Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 8
8 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR
1 Hvaða breska blað er sakað
um að hafa hlerað síma fjölda
frægra einstaklinga?
2 Hvað heitir fiskbúðin á
Akureyri?
3 Hvaða verðlaunarithöfundi
hefur verið hótað á Facebook?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
UTANRÍKISMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra sótti
ráðherrafund OECD í París í síð-
asta mánuði. Á fundinum voru full-
trúar fjörutíu ríkja, þar af þrjátíu
OECD-ríkja, sem standa undir
áttatíu prósentum af hagkerfi
heimsins.
Á fundinum lagði Steingrímur
til að OECD tæki þátt í almennri
endurskoðun á gildum og verð-
mætamati sem óumflýjanleg væri
eftir þau efnahagslegu áföll sem
orðið hefðu í mörgum aðildarríkj-
um. Þá var kynnt efnahagsspá
OECD fyrir árin 2009 og 2010 auk
þess sem gögn tengd efnahags-
kreppunni voru lögð fram. - vsp
Ráðherra á OECD-fundi:
OECD taki þátt
í endurskoðun
Þarfir íslenskra fjölskyldna eru mismunandi. Þess vegna fæst vinsælasta fjölskyldu-
tryggingin í nokkrum útgáfum. Eftir því sem heimilið stækkar og áhugamálin breytast velur
þú þá vernd sem hentar þér best innan F plús trygginganna.
Þess vegna er F plús vinsælasta fjölskyldutryggingin á Íslandi.
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is
Vinsælasta íslenska
fjölskyldutryggingin
DÓMSMÁL Þrítugur karlmaður, Eug-
enio Daudo Silva Chipa, var í gær
dæmdur í fjögurra og hálfs árs
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir hrottafengna nauðgun fyrir
hálfum öðrum mánuði.
Eugenio gerði sér dælt við konu
á bar í miðbænum og bauð henni
síðar um nóttina far með sér í leigu-
bíl. Hann lét leigubílinn aka þeim
að iðnaðarhverfi í Hafnarfirði og
þegar þangað var komið réðst hann
á konuna í afskekktu húsasundi og
kom fram vilja sínum við hana.
Konan hlaut töluverða áverka af
árásinni, og þykir dómnum ljóst
að Eugenio hafi dregið hana um
á hárinu og meðal annars barið
höfði hennar við vegg. Konan hlaut
punktablæðingu í hársverðinum,
glóðarauga, mar, bólgur og rispur
í andliti, hrufl, fleiður, roða og mar
víðs vegar um líkamann og áverka
og eymsli á kynfærum. Þá var hún
með rusl í hárinu þegar komið var
að henni.
Eugenio neitaði sök og sagðist
hafa haft samræði við konuna með
fullu samþykki hennar. Dómnum
þótti framburður hans ótrúverð-
ugur og reikull og af myndum
að dæma yrði auk þess „að telja
einkar ósennilegt að ákærði og
[konan] hafi valið sér þennan stað
til að hafa samræði þegar litið er
til aðstæðna á vettvangi, en þær
eru einkar óaðlaðandi til slíkra
athafna,“ segir í dómnum.
Fjölskipaður héraðsdómur
dæmir Eugenio jafnframt til að
greiða konunni 1,8 milljónir í
skaðabætur. - sh
Eugenio Daudo Silva Chipa dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi:
Nauðgaði konu í húsasundi
MIKIL ÁHRIF
Við komuna á slysadeild var
konan eirðarlaus, fékk grátköst
og var óttaslegin, segir í dómi.
Hún var í hnipri, með skjálfta,
hroll og vöðvaspennu og hafi haft
tíð þvaglát. Konan mun áfram
sækja tíma hjá sálfræðingi vegna
málsins.
KÍNA, AP Meira en 400 þúsund
manns þurftu að yfirgefa heimili
sín eftir að harður jarðskjálfti varð
í suðvestanverðu Kína á fimmtu-
dag. Hamfarirnar kostuðu einn
mann lífið og hundruð manna slös-
uðust, þar af nokkrir tugir alvar-
lega.
Jarðskjálftinn mældist 6 stig og
upptök hans voru í Yao‘an-sýslu í
Yunnan-héraði. Kínverska frétta-
stofan Xinhua fullyrti að 18 þúsund
íbúðarhúsa væru gjöreyðilögð og
75 þúsund skemmd.
Margir íbúanna lögðust til
svefns úti á götu, en aðrir komu
sér upp bráðabirgðatjöldum þar
sem aðstæður leyfðu.
Einhver hluti þeirra sem flúðu úr
húsum sínum getur þó snúið aftur,
því margir þora ekki annað en að
hafast úti við þótt húsin séu heil.
Átta eftirskjálftar höfðu riðið
yfir í gær, sá stærsti 5,2 stig seint
í gær. Jarðskjálftar eru algengir í
Yunnan, sem er fjallahérað norð-
ur af Taílandi og Búrma. Árið
1988 fórust 930 manns þegar jarð-
skjálfti, sem mældist 7,1 stig, skók
héraðið.
Árið 1970 fórust 15 þúsund
manns þegar enn stærri jarð-
skjálfti reið þar yfir, en hann
mældist 7,7 stig. Stjórnvöld þá
reyndu að gera sem minnst úr tjón-
inu opinberlega. - gb
Stór jarðskjálfti reið yfir sunnan til í Kína á fimmtudag:
Þúsundir húsa gjöreyðilagðar
ALDRAÐRI KONU BJARGAÐ Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang strax á
fimmtudag. NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?