjárframlögum og eru starf- rækt í 120 löndum. Barnaheill hefur verið með starfsemi á Íslandi í tuttugu ár. Samtökin voru hins vegar stofnuð fyrir níutíu árum. bta@frettabladid.is Þúsundir ábendinga um klám og ofbeldi Barnaheill hafa borist rúmlega 4.000 ábendingar um barnaklám og ofbeldi gegn börnum á netinu. Rúmlega þriðjungur sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Tilkynningar fara framvegis beint til Ríkislögreglustjóra. SAMKOMULAGIÐ UNDIRRITAÐ Helgi Ágústsson, formaður Barnaheillar, Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheillar, Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri og Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, skrifa undir samkomlagið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er góður áfangi og hluti af eðlilegri þróun í þessum málaflokki,“ PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI BARNAHEILLA                                                            !" !#$ %  &'( (  )$$#)##                     Rafmagnspottar og hitaveituskeljar Í MIKLU ÚRVALI. VERÐ FRÁ 198.000,- SJÁVARÚTVEGUR Fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins á portúgölsku eyjunni Madeira lauk í gær án þess að sátt næðist milli ríkja sem hlynnt eru hvalveiðum og hinum sem eru þeim andsnúin en markmið fundarins var að marka framtíðarstefnu ráðsins. Fundurinn samþykkti þó að veita sáttarnefnd, sem Íslendingar eiga fulltrúa í, ár til að vinna að mála- miðlun en hún mun þurfa að skila ráðinu skýrslu rúmlega mánuði fyrir næsta fund ráðsins sem er eftir ár. Ástralar, sem eru veiðun- um andvígir, og Japanar deildu hart á þessum fundi og var haft eftir for- mælanda japönsku sendinefndar- innar á Reuters að ef ekki næðist samkomulag á fundinum gæti það leitt til þess að Alþjóðahvalveiðiráð- ið heyrði sögunni til. Ekki var tekin endanlega afstaða til málamiðlunartillögu Grænlend- inga um að fá að veiða tíu hnúfubaka á næsta ári. Fá þeir nokkurn frest til að afla frekari gagna um málið. „Sum ríki áttu erfitt með að trúa að þeir þyrftu á þessum aukakvóta að halda,“ segir Árni Finnsson, formað- ur Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem var á fundinum. - jse Sextugasta og öðrum fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lauk á Madeira í gær: Málamiðlun var slegið á frest HNÚFUBAKUR Grænlendingar vilja veiða tíu hnúfubaka á næsta ári en Alþjóða- hvalveiðiráðið vill fá að melta það betur áður en ákvörðun um það verður tekin. DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður úr Hrunamannahreppi hefur verið ákærður fyrir alvar- lega líkamsárás á Selfossi í nóv- ember síðastliðnum. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist á 26 ára mann með flösku að vopni um miðja nótt fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi og slegið hann í höfuðið með flöskunni. Fórnar lambið hlaut talsvert mar af árásinni, kúlu á ofanverðan hnakkann og grunnan skurð á höfuðið. Fórnarlambið krefst um 776 þúsund króna, auk vaxta, í skaða- bætur vegna árásarinnar. - sh Ungur Hrunamaður fyrir rétt: Ákærður fyrir árás með flösku Á Alþingi að samþykkja Icesave-samningana? Já 22% Nei 78% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu bjartsýnni á ástandið eftir undirritun stöðugleika- sáttmálans? Segðu skoðun þína á Visir.is. FÓLK Leikkonan Farrah Fawcett lést í Los Angeles í gær 62 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein frá árinu 2006. Hún sló í gegn á áttunda ára- tugnum í þátt- unum Charlie‘s Angels. Farrah var í sambandi með leikaranum og ógæfumann- inum Ryan O‘Neal, sem meðal annars lék í „vasaklúta- myndinni“ Love Story. Ryan sagði í gær að þrátt fyrir erfiða tíma fyrir fjölskylduna og vini hennar þá þökkuðu þau fyrir þann tíma sem þau áttu með henni. Snemma árs var sjónvarps- heimildarmynd frumsýnd um baráttu Fawcett við sjúkdóm hennar, sem hét Farrah‘s story. - vsp Farrah Fawcett látin: Erfið barátta við krabbamein FARRAH FAWCETT KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.