Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 28

Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 28
 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR2 „Hér voru settar upp tjald búðir í gær og í dag er bara gaman saman,“ segir Davíð sem gengur undir nafninu Dassi. Hann telur um 300-400 manns á svæðinu við Húnaver á 100-120 bílum. Skemmtiatriðin snúast meðal annars um akstursleikni og öku- ferðir um ýmsa slóða í nágrenn- inu. Davíð blæs á illkvittnisleg- ar athugasemdir blaðamanns um að jeppaakstur um þurra malar- vegi sé bara skemmtilegur fyrir þann sem fyrstur fer. „Menn taka þessu rólega og svo er stoppað á völdum stöðum,“ segir hann með áherslu. Þrautabrautir og vegasölt fyrir bílana hafa verið sett upp á sam- komusvæðinu að sögn Davíðs. Eitt tækið er svokallað teygjutvist. Hann segir heilmikla spennu fel- ast í að fylgjast með hinum ýmsu þrautum. „Hver og einn fær atkvæðaseðil og velur fallegasta bíllinn og þann athyglisverðasta. Sá sem kemur lengst að fær líka verðlaun og hingað kemur yfirleitt eitthvað af útlendingum, ýmist gagngert til að taka þátt eða þeir eru staddir hér á ferðalagi. Það eru Rover-klúbbar í flestum lönd- um heims og víða getið um svona samkomur.“ Enn heldur blaðamaður áfram að stríða Davíð og spyr hvort körlunum takist að þvæla konun- um með í svona útilegu. Hann er alveg hneykslaður. „Já já, þeim finnst þetta rosa gaman. Hér mætir öll fjölskyldan og hundarnir líka. Svo rottar sig yfirleitt hópur saman og fer í fimm til sex daga ferð eftir helg- ina. Í fyrra fórum við alla Vest- firðina og stefnum eitthvað austur á land núna.“ Íslandsrover er félag með sex ára sögu og er opið öllum sem hafa áhuga á Rover-bílum, hvort sem það er gamli Land Rover- inn, Range Roverinn eða Dis- coverinn. „Það er bara öll Rover- fjölskyldan,“ tekur Davíð fram. Hann segir félagsmenn reyna að hittast einu sinni í mánuði og telur upp þrjá fasta liði á dagskránni, snjóferð í mars, vorferð í Þórs- mörk, og sumarhátíðina. Auk þess nefnir hann dagsferðir og námskeið. En hvernig Rover á for- maðurinn? „Ég á gamlan Range Rover, ´83 módel,“ upplýsir Davíð að lokum. gun@frettabladid.is Rover-fjölskyldan saman Árleg sumarhátíð félags Rover-eigenda stendur yfir í Húnaveri. Þar er fjöldi fólks saman kominn og floti jeppa af Rover-gerð. Davíð Garðarsson er formaður klúbbsins og kann að lýsa félagsskapnum. Sumarhátíðin er haldin í Húnaveri í þriðja sinn í ár enda gefst sá staður vel. Íslandsrover er félag með sex ára sögu og sumarhátíðir eru meðal fastra liða að sögn Davíðs formanns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLKIÐ OG FLÓRAN er yfirskrift göngu sem farin verður á sunnu- dag í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Gestir hitta landverði við Búðakirkju klukkan 14 og farið verður í auðvelda göngu að Frambúðum þar sem minjar eru um útgerð fyrri tíma. Gangan tekur um einn til tvo tíma. Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Gler-rennibrautir Hawa Junior 80 eru glæsilegar rennibrautir fyrir 8-10-12 mm hert gler eða timburhurðir. Eigum einnig rennibrautir frá fyrir skápa og tréhurðir. Útvegum hert gler eftir máli.. SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gaskæliskápar 100 og 180 lítra Gashellur Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Coolmatic 12v ísskápar m/ kælipressu Gas vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas eldavélar og helluborð Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 75 - 130w B Reykja k Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30 Gasofn Gashelluborð Olíuofn MATUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.