Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 58

Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 58
38 26. júní 2009 FÖSTUDAGUR KR-völlur, áhorf.: 1.011 KR Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19-16 (11-3) Varin skot Stefán Logi 3 – Óskar 9 Horn 16-2 Aukaspyrnur fengnar 14-10 Rangstöður 1-2 GRINDAV. 4–5–1 Óskar Pétursson 8 Ray Anthony Jóns. 3 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefs. 4 Orri Freyr Hjaltalín 4 Jóhann Helgason 3 Óli Baldur Bjarnason 2 (77., Eysteinn Hauks. -) Sylvain Soumare 3 (77., Þórarinn Kristj. -) Scott Ramsay 4 Gilles Mbang Ondo 5 *Maður leiksins KR 4–4–2 Stefán Logi Magnús. 5 Skúli Jón Friðgeirs. 6 Grétar S. Sigurðs. 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 7 Óskar Örn Hauks. 3 (74., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævars. 6 Bjarni Guðjónsson 7 *Baldur Sigurðs. 8 (70., Guðm. Péturs. 4) Guðmundur Ben. 5 (81.,Prince Rajcomar -) Gunnar Örn Jóns. 6 1-0 Baldur Sigurðsson (31.) 2-0 Baldur Sigurðsson (36.) 2-0 Örvar Sær Gíslason (5) Laugardalsv., áhorf.: 903 Fram FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8-22 (2-15) Varin skot Hannes Þór 12 – Daði 2 Horn 3-7 Aukaspyrnur fengnar 12-6 Rangstöður 1-1 FH 4–3–3 Daði Lárusson 7 Guðmundur Sævars. 8 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur L. Valgarðs. 7 Davíð Þ. Viðarsson 6 Matthías Vilhjálms. 7 Ásgeir G. Ásgeirsson 6 Atli Guðnason 7 Alexander Söderlund - *(9., Tryggvi G. 8) Atli Viðar Björnsson 5 (72., Matthías Guðm. -) *Maður leiksins FRAM 4–4–2 Hannes Þ. Halldórs. 8 Daði Guðmundsson 5 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 5 Heiðar G. Júlíusson 6 (76., Joseph Tillen -) Halldór H. Jónsson 5 Ingvar Þ. Ólason 5 (62., Jón Ólafsson 5) Paul McShane 4 Almarr Ormarsson 4 (62., Ívar Björnsson 6) Hjálmar Þórarinsson 6 0-1 Tryggvi Guðmundsson (48.) 0-2 Tryggvi Guðmundsson (51.) 0-2 Einar Örn Daníelsson (3) Stjörnuvöllur, áhorf.: 1.084 Stjarnan Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14-5 (8-1) Varin skot Bjarni Þórður 1 – Haraldur 8 Horn 5-3 Aukaspyrnur fengnar 9-7 Rangstöður 2-6 VALUR 4–4–2 Haraldur Björnsson 7 Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarins. 4 Guðmundur Mete 4 Bjarni Ólafur Eiríks. 3 Pétur Georg Markan 4 (52., Baldur Aðalst. 4) Ian Jeffs 4 (62., Guðm. Hafst. 4) Baldur Bett 4 Ólafur Páll Snorras. 4 Helgi Sigurðsson 5 Marel Baldvinsson 6 *Maður leiksins STJARN. 4–4–2 Bjarni Þórður Halld. 5 Guðni Rúnar Helgas. 6 (73., Bjarki Eysteins. -) Daníel Laxdal 6 Tryggvi Bjarnason 6 Hafsteinn R. Helgas. 6 (80., Jóhann Laxdal -) Björn Pálsson 7 Birgir Hrafn Birgis. 6 Steindór F. Þorsteins. 7 Arnar Már Björgvins. 8 (84., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björns. 7 Ellert Hreinsson 8 1-0 Ellert Hreinsson (8.) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (42.) 3-0 Ellert Hreinsson (58.) 3-0 Erlendur Eiríksson (7) Pepsi-deild karla: Keflavík-Þróttur 3-2 1-0 Stefán Örn Arnarson (48.), 2-0 Magnús S. Þorsteinsson (70.), 2-1 Magnús Lúðvíks. (87.), 3-1 Hörður Sveins. (90.), 3-2 Andrés Vilhj. (91.). STAÐAN: FH 9 8 0 1 24-6 24 Stjarnan 9 6 1 2 24-11 19 KR 9 5 2 2 16-9 17 Keflavík 9 5 2 2 17-14 17 Valur 9 5 1 3 11-11 16 Fylkir 8 4 2 2 14-9 14 Breiðablik 8 3 2 3 13-14 11 Fram 9 2 2 5 9-12 8 Grindavík 8 2 1 5 10-20 7 ÍBV 8 2 0 6 7-13 6 Þróttur 9 1 2 6 8-21 5 Fjölnir 8 1 1 6 9-20 4 FÓTBOLTI Baldur Sigurðsson, sem er oft kallaður Smalinn, sá til þess að KR-ingar kæmust aftur á beinu brautina í gær. Hann skoraði þá bæði mörk KR í 2-0 sigri á Grinda- vík. Hann fékk síðar höfuðhögg og þurfti að fara upp á sjúkrahús vegna meiðslanna. Leikurinn byrjaði mjög fjör- lega og Grindvíkingar grimmir að sækja með Ondo stórhættulegan í fremstu víglínu. KR-ingar tóku þó völdin hægt og bítandi. Sókn- ar þungi þeirra jókst eftir því sem leið á hálfleikinn og þeir fengu ótrúlegan fjölda af hornspyrnum. Úr þeirri