Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 55

Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 55
FÖSTUDAGUR 26. júní 2009 Snorri Helgason úr Sprengju- höllinni er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu, sem er væntanleg með haustinu. Hann gefur í dag út sitt fyrsta lag, Freeze-Out!, án endur- gjalds á bloggsíðunni www.breid- holt.blogspot.com. Snorri byrjaði að huga að sóló- plötunni í desember síðastliðnum eftir að Sprengjuhöllin ákvað að gefa ekkert út á þessu ári. „Þetta var hálfgerð tilviljun. Ég samdi fullt af þjóðlagatónlist fyrir sjálf- an mig og svo var bara tími fyrir þetta núna,“ segir Snorri, sem er mikill aðdáandi bandarískrar þjóð- laga- og blústónlistar. Nefnir hann Bob Dylan sem einn af uppáhalds- tónlistarmönnum sínum. Upptökur á plötunni standa nú yfir og situr tónlistarmaðurinn Kristinn Gunnar Blöndal þar við stjórnvölinn. Fyrstu sólótónleikar Snorra verða haldnir á sunnudaginn klukkan 21 á skemmtistaðnum Karamba þar sem lög af væntanlegri plötu verða leikin. Hann er hvergi smeykur við þessa frumraun sína, enda öllu vanur úr Sprengjuhöllinni. „Það verður ekkert mál. Ég er orðinn frekar vel æfður,“ segir hann og hlakkar mikið til. - fb Snorri tekur upp fyrstu sólóplötuna SNORRI HELGASON Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu. Tíu kvikmyndir verða tilnefndar sem besta myndin á Óskars- verðlaunahátíðinni á næsta ári í stað fimm eins og venjan hefur verið. Með þessu vilja skipu- leggjendurnir auka fjölbreytni myndanna sem keppa um þennan eftirsótta titil og gefa fleiri vin- sælum myndum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1943 sem tíu myndir keppa í þessum flokki. Margir voru óánægðir með að hin vinsæla The Dark Knight skyldi ekki hafa verið tilnefnd sem besta myndin á síðustu Óskars verð- launum. Ástæðan fyrir breyting- unum er þó fyrst og fremst dvín- andi áhorf á hátíðina. Upp kom sú hugmynd um að skipta myndunum tíu í tvo flokka; drama- og gaman- myndir eins og á Golden Globe- verðlaununum, en því var hafnað. Tíu kvikmyndir keppa um Óskarinn BREYTINGAR Á ÓSKARSVERÐLAUNUN- UM Slumdog Millionaire var kjörin besta myndin á síðustu Óskarshátíð. SENDU SMS EST 3LV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNÐ EINTAK! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir, DVD myndir, gos og margt fleira! 199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. KOMNIR ÍELKO! 9. HVER VINNUR ! WWW.BREIK.IS/3GAMES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.