Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 26. júní 2009 23 UMRÆÐAN Þorleifur Örn Arnarsson skrif- ar um uppbyggingu Íslands Mitt í storminum um Icesave-samninginn gleymist að hér er ekki aðeins verið að ræða um einn samning heldur aðeins einn hluta af miklu stærra púsli. Þær ákvarðan- ir sem teknar verða á næstu vikum og mánuðum munu leggja grunninn að því samfélagi sem hér verður til lengri tíma. Eina leiðin til þess að á Íslandi verði almennileg, nútímaleg lífsskilyrði er að íslenska ríkið geti staðið undir grunnþjónustu, mennt- un og menningarlífi og að á Íslandi sé blómlegt atvinnulíf. Hvernig fara Íslendingar að því að leggja þennan grundvöll nú þegar svona er ástatt? Augljóslega þurf- um við að halda stöðu sem lýðræðis- lega opið og ábyrgt land í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum að standa við skuldbindingar okkar (jafn- vel þær sem okkur hugnast ekki eða okkur finnst ekki vera okkur að kenna) enda er það forsenda þess að við verð- um áfram hluti af alþjóða- samfélaginu. En samtímis verðum við að passa okkur á að einblína ekki á vanda- málin á kostnað möguleik- anna í stöðunni og ekki síður að velta fyrir okkur hvernig sam- félag við viljum/verðum að byggja til þess að hér verði lífvænlegt til framtíðar. Hvernig förum við að því? Hvern- ig á Ísland að geta greitt af alþjóð- legum lánum sínum og um leið boðið þegnum sínum upp á grund- völl til menntunar og atvinnu? Eina lausnin er sú að á Íslandi verði til frambúðar alþjóðleg starfsemi í ein- hverju formi. Með því á ég ekki við grunnframleiðslu eins og ál og net- þjónabú, slíkt verður að vera með en ekki aðalatriði, heldur að hér verði að vera lifandi alþjóðleg starfsemi. Á Íslandi eru þúsundir manna og kvenna sem eru því vön að starfa í alþjóð- legu fjármálaumhverfi. Flest þetta fólk sinnti vinnu sinni samviskusam- lega. Og ef ekki hefði verið fyrir eitraða blöndu alþjóð- legrar kreppu, krosseignatengsla, mögulegs glæpsamlegs athæfis og stjórnsýslulegrar vanþekking- ar gætum við mögulega verið í allt annarri stöðu. Hrunið á Íslandi er nefnilega ekki til marks um hversu skelfilegt alþjóðlegt fjármálakerfi er, heldur hversu mikilvægt er að í slíku kerfi séu reglurnar skýrar, eftirlitið mikið og ferlar gegnsæir. Ísland hafði komið sér í öfunds- verða stöðu að mörgu leyti. Hámenntað samfélag með vel laun- uðu starfsfólki í góðu velferðar- kerfi byggðu á sterku menntakerfi. Og hafði alþjóðlega starfsemi sem veitti því gjaldeyri og starfsmögu- leika. Þessu skulum við ekki gleyma í uppbyggingunni. Fólkið sem starf- aði á alþjóðlegum vettvangi hættir ekki allt í einu að vera metnaðar- fullt og alþjóðlegt og sættir sig við störf sem það hefur hvorki menntun né þekkingu til þess að vinna, t.d. í fiski eða matvælaframleiðslu. Eini möguleikinn til þess að halda þessu fólki er að hér verði alþjóðleg starf- semi að ósköpunum loknum. Það er líka eini möguleikinn til þess að hér verði blómlegt samfélag þegar fram í sækir; með ónýta mynt og veikan heimamarkað eru litlar líkur á að Ísland geti staðið undir alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Það ætti því að vera algert for- gangsatriði að þessi mál séu skoðuð í heildarsamhenginu, með heildar- hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma fyrir augum. Ef unnið verð- ur út frá þeirri heift, þjóðernis- hyggju, misskilinni réttlætiskennd og skammsýni sem einkennir mikið af umræðunni á Íslandi í dag er hætt við að eftir standi sam félag sem hrekur þá einstaklinga frá sem mikilvægastir eru fyrir fram- tíð landsins og uppbyggingu. Höfundur er leikstjóri. Alþjóðlegt fjármálakerfi UMRÆÐAN Karl V. Matthíasson skrifar um spillingu Þessi grein varð til vegna fréttar sem birtist á vef- síðu Mbl. laugardaginn 20. júní sl. kl. 7.37 („Fara fram- hjá gjaldeyrishöftunum“). Fiskimiðin við Íslands strendur eru sameign þjóð- arinnar og stærsta auðlind okkar. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem þjóðin hefur trúað fyrir því að nýta þessa auðlind. Mjög brýnt er að þeir útgerðarmenn og forsvarsmenn fisk- útflutningsfyrirtækja komi með þann gjaldeyri til þjóðarinnar sem aflinn gefur. (Þetta á reyndar einn- ig við um fyrirtæki í ferðaþjónustu, álútflutningi og fleiru.) Þjóðin tekur nú á sig miklar byrð- ar og mun hún aldrei líða það að útflytjendur stundi gjaldeyrisbrask fram hjá Seðlabankanum meðan hún stritar fyrir skuldum útrás- arinnar. Í rauninni er slíkt ekkert annað en þjófnaður og sumir ganga svo langt að kalla slíkan gerning landráð. Alþingi Íslendinga sá sig knúið til þess að setja sérstök lög um gjald- eyrisviðskipti og var það m.a. gert vegna þess að farið var að bera á því að útflutningsfyrirtæki skiluðu ekki gjaldeyrinum heim sem þeim bar. En þrátt fyrir þessa lagasetningu reyna sum útflutningsfyrirtæki enn að komast hjá þessari skyldu og safna í einkasjóði erlendis. Yfirvöld verða að bregðast við þessu og innkalla allar veiðiheimildir mun fyrr og með öflugri hætti en áætl- að er. Það er ekki líðandi að þeir sem trúað var fyrir auðlind okkar haldi áfram að draga að sér fé með ólöglegum og siðlausum hætti. Í hinu nýja Íslandi er gert ráð fyrir að rótgróin spilling verði upp- rætt og það eigum við að kappkosta. Embætti sérstaks saksóknara og „rannsóknarnefnd hrunsins“ eru til marks um vilja Alþingis til þess. Vissulega er það gott ef við finnum út hverjar orsakir hrunsins eru og hvers vegna „útrásarævintýrið“ gat gengið svona langt, en við verðum líka að horfa á það sem er að ger- ast núna. Svindlið og siðleysið má ekki halda áfram. Hver einasta króna útflutningsatvinnuveganna verður að skila sér heim. Það flýt- ir fyrir því að þjóðin komist út úr þeim skaða og erfiðleikum sem hún glímir nú við og mun draga úr fólks- flótta. Höfundur er fyrrverandi varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Framhjá höftunum KARL V. MATTHÍASSON ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.