Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 4

Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 4
4 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is Sumarleikur 40 heppnir hafa fengið áfyllingar endurgreiddar. Sæktu um lykil og sjáðu vinningshafa: www.atlantsolia.is VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 29° 23° 24° 24° 21° 23° 26° 24° 21° 24° 30° 22° 30° 33° 23° 26° 34° 21° 12 13 13 10 15 13 13 12 14 14 12 3 6 8 8 4 4 6 10 2 3 6 Á MORGUN 3-8 m/s FÖSTUDAGUR 3-8 m/s en heldur stífari á annesjum vestan til 9 10 12 1416 9 14 14 1512 SUÐURLANDIÐ BEST UM HELGINA Þegar horft er heildrænt yfi r næstu helgi, sjálfa verslunar- mannahelgina, fer ekki milli mála að veðurhorfurnar eru bestar fyrir Suður- og Suðvesturland. Horfur eru á hægviðri, björtu veðri með köfl um og yfi rleitt milt. Nyrðra verður skýjaðra en þó tveggja stafa hitatölur. Þar má búast við eindreginni rigningu á sunnudeginum, einkum norðaustan og austan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FÉLAGSMÁL Fjárhagsaðstoð til fram- færslu hjá Reykjavíkurborg hefur aukist um rúmlega 50 prósent fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Rúmlega 1.800 manns njóta nú aðstoðar borgarinn- ar. „Við höfum tekið saman aukning- una og borið saman tímabilið frá janúar til júní í ár og í fyrra,“ segir Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofu- stjóri hjá skrifstofu velferðarþjón- ustu hjá Reykjavíkurborg. „Not- endum hefur fjölgað um 50 prósent en það er enn meiri aukning í upp- hæðum, um 80 prósent. Það er bæði vegna þess að upphæðin hækkaði um áramótin og svo fá fleiri hærra hlutfall í sinn hlut.“ Sveitarfélög- um ber að veita einstaklingum og fjölskyldum, sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar, fjárhagsað- stoð til framfærslu. Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 115.567 krónur á mánuði og til hjóna eða fólks í sambúð 184.907 krónur á mánuði. „Ef þú ert með einhverj- ar tekjur færðu svo það sem upp á vantar.“ Ellý segir að aukning hafi orðið jafnt og þétt á beiðnum eftir aðstoð frá því að atvinnuleysi fór að aukast. Hún segir aukninguna langmesta í aðstoð til framfærslu, en á heildina litið sé aukningin minni. Fjölgunin er mest hjá atvinnulausum. - þeb Fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá borginni hefur aukist gríðarlega á milli ára: Helmingi fleiri njóta aðstoðar RÁÐHÚSIÐ Beiðnum um fjárhagsaðstoð hefur fjölgað hjá borginni frá því að atvinnuleysi fór að aukast. Rúmlega 1.800 manns njóta nú aðstoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ Forstjóra veitt leyfi Forstjóra Landspítalans, Huldu Gunn- laugsdóttur, hefur verið veitt leyfi frá störfum til eins árs frá 1. október 2009. Björn Zoëga mun gegna stöðu hennar á meðan. HEILBRIGÐISMÁL ÍSRAEL, AP Benjamín Netanja- hú, forsætisráðherra Ísraels, og George Mitchell, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta, sögðu báðir viðræður þeirra í gær hafa skil- að árangri, án þess þó að vilja útlista nánar í hverju sá árang- ur er fólginn. Bandaríkja- menn hafa und- anfarið lagt hart að ísra- elskum stjórn- völdum að stöðva frekari fram- kvæmdir í byggðum ísraelskra landtökumanna á herteknu svæð- unum. Málið hefur valdið meiri spennu í samskiptum Ísraels og Banda- ríkjamanna en sést hefur undan- farna áratugi. - gb Áfram þrýst á Ísrael: Árangur sagður af viðræðunum EFNAHAGSMÁL Svíar ætla ekki að lána Íslendingum fyrr en stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sam- þykkir endurskoðun á efnahags- áætlun Íslands. Þetta kom fram í svari sænskra stjórnvalda við fyr- irspurn fréttastofu Stöðvar 2. Í svari frá sendiráði Svíþjóð- ar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að Íslendingar virði alþjóðlegar skuldbindingar sínar, meðal annars vegna innstæðu- trygginga. - bþa Svíþjóð bíður með lán: Endurskoðun á undan lániVIÐSKIPTI Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hafnar því alfarið að hafa haft innherjaupplýsingar úr Glitni þegar hann millifærði háar upphæðir til og frá landinu skömmu fyrir bankahrunið síðasta haust. Bjarni segir í yfirlýsingu að félag í hans eigu hafi flutt 231 milljón króna frá Íslandi til Noregs 5. september síðastliðinn. Á móti hafi hann flutt til landsins 85,1 milljón króna. Þessar færsl- ur tengist bankahruninu ekki á nokkurn hátt, enda hafi hann hætt hjá Glitni tæplega einu og hálfu ári fyrir bankahrunið. - bj Fyrrverandi forstjóri Glitnis: