Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 8

Fréttablaðið - 26.06.2009, Page 8
8 26. júní 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hvað heitir fjölþrautarkonan úr Ármanni sem á miðvikudag bætti Íslandsmet í sjöþraut? 2. Hver er nýr bæjarstjóri á Seltjarnarnesi? 3. Hvar hafa Árni Johnsen og félagar hans komið upp sjö kalkúnum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 BÓKMENNTIR „Við vonumst til að þetta uppátæki okkar lyfti brún- um á brúnaþungri þjóð, og við- skiptavinirnir fari léttir í skapi inn í helgina,“ segir Bryndís Lofts- dóttir, vörustjóri hjá Eymundsson. Í dag byrjar Eymundsson að taka á móti öllum vasabrotsbókum, inn- lendum og erlendum, sem gefnar hafa verið út árið 2007 eða síðar, og greiða fólki 200 krónur fyrir stykkið í formi inneignar. Inn- eignina er svo hægt að nota upp í nýjar eða notaðar bækur eða aðrar vörur sem fáanlegar eru í verslun- um fyrirtækisins. Bryndís segir hugmyndina hafa komið frá bóksala innan fyrir- tækisins. „Þetta tíðkast víða, er til dæmis mjög vinsælt í Noregi, og svo byggjast vefsíður eins og Amazon og fleiri mikið á þessari hugmynd. Skiptimarkaður með námsbækur hefur fest sig ræki- lega í sessi hér á landi og okkur fannst upplagt að færa hugmynd- ina yfir á vasabrotsbækur.“ Bryndís trúir því að átakið muni vekja stormandi lukku. „Þessi endur vinnslupæling er mjög í takt við stemninguna í þjóðfélaginu. Það er um að gera að nýta allt sem við eigum til hins ýtrasta.“ Að sögn Bryndísar þurfa bæk- urnar að vera í söluhæfu ástandi. Þær verða svo seldar aftur á 400 krónur stykkið, en jafnframt verð- ur þriðja bókin boðin í kaupbæti. Átakið stendur út júlímánuð. - kg Eymundsson tekur við nýlegum vasabrotsbókum í endurvinnsluátaki: Borga fyrir vasabrotsbækur EYMUNDSSON Skiptimarkaðir með vasa- brotsbækur tíðkast víða erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÖRYGGISMÁL Fingraför verða í örgjörvum allra nýrra vega- bréfa sem koma út eftir 28. júní. Þetta er gert í samræmi við samþykktir Schengen-ríkja á vettvangi ESB. Eldri vega- bréf halda gildi sínu út gildis- tímann, að sögn Þorvarðar Kára Ólafssonar, skilríkja- og öryggis- sérfræðings hjá Þjóðskrá. Þorvarður segir þau lönd sem þegar hafi tekið þetta upp nota fingraförin til að flýta fyrir afgreiðslu á landamærastöðv- um. Þegar farið verði að nota þetta á Íslandi verði fingrales- arar á staðnum og sú mynd sem tekin er af lesurunum er borin saman við vegabréfin, að sögn Þorvarðar. Tilgangur fingrafaravega- bréfa er að fullnægja kröfum um öryggi vegabréfa sem gerð- ar eru báðum megin Atlants- hafsins. - vsp Öryggi vegabréfa bætt: Fingraför í öll vegabréf BRUNI Starfsfólk OR og Vátrygg- ingafélags Íslands fór í gær að rústum Dalasels, gönguskála Orkuveitu Reykjavíkur í Reykja- dal, sem eyðilagðist í bruna um helgina. Farið var til að meta aðstæður og koma í veg fyrir að rusl fyki úr brunarústunum. Hugsanlegt er að notast verði við þyrlu við hreinsun skálans. Þyrla var notuð til að flytja efni- við þegar skálinn var byggður árið 1994 því erfitt er að komast að honum á ökutækjum. Skál- inn stóð ofarlega í Reykjadal á Hengilssvæði milli Hveragerðis og Ölkelduháls, þar sem langt er í næsta bílveg. - hds Gönguskáli Orkuveitunnar: Rústirnar þrifn- ar með þyrlu Sex teknir af lífi Sex manns voru teknir af lífi í Kína í gær fyrir eiturlyfjaframleiðslu og dreifingu. Ekki hefur verið greint nánar frá brotum fólksins. Í gær var alþjóðlegur dagur gegn eiturlyfjamisnotkun og ólöglegri dreifingu. Dagurinn er venjulega notað- ur til aftakna á eiturlyfjasölum í Kína. KÍNA BRASILÍA, AP Borin hafa verið kennsl á ellefu af þeim fimmtíu líkum sem hafa fundist eftir flug- slys í Atlantshafi hinn 31. maí. Meðal annarra hafa verið borin kennsl á flugstjóra vélarinnar og einn flugþjón, að því er fram kom í tilkynningu frá flugfélaginu Air France. Stéttarfélag flugmanns- ins hefur sagt frá því að hann hafi heitið Marc Dubois og verið franskur. Enn er leitað að svörtu kössum vélarinnar til þess að hægt verði að komast að því hvað gerðist við hrap vélarinnar. Kassarnir gefa frá sér hljóð í um 30 daga og því eru aðeins nokkrir dagar þar til þeir þagna. - þeb Flugslysið í Atlantshafinu: Kennsl borin á flugstjóra vélar LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík kom upp um kannabisræktun í tveimur heimahúsum í miðborg- inni á þriðjudag. Í öðru húsinu var maður hand- tekinn eftir að munir sem tald- ir eru þýfi fundust. Við húsleit í hinu húsinu fannst einnig eitt- hvað af amfetamíni og maríjúana og var maður á þrítugsaldri yfir- heyrður vegna málsins. Lögreglan fann amfetamín og maríjúana í húsi í austurborginni. Í kjölfarið var maður um fimm- tugt handtekinn. Þá voru höfð afskipti af tveimur mönnum sem höfðu fíkniefni í fórum sínum og var annar þeirra handtekinn. - hds Handtaka og húsleit: Kannabisrækt í tveimur húsum VIÐ LEIT Nokkurt magn braks hefur verið veitt úr hafinu eftir Airbus-þotuna sem hrapaði í maílok. