Fréttablaðið - 11.07.2009, Side 18
18 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR
L
ækningamáttur finnst í mörg-
um þeim jurtum sem við
höfum allt í kringum okkur,
líka ýmsum jurtum sem við
flokkum dags daglega sem
illgresi.
Þetta þekkir Arnbjörg Linda Jóhanns-
dóttir vel. Hún ólst þó ekki upp við að
sjá lækningamáttinn í illgresinu held-
ur segist hún hafa lesið sig inn í þennan
áhuga. Kannski var það líka bókhneigðin
sem gerði það að verkum að Linda ákvað
fyrir sautján árum að setja saman bók
um íslenskar lækningajurtir, sem nú
hefur verið endurútgefin.
Linda ólst upp vestur á Bíldudal og var
mikið með afa sínum og ömmu. „Þetta
var algert frelsi og ég var mikið bæði í
fjöllunum og í fjörunni. Afi var alltaf að
segja mér sögur af huldufólki og ég ólst
upp við að huldufólkið væri jafn raun-
verulegt og við.“
Linda telur að í þessu uppeldi hafi
verið lagður grunnur en það var þó
annað sem skipti sköpum. „Um leið og ég
byrjaði að lesa las ég allt sem ég komst
yfir. Einhvern tíma las ég bók um indí-
ána og þá breyttist allt. Ég gat bara ekki
fengið nóg.“ Tengsl indíána við anda-
heiminn áttu skírskotun í raunveruleika
Lindu þar sem huldufólkið bjó búi sínu
í steinum og í gegnum indíána áhugann
kynntist hún því fyrst að jurtir gætu
haft lækningamátt.
Linda var hálfþrítug þegar hún sótti
um nám í grasaskóla í Bretlandi. Hún
fékk synjun og fór til Kaliforníu á nám-
skeið í óhefðbundnum lækningum. Hún
kunni ekki við sig í skólanum en sá þar
auglýsingu sem vakti athygli hennar.
„Þetta var auglýsing um „workshop“
uppi í fjöllunum hjá indíána sem átti
eftir að breyta lífi mínu. Hann sagði
mér að ég ætti ekki að taka nei sem nei,
heldur fara í skólann. Ég fór því til Eng-
lands og sagði skólastjóranum að ég ætl-
aði í skólann.“ Skólastjórinn hló fyrst en
gaf henni kost á að reyna við fyrsta árið.
Linda lauk námi frá skólanum 1988.
Hún kom heim að námi loknu og fór að
vinna við grasalækningar. „Þegar ég fór
að greina fólk var ég bara með vestræna
sjúkdómsgreiningu á bak við mig og mér
fannst það ekki nóg. Ég var með grös við
Nálastungur og íslensk grös
Jurtir með lækningamátt finnast víða. Það reyndi Steinunn Stefánsdóttir þegar hún fór í stutta grasaferð með Arnbjörgu Lindu
Jóhannsdóttur í Öskjuhlíð á mildum morgni í vikunni. Á augabragði fann Linda hátt í tug jurta sem allar má nota til lækninga.
Gulmaðra er algeng um allt
land. Best er að tína hana
um mitt sumar og nýta má
alla plöntuna nema rót.
Gulmaðra er meðal annars
þvagdrífandi, blóðhreinsandi
og græðandi.
Gott er að drekka gul-
möðrute til að hreinsa blóð-
ið. Gulmaðra er lifrarhreins-
andi og þessvegna tilvalin
tejurt á vorin og haustin. Gul-
maðran er einnig góð við alls
kyns húðsjúkdómum en er
þá oftast notuð með öðrum
jurtum eins og rauðsmára,
nettlu og/eða njóla.
Maríustakkur er algengur
um allt land. Best er að tína
hann fyrri hluta sumars en
hægt er að tína hann allt
sumarið, meðan blöðin eru
fersk og heil, því það eru
laufblöðin sem eru notuð.
Maríustakkur er meðal
annars styrkjandi fyrir legið
og kemur reglu á blæð-
ingar. Einnig styrkir hann
meltingarfæri.
Maríustakkur er fyrst
og fremst jurt fyrir konur.
Hann stillir blæðingar, bæði
of miklar blæðingar og
milliblæðingar.
Birki má finna um allt
land. Best er að safna birki
að vori en nýta má blöð
birkisins, börkinn af yngstu
greinunum og safann en
honum þarf að ná skömmu
fyrir laufgun og gæta þess
að særa tréð sem minnst.
Birki er meðal annar
þvagdrífandi, bólgueyðandi og svitadrífandi.
Birki er aðallega notað við gigt og er mjög styrkjandi fyrir
nýrun. Einnig má nota það við exemi. Birki má nota í te og
sömuleiðis mjá sjóða smyrsl úr laufi þess og berki.
Túnfífill vex um allt og
líklega allt of víða að margra
mati. Fífilinn á að tína fyrir
blómgun og nota rót hans
og blöð.
Fíflablöð eru meðal annars
þvagdrífandi, en rót túnfífils
er talin styrkja lifur og melt-
ingarfæri.
Fíflablöð eru afar næring-
arrík og eru meðal annars
notuð við bjúg. Te úr rótinni
gagnast þeim sem þurfa að
styrkja sig eftir langvarandi
lyfjatöku eða áfengisneyslu.