Flutti háar fjár- hæðir úr landi BJARNI ÁRMANNSSON NÍGERÍA Alls hafa um 200 látist í átökum milli öryggissveita og múslimskra uppreisnarmanna undanfarna tvo daga í norður- hluta Nígeríu. Sky-fréttastofan hefur eftir nígerísku lögreglunni að um 90 af þeim sem hafa látist séu með- limir í uppreisnarhópnum Boko Haram Islamic. Alls hafa átta lögreglumenn og fimm aðrir embættismenn látist í átökun- um. Átökin áttu sér stað í borg- inni Maiduguri sem er höfuðborg Borno-héraðsins í norðurhluta Nígeríu þrátt fyrir að útgöngu- bann hafi ríkt í borginni að und- anförnu. - bþa Uppreisn í Norður-Nígeríu: Ríflega 200 látnir eftir átök BRETLAND Apótek í Englandi hafa tilkynnt um mikla sölu á vörum eins og grímum, hitamælum og sótthreinsikremum, til við- skiptavina sem hræddir eru við svínaflensuna. Í sumum tilfell- um hafa vörurnar selst upp og fást jafnvel ekki aftur fyrr en eftir vikur eða mánuði. Haft er eftir starfsmanni í apóteki í London að fólk sé skelkað og kaupi þess vegna mikið af þessum ákveðnu vörum. Margir hafa smitast af H1N1 vírusnum, eða svínaflensunni, í Bretlandi og einungis eru fleiri tilfelli skráð í Mexíkó og Banda- ríkjunum. - mmf Svínaflensa í Englandi: Grímurnar uppseldar BENJAMÍN NETANJAHÚ KÖNNUN Stjórnarandstaðan myndi fá nauman meirihluta yrðu niður- stöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi. Stjórn- arandstöðuflokkarnir þrír fengju samkvæmt henni 52,2 prósent atkvæða og 32 þingmenn af 63. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn eykst talsvert frá því kosið var til þings 25. apríl síðastliðinn. Alls sögðust 30,4 prósent aðspurðra myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er vel yfir kjörfylgi flokksins, sem fékk 23,7 prósenta fylgi í þingkosning- um. Miðað við þetta fylgi fengi flokkurinn nítján þingmenn, en er með sextán nú. Fylgi Samfylkingarinnar er svipað og í kosningunum í vor. Nú segjast 29,0 prósent af þeim sem tóku afstöðu kjósa flokkinn, en hann hlaut 29,8 prósenta fylgi í kosningunum. Þingmönnum flokksins myndi miðað við þetta fækka um einn, verða nítján, en eru tuttugu nú. Vinstri græn tapa tæplega þremur prósentustigum sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins, og fengju 18,8 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Flokkurinn fékk 21,7 pró- senta fylgi í kosningunum í vor. Þingmönnum flokksins myndi samkvæmt þessu fækka um tvo, úr fjórtán þingmönnum í tólf. Fylgi við Framsóknarflokkinn dalar lítillega miðað við niður- stöður kosninga. Alls sögðust 13,5 prósent myndu kjósa flokkinn nú, en hann naut stuðnings 14,8 pró- senta kjósenda í þingkosning- unum. Þingmönnum flokksins myndi miðað við þessa niðurstöðu fækka um einn, úr níu þingmönn- um í átta. Borgarahreyfingin sækir held- ur í sig veðrið í könnun Frétta- blaðsins samanborið við niður- stöður kosninga. Flokkurinn fengi um 8,2 prósenta fylgi yrði kosið nú, en fékk 7,2 prósent í þingkosn- ingum í vor. Þingmenn flokksins eru nú fjórir, en yrðu fimm yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við niðurstöður könnunarinnar. Hringt var í 800 manns þriðju- daginn 28. júlí. Svarendur skipt- ust jafnt eftir kyni, og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 63,8 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Naumur meirihluti stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi frá kosningum í lok apríl samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi annarra flokka. Fylgi við Vinstri græn dalar en Samfylkingin stendur því sem næst í stað. 40 35 30 25 20 15 10 5 % FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA 36,6 26,8 14,3 11,7 7,3 15 . m aí 20 07 29 . s ep t. 20 07 30 . j an . 2 00 8 23 . f eb . 2 00 8 19 . a pr íl 20 08 21 . j ún í 2 00 8 25 . o kt . 2 00 8 22 . n óv . 2 00 8 22 . j an . 2 00 9 27 . f eb . 2 00 9 11 . m ar s 2 00 9 25 . m ar s 2 00 9 7. ap ríl 2 00 9 14 . a pr íl 20 09 22 . a pr íl 20 09 Ko sn in ga r 2 5. a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 Ko sn in ga r 0,7 2,0 4,9 32,2 27,3 25,7 40,1 35,2 14,2 5,9 3,8 32,6 22,1 19,2 16,8 3,7 6,8 Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2007 til 28. júlí 2009. 29 30,4 18,8 13,5 8,2 GENGIÐ 28.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,0329 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,42 126,02 207,17 208,17 178,97 179,97 24,036 24,176 20,396 20,516 16,933 17,033 1,3235 1,3313 195,64 196,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.