áttundu stangaði Bald- ur Sigurðsson boltann í markið af stuttu færi. Góð spyrna frá Guð- mundi og sanngjörn staða. Aðeins fimm mínútum síðar endurtóku þeir félagar leikinn. Guðmundur með spyrnu lengra út í teiginn að þessu sinni og Baldur skallaði bolt- ann laglega í netið. KR-ingar spiluðu á köflum magnaðan fótbolta í hálfleiknum. Hraður bolti, fáar snertingar hjá mönnum og kantarnir nýttir vel og sérstaklega sá vinstri þar sem Diogo var ódrepandi í hlaupum sínum upp kantinn. Hann átti þess utan nokkrar hættulegar sending- ar í teiginn sem margar hverjar höfnuðu hjá Baldri en Grindvík- ingar réðu lítið við hann í hálf- leiknum. KR-ingar féllu aðeins til baka í síðari hálfleik og freistuðu þess að halda góðri stöðu. Það gekk vel hjá þeim þar sem Grindavík skapaði sér ekki eitt einasta alvöru færi í hálfleiknum. KR-ingar lönduðu því góðum sigri og mikilvægum þrem- ur stigum. „Þetta var vel spilaður leik- ur af okkar hálfu og þá sérstak- lega fyrri hálfleikur. Menn voru kannski aðeins of værukærir í síð- ari hálfleik en vörnin hélt og þeir fengu varla færi,“ sagði sigurreif- ur þjálfari KR, Logi Ólafsson. „Það dugar ekki að mæta illa stemmdir til leiks eins og gegn Fram en í þessum leik mættu menn rétt stemmdir. Við vissum að Ondo og Ramsay mættu ekki leika lausum hala og okkur gekk vel að stöðva þá. Ef menn ætla að ná stöðugleika þá mega þeir ekki velja sér verkefni til þess að vera klárir í. Menn verða að vera rétt stemmdir í alla leiki og það á að vera nóg hvatning fyrir hvern leik- mann að spila í Pepsi-deildinni,“ bætti Logi við. Hinn tvítugi Óskar Pétursson hafði nóg að gera í marki Grind- víkinga og varði vel fyrir utan hornin tvö sem enduðu á skallan- um á Baldri og í netinu. „Bjarni var að dekkja í fyrra markinu. Það var minn bolti en ég komst ekki að honum. Seinni bolt- inn var út í teig og ég gat ekkert gert við því,“ sagði Óskar svekktur sem var samt ánægður með sína frammistöðu. - hbg Baldur Sigurðsson skoraði tvö keimlík mörk er KR lagði Grindavík að velli á KR-vellinum í gærkvöld: Smalinn rak Grindvíkinga heim til sín SMALINN Mývetningurinn Baldur Sig- urðsson skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Stjarnan styrkti stöðu sína í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 3-0 sigri gegn Val í gærkvöldi. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti með jafn mörg stig. Valsmenn voru aldrei inni í leiknum og voru heppnir að tapa ekki stærra. Stjarnan sýndi enn einu sinni að þeir eru með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Fyrsta markið kom strax á átt- undu mínútu en það var Ellert Hreinsson sem skoraði eftir fyrir- gjöf frá Guðna Rúnari Helgasyni. Ellert var illa dekkaður á fjær- stönginni og kláraði færið stöng- in inn. Stjarnan var gjörsamlega með undirtökin eftir markið og Vals- menn náðu aldrei að ógna. Pétur Markan átti þó fínt færi en Guðni Rúnar komst fyrir boltann. Atli Sveinn átti svo sláarskot af um fjörutíu metra færi og það var það sem stóð upp úr hjá Val í leiknum. Arnar Már Björgvinsson skor- aði síðan á 42. mínútu og stað- an því 2-0 í hálfleik. Sanngjarnt. Margir bjuggust við Valsmönnum grimmari, því mikið vantaði upp á. Sóknarleikur liðsins var í molum og Stjörnumenn gerðu það sem þeir vildu allan leikinn. Ellert Hreinsson skoraði síðan þriðja markið á 58. mínútu með skalla, glæsilegt mark og algjör- lega verðskuldað. Eftir þetta var sem Valsmenn gæfust upp og var lánleysið að narta í hælana á þeim það sem eftir lifði leiks. Stjörnu- menn héldu enn undirtökunum og kláruðu leikinn nokkuð öruggt. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður í leiks- lok. „Við mættum þeim eins og alvöru karlmenn í kvöld og vorum ótrúlega til í þetta. Við vorum kjarkaðir fram á við og áttum ósköpin öll af marktilraununum og góðum færum.