Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 22

Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 22
 29. JÚLÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● verslunarmannahelgin Þeir sem kjósa að dvelja í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina hafa úr þéttri tónleikadagskrá að velja en Innipúkinn og Jack Live Musicfestival eru á meðal helstu viðburða. „Innipúkinn er hátíð sem hefur flakkað svolítið um höfuðborgina og farið víða síðan hún var fyrst haldin árið 2002,“ segir Eldar Ást- þórsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, en í ár verður hún í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum sem standa hlið við hlið í Tryggvagötunni. „Þetta eru staðirnir Sódóma og Batteríið sem báðir henta vel til tónleikahalds. Batteríið er reynd- ar gamalt heimili Innipúkans því hann var haldinn á staðnum, sem þá hét Organ, fyrir tveimur árum og eru menn sammála um að það hafi verið einhver skemmtilegasta Innipúkahátíð sem haldin hefur verið. Það ríkir því mikil ánægja með að vera komin þangað aftur,“ segir Eldar. Portið á milli staðanna verður einnig nýtt en þar verður útipartý milli 17 og 20 á laugardag og jafn- vel oftar ef veður leyfir. „Þar verður grill, „pub-quiz“ og fleira skemmtilegt og ef það fer að rigna erum við búin að græja okkur upp með tjaldi. Það gæti því skapast örlítil útihátíðarstemning en þó verða öll þægindi innan handar.“ Fjöldi listamanna og hljómsveita mun troða upp og verður eitthvað á boðstólum fyrir alla. „Við verð- um með allt frá Megasi og Gylfa Ægissyni yfir í rokk og teknó,“ segir Eldar. Útihátíðin Jack Live Summer- festival er haldin í annað skipti í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi en þar munu átján hljómsveitir og listamenn troða upp. Við verðum með tónleika, grill, lukkuhjól og fleira skemmti- legt, allt á einum stað og er ekki veikur hlekkur í dagskránni,“ segir Vilhjálmur Sanne, annar eigandi Dillons, en hljómsveitir á borð við Dr. Spock, Agent Fres- co, Brain Police og Deep pur- ple (coverband) með Eyþóri Inga Gunnlaugsson í fararbroddi munu stíga á svið. Verði á báðar hátíðarnar er stillt í hóf en armbandið á Inni- púkann kostar 2.900 krónur og 2.500 á Jack Live Summerfesti- val en auk þess er hægt að kaupa miða á einstaka viðburði. Nánari upplýsingar er að finna á www. midi.is. - ve Þétt dagskrá í borginni Vilhjálmur Sanne og Markús Hauksson, eigendur Dillons, standa nú fyrir tónlistarhá- tíð aðra verslunarmannahelgina í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þau Eldar Ástþórsson, Diljá Ámundadóttir og Björn Kristjánsson skipuleggja Innipúkahátíðina í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þátttaka í Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta er helmingi meiri heldur en hún var í fyrra. Mótið, sem fer fram í Tungudal á Ísafirði, er nú hald- ið í sjötta sinn. Á hádegi í gær höfuð sex hundruð manns skráð sig til leiks en í fyrra tóku tæplega 300 manns þátt. Mótshaldarinn Jóhann Bæring Gunnarsson, sem hefur hlotið nafnbótina drullusokkur ársins 2009, segir skýringuna þá að þeir sem komi einu sinni komi ávallt aftur og að margir hafi náð að safna í lið á milli ára. „Fólki finnst þetta bara svo gaman.“ Nú þegar eru um fimmtíu lið skráð til leiks, þrjátíu karlalið og tæplega tuttugu kvennalið en hámarks- fjöldi í liði eru fimmtán manns. Eitt lið er eingöngu skipað erlendum leikmönnum sem eru meðal annars frá Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Frakklandi. „Þá erum við með Kanadamenn í einu liði og Pólverja í öðru.“ Meðal nýjunga í ár eru svo sápubandý og konuburðarkeppni en í henni er keppendum gert að komast yfir drullusvað með konu á bakinu. „Það er alveg nógu erfitt að hlaupa einn síns liðs í drullunni svo þetta verður fróðlegt að sjá,“ segir Jóhann. - ve Metfjöldi í mýrarboltanum Um sex hundruð manns eru nú þegar skráðir í mýrarboltamót- ið á Ísafirði en auk þess er von á nokkur þúsund áhorfendum. M YN D /B IR G IR Ö RN Verslunarmenn hófu árið 1881 að gera sér glaðan dag eitt kvöld á ári að vetri til en 1894 fékk Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur sinn fyrsta almenna frídag og efndi þá til útiskemmtunar 13. september. Árið 1897 hvatti Stúdentafélagið í Reykjavík öll félög í bænum til að gangast saman fyrir hátíð 2. ágúst. Hún var haldin á Rauð- arártúni og tók Verzlunamannafélagið þátt í henni. Tímasetn- inguna má rekja til þess að 2. ágúst 1874 var haldin þjóðhátíð til að minnast þúsund ára afmælis þjóðarinnar og fram til 1909 var þjóðhátíð Reykvíkinga yfirleitt haldin þann dag. Árið 1902 drógu verslunarmenn sig út úr henni, ástæðan var sú að bindindismenn höfðu komist þar í meirihluta og vildu engar vínveitingar á há- tíðinni. Fyrstu árin á eftir héldu verslunarmenn sumarskemmtan- ir í nágrenni Reykjavíkur hina ýmsu daga. Árið 1918 héldu þeir hana í Vatnaskógi 2. ágúst enda var sá dagur úr sögunni hjá öðrum. Veturinn 1933-4 var ákveðið að frídagur verslunarmanna skyldi vera fyrsti mánudagur í ágúst. Þannig hefur það verið síðan og af þeim degi dregur verslunarmannahelgin nafn. - gun Heimild: Saga daganna Vildu ekki bindindi Frídagur verslunarmanna hefur verið fyrsti mánudagur í ágúst frá 1934. M YN D /Ú R SA FN I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.