Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 14

Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 14
14 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 170 milljóna hugmynd Olíufélagið N1 hélt á dögunum ráðstefnuna Start 09, sem hugsuð var sem „skemmtilegur hugmyndafundur um nýjar leiðir og lausnir fyrir Ísland“ eftir bankahrunið. Ætli sú hugmynd hafi nokkuð kviknað á fundinum að Einar Sveinsson, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, flytti heim milljónirnar 170 sem hann skaut til Noregs tveim- ur dögum fyrir yfirtöku Glitnis, að því er segir í skýrslu um bankann? Það hefði verið prýðileg hugmynd. Þeir eru þá á lífi Íslensku auðmennirnir hafa, eins og gefur að skilja, verið meðal eftirsótt- ustu viðmælenda fjölmiðla frá bankahruni. Til algerra undantekn- inga heyrir þó að hægt sé að ná af þeim tali, enda hafa þeir flestir látið sig hverfa úr sviðsljósinu – þó því miður ekki sporlaust. Stöð 2 hefur nú fundið fullkomna leið fyrir fjölmiðla til að svæla jöfrana úr fylgsnum sínum; að birta frétt sem reitir þá nógu mikið til reiði að þeir rjúki fjólubláir í framan í alla miðla til að bera af sér sakir. Þeir eru þá á lífi eftir allt saman. Og hefðu kannski getað forðast þennan misskilning ef þeir hefðu vanið sig á að svara fyrirspurn- um og gera hreint fyrir sínum dyrum. Íslenskt Ha Ha Þorsteinn Joð vinnur nú að heimildar- mynd um Icelandic Food Centre, veit- ingastað sem íslenska ríkið kom að því að stofna í London árið 1965 til þess að kynna íslenskan mat. Nú, 44 árum síðar, heldur ævintýri íslenska ríkisins í breskum veitingahúsa- rekstri áfram. Í gær var nefnilega tilkynnt að skilanefnd Kaupþings væri orðin stoltur eigandi tveggja veitingahúsakeðja sem áður voru í eigu athafnamanns- ins Roberts Tchenguiz. Kannski það komi til með að auka hróður landans að veitingastaðirnir Ha Ha Bar & Grill séu nú í íslenskri eigu. stigur@frettabladid.is Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköp- um að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir megin- hagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbún- aður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamál- um. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þess- ari fyrstu grein af þremur er fjall- að um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hags- munamál Íslands og sjávarútvegs- mál eru í takt við það sá mála- flokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugs- anlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþág- um og virðast jafnvel hafa kerfis- bundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkis- borgararéttur ESB gangi fram- ar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhús- um. Grikkland, Spánn og Portú- gal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatób ak- ið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðild- arsamningum Svíþjóðar, Finn- lands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiði- málum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veið- um innan efnahagslögsögu sinn- ar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur ann- arra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Barátt- an um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar og beintengd hugmynd- um um fullveldi Íslands. Sjávar- afurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með bein- um hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegs- stefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarút- vegsstefnunni heldur sértæka beit- ingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarð- anir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sér- lausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlants- hafssvæðinu annars vegar og haf- svæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýt- ingu er að ræða úr sameiginleg- um auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmið- um og á öllu Norðvestur-Atlants- hafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Dan- mörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópu- sambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlind- ir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlind- ir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildar- viðræðum þarf því að skoða sér- staklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegs- stefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í land- búnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmála- fræði og forstöðumaður Evrópu- fræðaseturs Háskólans á Bifröst. EIRÍKUR BERGMANN Í DAG | Samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum Nr.1 - Sjávarútvegur UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um lögregluna. Ástand í lögreglumálum lands-ins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grund- vallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreyt- ingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunar- vert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfir- vegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og fram- komu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögð- ust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mót- mælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórn- völinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þess- um vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelg- isgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrota- manna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fang- elsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frek- ar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórn- arinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð. Með lögum skal land byggja JÓN GUNNARSSON NÝJAR HANDHÆGARUMBÚÐIR V ið Íslendingar erum smám saman að átta okkur á því að þau lífskjör sem við vorum orðin vön munu ekki standa okkur til boða á komandi misserum. Lífskjör undanfarinna ára voru enda að stærstum hluta tekin að láni og nú er komið að skuldadögum. Nú þarf þjóð- in að sýna úr hverju hún er gerð, rífa sig upp úr svartsýninni og vinna sem einn maður að endurreisn samfélagsins. Án nokkurs vafa munu aðilar verða dregnir til ábyrgðar fyrir sinn þátt í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í og vonandi fær réttlát reiði almennings þá útrás. Hins vegar er ljóst að því ferli mun ekki ljúka fyrr en eftir einhverja mánuði og jafnvel ár og á meðan þarf þjóðin að halda áfram – horfa fram á við – í þeirri fullvissu að hæfir einstaklingar sjái um rannsókn mála og að menn þurfi á endanum að standa henni reikningsskil gerða sinna. En mun öllum gefast kostur á að taka þátt í endurreisninni? Mun þjóðin bera gæfu til að leyfa sem flestum að leggja sitt lóð á vogarskálarnar? Eða fá nornaveiðar að halda áfram að grafa um sig í samfélaginu? Það er á allra vitorði að fjármálafyrirtækin og útrásarfyrir- tækin sópuðu til sín lunganum af best menntaða fólki landsins – þegar best lét unnu fleiri þúsund manns hjá þessum fyrir- tækjum. Af mörgum er þetta fólk allt brennimerkt í dag og allir sem unnu hjá bönkunum, eða allir sem unnu hjá útrásarfyrir- tækjum landsins eru taldir hluti af stórri svikamyllu. En þessar fullyrðingar eru hvorki raunhæfar né sanngjarnar. Langflestir þessara starfsmanna mættu í vinnu á hverjum degi, lögðu sig alla fram og sáu ekki frekar en aðrir fyrir það gríðarlega hrun sem varð síðastliðið haust. Í dag vildu án efa margir hafa gert hlutina öðruvísi – tekið aðrar ákvarðanir – gefið öðruvísi ráð- leggingar og ekki að ástæðulausu að orðatiltækið „að vera vitur eftir á“ er svo mikið notað í íslenskri tungu og raun ber vitni. Þessi fámenna þjóð hefur hins vegar ekki efni á því að krefj- ast þess að bókstaflega allir sem hafa komið nálægt einhverju verði að víkja enda yrði gríðarlegri þekkingu kastað á glæ með því. Og eitt er víst; það hafa ekki „99 hreinar meyjar“ legið í dvala undanfarna mánuði sem geta nú risið upp og leyst vanda íslensku þjóðarinnar. Þjóðin þarf núna á öllu sínu besta fólki að halda til að vinna sig sem hraðast út úr núverandi ástandi. Þjóðin hefur ekki efni á fordómafullum nornaveiðum. Samfélag sem sættir sig við slíka hegðun er bæði óheilbrigt og illa á vegi statt. Það sem þjóðin þarf er kraftur, bjartsýni, þekking, reynsla og vinnu- fúsar hendur. Hverjir fá að koma að endurreisninni? 99 hreinar meyjar MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR Mun þjóðin bera gæfu til að leyfa sem flestum að leggja sitt lóð á vogaskálarnar? Eða fá nornaveiðar að halda áfram að grafa um sig í samfélaginu?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.