“ Bjarni sagðist hafa horft á Vals- menn í sumar og þeir hefðu ekki verið að gera neitt nýtt í leiknum. „Spilamennska þeirra var í stíl við það sem við höfum séð hjá þeim. Það sem við gerðum kannski öðruvísi var að við fórum bara á þá. Það var farið í þetta af mikl- um krafti og við reyndum að gera þeim lífið leitt þarna aftast, það tókst vel.“ Þorgrímur Þráinsson stjórnaði liði Vals annan leikinn í röð í gær og viðurkenndi vel að Stjarnan hefði verið betra liðið í leiknum. „Við stóðum okkur ekki eins vel og við var búist. Stjarnan var með hungrið og löngunina. Samtaka- máttur þeirra var mun meiri en okkar. Við vorum ekki að dekka nógu vel og vorum að missa bolt- ann á skrýtnum stöðum. Þeir fengu að leika lausum hala og því fór sem fór.“ - bre, log Nýliðar Stjörnunnar halda áfram að hrella andstæðinga sína í Pepsi-deildinni og unnu Valsmenn í gærkvöld: Stjörnumenn slátruðu slökum Völsurum YFIRBURÐIR Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur gegn Valsmönnum í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI FH vann í gær sinn átt- unda sigur í röð í Pepsi-deild karla og trónir því enn á toppi deildarinnar með fimm stiga for- ystu á næsta lið. FH hélt einnig marki sínu hreinu í fjórða leikn- um í röð. Það var Tryggvi Guðmunds- son sem reyndist hetja FH-inga. Hann skoraði bæði mörk liðs- ins snemma í síðari hálfleik en hann kom inn á sem varamaður á upphafsmínútum leiksins vegna meiðsla Alexanders Söderlund. FH-ingar fengu hvert færið á fætur öðru í fyrri hálfleik, sérstaklega eftir að þeir töku öll völd á vellinum eftir fyrsta stund- arfjórðunginn. Hvað eftir annað varði hins vegar H a n ne s me ð glæsilegum til- þrifum í marki heimamanna og sá til þess að staðan væri enn marka laus í hálfleik. Lán- leysið var algert hjá Íslandsmeisturun- um en Ásgeir Gunnar Ásgeirsson átti til að mynda skot sem hafnaði í slánni. Stíflan brást svo snemma í síðari hálfleik. Tryggvi skoraði tvö mörk með skömmu millibili. Mörkin voru keimlík, hann skoraði stuttu færi á fjærstöng eftir sendingu frá hægri. Leikurinn var nokkuð rólegur eftir mörkin miðað við það sem á undan gekk. Framarar komu sér ágætlega inn í leikinn en flestar sóknaraðgerðir þeirra strönduðu á traustri vörn FH-inga. FH-ingar spiluðu oft glimrandi góða knattspyrnu og hefði hæg- lega getað unnið mun stærri sigur. Hannes hafði þó ekki eins mikið að gera í síðari hálfleik og í þeim fyrri en óhætt er að segja að hann hafi komist vel frá sínu þrátt fyrir mörkin tvö. Góð innkoma Tryggva „Það var sætt að skora en þó enn skemmtilegra að hafa fengið að koma inn á svo snemma,“ sagði Tryggvi eftir leik. „Ég komst strax í takt við leikinn og náði að leggja upp fullt af færum fyrir félagana. Það var í raun fáránlegt að hafa ekki skorað í fyrri hálf- leik. En svo komu mörkin loks- ins.“ Hann sagði þó að FH-ingar hefðu aldrei orðið stressaðir. „Við erum orðnir sjóaðir í því að stjórna leikjum og skapa okkur færi. Við vorum bara þolin móðir. Á meðan við héldum áfram að sækja þá hlaut markið að koma fyrir rest.“ Heiðar Geir Júlíus- son, leikmaður Fram, var allt annað en ánægður með frammi- stöðu sinna manna. „Við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark í fyrri hálfleik og svo fáum við á okkur vægast sagt skítamörk. Það er gjörsamlega óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt að fá þessi mörk á okkur. En við eigum meira inni. Við stefnum hærra og ætlum að enda ofar en töflunni en við erum nú.“ eirikur@frettabladid.is Tryggvi reyndist bjargvættur FH Tryggvi Guðmundsson skoraði bæði mörk FH í 2-0 sigri á Fram í Laugardalnum í gær. Mörkin komu snemma í síðari hálfleik eftir að Framarar stóðu af sér stórskotahríð Íslandsmeistaranna í þeim fyrri. STAL SENUNNI Tryggvi Guðmundsson skoraði bæði mörk FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á FLUGI Það virðist fátt geta stoppað FH-inga þessa dagana og þeir fljúga hátt á toppi deildarinnar eftir áttunda sigurleikinn í röð í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.