Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 53
LAUGARDAGUR 11. júlí 2009 29
Sérstakt rokkabilly-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Q-
bar í Ingólfsstræti í kvöld. Hljómsveitin Langi Seli og skuggarn-
ir munu leika lifandi tónlist fyrir gesti og því næst mun plötusnúð-
urinn Curver þeyta skífum langt inn í nóttina. Rósa Birgitta Ísfeld
söngkona er skipuleggjandi kvöldsins og hvetur fólk eindregið til að
mæta uppstrílað í anda rokkabilly-tískunnar til að skapa stemningu.
„Strákarnir eiga að mæta gelaðir í gallabuxum og stelpurnar í pils-
um og með túberað hár í anda Grease,“ segir hún.
Skemmtunin hefst klukkan 22.00 og stendur fram á nótt. Aðgangs-
eyrir er 1000 krónur. - sm
Rokkað fram á nótt
Svavar Sigurðsson, einarð-
ur baráttumaður gegn eitur-
lyfjadjöflinum um árabil,
beinir nú sjónum sínum að
fjárhagsvanda landsins. Og
er þess albúinn að taka við
af stjórnvöldum – sem eru
við uppgjöf að hans mati.
„Já, ég er þess albúinn að taka við
þegar þeir hafa gefist upp. Þú sérð
hvaða árangri ég hef náð í eitur-
lyfjamálunum,“ segir Svavar Sig-
urðsson sem hefur nú í rúm þret-
tán ár barist með oddi og egg gegn
fíkniefnafjandanum – með góðum
árangri að sögn. Svavar segir mik-
inn uppgjafartón kominn í ráða-
menn og telur þá á hinum mestu
villigötum í ráðaleysi sínu. Þeir
einblíni á afleiðinguna í stað orsak-
arinnar. Og meðan svo er komast
menn hvorki lönd né strönd.
Spurður hvaða ráð hann sjálf-
ur hafi í erminni vitnar Svavar
til spádóma Nostradamusar, sem
byggjast á Jesajabók Biblíunnar.
Svavar varð fyrir vitrun fyrir
fimmtíu árum. Hann er á vegum
Drottins. „Þetta er stórkostlegt
tæki sem ég hef í höndunum. Ég
spyr andann og svörin koma í
skynjunum.“ Svavar segir svo
frá því að hann hafi nú talað við
stjórnarráðið, ráðuneytin, for-
seta Alþingis, ritara forseta, sent
erindi – einblöðung þar sem segir
af spádómum Nostradamusar – í
öll sendiráð á Íslandi, öll sendiráð
Íslands erlendis og sé nú að vinna
í að setja sig í samband við Hvíta
húsið. „Ég hef talað við 34 þing-
menn á tveimur dögum. Og svo
14 nokkru seinna. Hringi bara í
gsm-símana. Mest hef ég talað
við Tryggva Herbertsson. Ég hef
álit á honum. Ég hef bæði hringt
í hann, sent honum sms-skeyti og
tölvupóst. Ég myndi vilja vinna
með þeim og býðst til þess að
koma á þeirra fund. En ég veit
að ég fæ ekki að komast að fyrr
en þeir hafa gefist upp. Og það er
uppgjafartónn í dag.“
Svavar er þegar landsþekktur
fyrir baráttu sína gegn fíkniefn-
um og hefur orðið verulega ágengt
í þeim efnum. Hann hefur fengið
frá fyrirtækjum og hinu opinbera
150 milljónir sem hann hefur veitt
í baráttuna, til dæmis keypt aug-
lýsingar og gegnumlýsingarbúnað
fyrir tollara. Einkum hefur hann
lagt upp úr því að halda Vest-
mannaeyjum hreinum. Þegar
spurður um ástæður harðrar mót-
stöðu hans við eiturlyf, sem hann
hefur aldrei prófað, segir hann:
„Eigum við ekki að segja að Drott-
inn sé á móti þeim. Hann fékk mig
til að standa í þessu. Ég hef verið í
fimmtíu ára þjálfun. Þetta er köll-
un. Þetta hefur verið erfitt. Og ef
þú myndir verða fyrir þessu eins
og ég fyrir fimmtíu árum mynd-
ir þú detta á gólfið, hrópa á hjálp
og verða keyrður inni við sundin
blá. Mikill sársauki. En það hefur
dregið úr honum – ég hef verið að
herðast og herðast.“ Svavar ein-
beitir sér nú að skuldastöðunni því
að í fjárleysi er vonlaust að standa
í baráttunni gegn dópinu.
jakob@frettabladid.is
Antídóp-Svavar klár í slaginn
SVAVAR SIGURÐSSON. Hefur á þrettán og hálfu ári safnað 150 milljónum í baráttu
sinni gegn eiturlyfjum. Ef ekki tekst að vinna bug á bágri fjárhagsstöðu er hætt við
að sú barátta fari fyrir lítið. Hér er mynd af gegnumlýsingarbúnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Eins og kom fram í fjölmiðlum
nýverið blæs Páll Óskar Hjálmtýs-
son til mikillar Michael Jackson-
veislu á Nasa í kvöld þar sem hann
tekur mörg af þekktustu lögum
poppguðsins ásamt Jagúar og þeim
Seth Sharp og Alan Jones. Þá mun
Yasmine Olsen ásamt fríðum flokki
dansara endurskapa bæði Thriller
og Smooth Criminal og Páll mun
síðan þeyta Jackson-skífum alla
nóttina. Allur ágóði tónleikanna
rennur til Barnaspítala Hringsins
en bæði tónlistarmenn og tækni-
menn gefa vinnu sína.
Fréttin um þetta kvöld virðist
hafa hreyft við Jackson-aðdáend-
um um allt Ísland því þeir hafa
verið duglegir við að hringja í
Páll og bjóða fram aðstoð sína. „Og
svo eru margir sem hafa komið
með svokölluð „bootlegg“-upptök-
ur og mix sem hafa aldrei heyrst
áður,“ segir Páll en „bootlegg“ eru
ólöglegar upptökur af tónleikum.
Páll hyggst spila þessar upptök-
ur þannig að gestir og gangandi
fá að heyra tónlistina á algjörlega
nýjum nótum.
Páll er ekki í vafa um að arf-
leifð Michaels eigi eftir standast
tímans tönn og spáir því að hann
eigi eftir að verða hæst launaði
látni listamaðurinn, slái þar sjálf-
um Elvis Presley við. „Annars er
maður bara uppgefinn eftir æfing-
arnar með Jagúar, ég verð bara
að finna tíma á sunnudaginn til
að hvíla mig,“ segir Páll. Veislan
hefst klukkan 23.00 og er, eins og
áður segir, á Nasa. - fgg
Jackson-aðdáendur
vilja hjálpa Palla
ÆSTIR AÐDÁENDUR Páll Óskar hefur
fengið símtöl og tölvupósta frá æstum
Jackson-aðdáendum sem vilja ólmir
leggja sitt af mörkum.