Fíflamjólk er gott að bera á
vörtur og líkþorn.
Klóelfting er algeng um allt land. Hún vex
í mólendi og skógum. Elftingu á að tína á
vorin og er öll jurtin utan rótarinnar nýtt.
Elfting stöðvar meðal annars blæðingar
og er styrkjandi og nærandi fyrir lungu og
nýru. Hún hjálpar líkamanum að losa sig við
eiturefni og hún styrkir ónæmiskerfið.
Jurtin er notuð bæði innvortis sem og
í bakstra. Hún þykir góð gegn flensum og
sjúkdómum í nýrum og þvagfærum. Einnig
þykir hún styrkja líffæri í grindarholi kvenna,
vegna styrkjandi eiginleika sinna.
Vallhumall vex um allt land, til dæmis í
þurrum brekkum og valllendi. Hann á að
tína fyrri hluta sumars og eru bæði blóm og
blöð nýtt.
Vallhumall er meðal annars æðavíkkandi
og lækkar blóðþrýsting. Einnig er jurtin
svitadrífandi og róandi og kemur reglu á
tíðir. Vallhumall er einnig græðandi sé hann
notaður útvortis.
Vallhumalste er gott við kvefi og flensu.
Einnig við verkjum í legi og ýmsum einkenn-
um sem fylgja tíðahvörfum.
Blóðberg vex um allt land.
Blóðberg má tína allt sumarið
og er öll jurtin í blóma nýtt að
undanskilinni rótinni.
Blóðberg losar meðal ann-
ars um slím í öndunarfærum
og eyðir vindverkjum.
Blóðberg er mest notað
gegn flensu og kvefi en það
er einnig gott við ýmsum melt-
ingarsjúkdómum. Best er að
drekka sterkt te af blóðbergi
oft á dag í fáeina daga í senn.
NÁLASTUNGU- OG GRASALÆKNIR Arnbjörg Linda lærði grasalækningar fyrir rúmlega tuttugu árum og bætti seinna við sig námi í kínverskum
lækningum. Hún nýtir hvort tveggja við lækningar sínar og segist nota grös eins og indíánar gera, sem hjálparmeðal í lækningum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
öllum kvillunum en ég vissi ekki hver
var rótin að meininu og ég skildi ekki
eðli sjúkdómsins. Þess vegna fór ég að
leita fyrir mér í kínverskum lækning-
um og það er allt annar heimur. Þar ligg-
ur skilningur og skýringar á því hvers
vegna fólk verður veikt og hvert allt
mynstrið er. Það er ekki endilega hægt
að nota sömu jurtina við höfuðverk hjá
tveimur manneskjum. Það þarf að taka
tillit til margra hluta, hvernig lífi fólk
lifir, hvað það borðar, hvaðan það er og
svo framvegis.“
Arnbjörg Linda hefur ákveðnar skoð-
anir á því hvernig hún notar grös til
lækninga. „Indíánarnir tala um grösin
sem litla hjálparfólkið sitt. Þeir nota
ekki jurtirnar beinlínis til lækninga
heldur nota þeir andalækningar og svo
grösin til að minnka einkennin og auka
áhrif andalækninganna.“ Í þessum anda
segist Linda vinna nú nema að hún notar
grasalækningarnar til að styðja við kín-
versku lækningarnar í stað andalækn-
inga eins og indíánarnir.
Allt gengur í hringi og spjallið við
Lindu hefur færst úr Öskjuhlíðinni,
þar sem grasaferðin hófst, á bekk fyrir
framan Kaffismiðjuna á Kárastíg en
það var einmitt á þeim stað, í verslun-
inni Yggdrasil, sem Linda hóf feril sinn
í grasalækningum.
Einhvern
tíma las
ég bók um
indíána og
þá breyttist
allt. Ég gat
bara ekki
fengið nóg.
➜ GRASAFERÐ Í ÖSKJUHLÍÐ
Njóli er almennt flokkaður
sem illgresi og er algengur í
óræktarlandi. Njólanum má
safna allt sumarið og nýta
má rót hans, blöð og fræ.
Njólinn er meðal annar
þvagdrífandi, hægðalosandi
og blóðhreinsandi.
Njóla má nota bæði
útvortis og innvortis við alls
kyns húðsjúkdómum, ekki
síst þeim sem mikill kláði
fylgir. Njólinn er einnig
góður við brunasárum og
öðrum sárum sem illa gróa.
Bók Arnbjargar Lindu, Íslenskar lækningajurtir, kom fyrst út
árið 1992 og hefur nú verið endurútgefin. Í bókinni má fræð-
ast um lækningajurtir, bæði íslenskar og erlendar. Auk þess er
þar lýst blöndun jurtalyfja og fjallað um sjúkdóma og meðferð
við þeim.
Arnbjörg Linda mælir með því að þeir sem eru að stíga
fyrstu skrefin í notkun jurta byrji á að drekka mildar teblöndur.
Linda bendir á að farsælt sé að fá aðstoð við að greina
kvillana. Hún telur flesta heimilislækna alla af vilja gerða að
liðsinna fólki við að draga úr lyfjanotkun en einnig geti verið
gott að leita til grasalæknis til að fá leiðbeiningar.
FYRSTU SKREFIN