Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 50
26 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Kolbrún Björt Sigfúsdóttir > TÍSKUFRÉTT VIKUNNAR Tískuheimurinn býður í ofvæni eftir Coco before Chanel, kvikmynd um ævi og störf tískufrömuðarins nafntogaða. Catherine Leterrier sér um búningahönnun og geta áhugasamir skoðað hvernig henni tókst upp á vefsvæði tískutímaritsins Vogue, vogue.co.uk. Haustlína Jeans Pauls Gaultier sló í gegn á tískuvikunni í París á dögun- um. Armani, Gaultier, Valentino og fleiri virðast uppteknir af gamaldags Hollywood-glamúr, silfri, svörtum blúndum og dýrum feldi. Sýning Gaultier er þó retró á annan hátt en hún litast af framtíðarsýn for- tíðar í bland við skýrar línur áttunda áratugsins. Köntuð brjóst, örmjó mitti og vottur af hermannatísku voru áberandi á sýningar- pallinum. Útlit er því fyrir að stíllinn í haust sé innblásin af gull- aldarstjörnum, kvenhetjum og kyntáknum. Er það yfir alla línuna, frá klassískri augnmálningu til Veroniku Lake-hárgreiðslunnar. Tími til kominn að draga fram heimsstyrjaldarkorselettin? Ég hef stundum gert mér upp öfund á karlkyninu. Haldið því fram að það sé ekkert mál að klæða sig ef maður er þess kyns og svo viðurkennt að úrvalið sé ömurlegt og til skammar. Þá vorkenni ég strákunum aðeins, hjúfra mig upp að kjól og renni fingrunum yfir allt glingrið sem ég má eiga en ekki þeir. Jafnréttið er undarlegur andskoti. Hver miðillinn á fætur öðrum keppist um að segja konum hvernig þær eiga að líta út. Konur eru að sjálfsögðu misuppteknar af þessum tískuheimi öllum en það breytir því ekki að markhópurinn er við. Hvað eiga þá karlmenn að gera? Eiga þeir ekkert að huga að tískunni, klæðast því sem fæst í Dress- mann hverju sinni og láta þar við sitja? Er í lagi fyrir menn að vera púkó, er það yfir höfuð hægt? Ég er ekki því starfi vaxin að geta sagt karl- kyninu eins og það leggur sig hverju það eigi að klæðast. Jakkaföt eru hallærisleg ef þau fara þér ekki, ef þú mætir í þeim í skólann eða klæðist engu öðru. Jakkaföt eru samt ekki hallærisleg í sjálfu sér. Sama mætti segja um einkennisbúning indí-strákanna; dökkar þröng- ar gallabuxur, illa farinn bolur, leðurjakki, sólgleraugu, támjóir skór. Það útlit er í sjálfu sér flott, ef það klæðir þig. En ef þú lítur í spegilinn og hugsar, þetta er ekki ég, ekki ímynda þér að þú pikkir upp einhverja gellu á Ellefunni bara út á lúkkið. Þá ertu líklegri til að vekja lukku í rifn- um gallabuxum og flannelskyrtu í anda Kurts Cobain, svo lengi sem þú þværð á þér hárið auðvitað. Í stuttu máli sagt getur hvaða maður sem er litið út eins og fáviti, rétt eins og hvaða kona sem er á það á hættu að verða gangandi tískuslys. Hið fallega við hinn póstmóderníska heim er að hann gerir alla að einstak- lingum. Sem einstaklingur hefur maður frelsi til að klæðast því sem maður vill. Það má meira að segja skarta hormottu, þótt þær séu almennt það hallærislegasta í heimi, svo lengi sem viðkomandi lifir sig inn í hlut- verkið sem kemur með henni. Þetta er einfalt: „If you don‘t walk the walk, don‘t talk the talk.“ Hormottur eru hallærislegar GLAUMGOSAR Það sem lítur vel út á öðrum fer þér ekki endilega vel og það á við bæði kyn. ÝKTAR KVENHETJUR Heimsstyrjaldar- ofurkonan er mætt að nýju. SILFRAÐ OG SEIÐANDI Skýrar línur í bland við flæðandi kjóla mátti sjá á haust- tísku- sýn- ingu Gaulti- ers. LEITAÐ Í BLÆTIÐ Hausttísk- an er full af und- arlegum sniðum sem vísa í bindingar og blæti. NORDICPHOTOS/AFP Öðruvísi hálsmen eftir hönnuðinn Ingu Björk Andrésdóttur. Það nýjasta í kögrinu. Þessar sokkabuxur úr Stellu slá allt út. Nýja skó fyrir sumarið. Hvenær annars getur maður áhyggjulaus skart- að hvítum skóm eins og þessum úr Kron? SKORIN Í VIÐ Kjólar Gaultiers minna eilítið á kríólínur og korselett. JEAN PAUL GAULTIER SETUR TÓNINN FYRIR HAUSTIÐ Silfruð og köntuð framtíð LOKKAFRÍÐ OG SEIÐANDI Það gustar köldu af þokkadísum Gaultiers. LÚXUS Á TÁ OG FINGRI Hvergi er spar- að í hausttísk- unni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.