Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexandersdóttur Vinkona mín var einu sinni súpermódel í viku þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir ónefnda sófabúð á Smáratorgi. Árið 2006. Þá tæplega þrítug. Við rifjuðum þá dásemd upp um daginn. Það var eins og hún hefði unnið nóbelinn þá helgi sem hún birtist á Mogga- opnunni í hvítum leðursófa og sófamódelið kynntist nýju þrepi í virðingarstiganum. KONUR sérstaklega, spurðu hana í forundran: „Guð, ég vissi ekki að þú værir módel?!“ Hún djókaði oft og sagðist hafa tekið þátt í öllum Ford-keppnum frá 15-20 ára og setið fyrir í Hagkaupsbækling- um frá fermingu – og sá konurn- ar stífna upp. Ekki alveg vitandi hvar þær ættu að staðsetja hana: Módel? Eða bara Lára? SVO virðist vera að svaraði hún spurningunni um hvort hún væri módel játandi – breytti það henni umsvifalaust í aðra manneskju í augum spyrjenda. Með annan og nýjan persónuleika, jafnvel betri og aðdáunarverðari. En óvissan og djókið í henni gerði sama fólk óör- uggt. Það varð að vita hvort hún væri módel EÐA EKKI. DÝRKUN sem þessi minnir á árin þegar íslensku stelpurnar úr Ung- frú Tívolí fóru að fara út og taka þátt í Miss International á 6. ára- tugnum og þjóðin stóð á öndinni af stolti yfir fallegu stelpunum, tala nú ekki um þegar þær birtust jafnvel í ERLENDU blöðunum. Kotungshátt- ur eða ekki. Dæmi hver fyrir sig. Þetta er samt óneitanlega gamal- dags gildi sem birtist þarna. Gömlu tímarnir þegar þeir sem voru sætir voru vinsælir. Stelpur með sítt hár og strákar sem gátu eitthvað í fót- bolta. Hinir gátu átt sig. MAÐUR hefði haldið að í allri vitundarvakningunni og eineltis- umræðunni væri fólk með það á hreinu að útlitið er ekki allt. Og önnur gildi mikilvægari. En mikið virðist vera langt í land þegar full- orðna fólkið gapir af aðdáun yfir útlitssigrum hvað annars. Hvað eiga þá börnin, sem læra það sem fyrir þeim er haft, að halda? Sætur jafnt og æði. Frægur jafnt og æði. LYMSKULEGUR frasi hefur smeygt sér inn í tungumál sumra foreldra, sem er af rótum þessar- ar sömu dýrkunar. Nýjasta nýtt er að kalla börn, allt niður í nokkurra ára, „litlar gelgjur“ þegar þau eru óþekk. Eins og það sé í fínasta lagi að tengja nokkurra ára kríli við ungviði á kynþroskaskeiði. Þannig fannst fimm ára hnátu gaman að komast yfir varalit móður sinnar um daginn. Og móðirin dæsti af stolti þar sem hún horfði á hana útataða í varalit og sagði: „Elsku litla gelgjan okkar“. Fimm ára gelgja Stimplaðu þig inn í sumarið með N1 PLAYSTATION 3 leikjatölva GARMIN staðsetningartæki í bílinn með Íslandskorti SEG DVD ferðaspilari með 7” skjá 3x 3x 3x KODAK EASY SHARE myndavél 10x 170 VIN NIN GAR ! BROIL KING PORTA-CHEF ferðagasgrill N1 INNKORT 10.000 kr. 10x 10x 10x FERÐASPIL Spurt að leikslokum FJÖLSKYLDUMÁLTÍÐ á Serrano BÍÓMIÐAR fyrir 2 í Sambíóin FJÖLSKYLDUÁRSKORT í Fjölsk.- og húsdýragarðinn Taktu þátt í skemmtilegum leik á ferðalaginu í sumar. Safnaðu stimplum í Vega- bréfið þitt hjá þjónustustöðvum N1 um land allt, lærðu meira um landið þitt og fáðu skemmtileg verðlaun. Þú skilar svo inn fullstimpluðu Vegabréfi og átt kost á glæsilegum vinningi! Vertu með. Stimplaðu þig inn í sumarið með N1! SUMARIÐ 2009 NÁÐU ÞÉR Í VEGABRÉF Á NÆSTU ÞJÓNUSTU-STÖÐ N1 Gjafir fyrir duglega stimplasafnara Fjöldi glæsilegra vinninga FERÐ INNANLANDS FYRIR FJÖLSKYLDUNA Ferð fyrir 4: Flug, gisting, miðar í leikhús, gjafabréf út að borða, afnot af bílaleigu- bíl frá Avis og skotsilfur. (Akureyri/Reykjavík) 1x 10x 100x 10x Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74% Í dag er föstudagurinn 26. júní, 177. dagur ársins. 2.59 13.30 0.02 1.40 13.15 0.48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.