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ALÞINGI Pétur H. Blöndal alþingis- maður sagði á Alþingi á mánudag að brýnt væri að lífeyrissjóðs- félagar geti sjálfir kosið sér stjórn. Þannig yrði lýðræði aukið. Ögmundur Jónasson heilbrigð- is ráðherra vísaði orðum Péturs á bug og varaði við því að gera sjóðina tortryggilega. „Engar fjármálastofnanir lúta eins miklu lýðræðislegu aðhaldi og lífeyris- sjóðir,“ sagði Ögmundur. Guðlaugur Þ. Þórðarson alþing- ismaður sagði að gaman hefði verið að orðum Ögmundar þar sem að hann hefði verið formað- ur stjórnar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. - vsp Rifist um lífeyrissjóði á þingi: Sjóðirnir verði lýðræðislegri – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út júní 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 50 g. 15% afsláttur NICOTINELL munnsogstöflur. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 64 75 0 6 /0 9 VESTURBAKKINN, AP Ísraelskar her- sveitir munu minnka viðveru sína og fækka hermönnum í borgun- um Kalkíla, Ramallah, Betlehem og Jeríkó á Vesturbakkanum. Pal- estínskar öryggissveitir munu taka við stjórninni. Greint var frá þessu í gær. Bandaríkin hafa þjálfað þús- undir hermanna á Vesturbakkan- um til að undirbúa stofnun palest- ínsks ríkis. Geta Palestínumanna til að halda uppi lögum og reglu er mikilvægur þáttur í friðar- viðræðum, því Ísraelar vilja vera þess fullvissir að palestínskt ríki muni ekki ógna öryggi Ísraels. Talið er að Ísraelar hafi fall- ist á þetta vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Degi fyrr hafði fundi Benjamins Netan- yahu, forsætisráðherra Ísraels, og George Mitchell, erindreka Bandaríkjanna, sem átti að fara fram í París, verið aflýst. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að Ísraelar hætti að byggja á landtökusvæðum á Vestur bakkanum og í austur hluta Jerúsalem, en Netanyahu hefur sagst vilja halda áfram „eðli- legri uppbyggingu“ á svæðunum. Annað merki um árangur þrýst- ings frá Bandaríkjunum er að nýlega voru hundruð ísraelskra vegatálma tekin niður. Khaled Meshaal, pólitísk- ur leiðtogi Hamas-samtakanna, kallaði eftir því í gær að Banda- ríkin spiluðu stærra hlutverk í friðarviðræðum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hann sagði Obama hafa tekið fyrsta skrefið í rétta átt en nauðsynlegt væri að Ísra- elar afhentu landtökusvæðin sem fyrst, ef Palestína ætti að styðja við friðarsamning. Meshaal er í útlegð í Sýrlandi. Í gær voru þrjú ár liðin frá því að palestínskir skæruliðar tengdir Hamas-samtökunum rændu nítján ára gömlum ísraelskum hermanni á Gasasvæðinu. Hermaðurinn Gilad Schalit hefur ekki sést síðan og Rauða krossinum hefur verið meinað að hitta hann. Hamas- samtökin hafa á þremur árum sýnt tvær myndbandsupptökur af honum og borið bréf á milli hans og fjölskyldu hans. Fjölskyldan segir þó að ekkert hafi heyrst frá honum síðasta árið. Samninga- viðræður milli Ísraels og Hamas vegna hermannsins hafa runnið út í sandinn, en Hamas-liðar krefj- ast þess að hundruð palestínskra fanga verði látin laus í skiptum fyrir hermanninn. thorunn@frettabladid.is Palestína fær aukna stjórn á Vesturbakka Ísraelsk og palestínsk stjórnvöld tilkynntu í gær að Palestínumenn myndu taka yfir öryggisgæslu í fjórum borgum á Vesturbakkanum. Ákvörðunin er talin hafa verið tekin vegna aukins þrýstings frá bandarískum stjórnvöldum. VIÐ MÚRINN Ungur drengur seldi flugdreka við aðskilnaðarmúr Ísraela á milli Ramallah og Jerúsalem í gær, á sama tíma og til- kynnt var að palestínskar öryggissveitir myndu taka yfir öryggisgæslu í borgunum og tveimur öðrum borgum á Vesturbakkanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.