Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 4
4 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR Vegna fréttar af lánveitingum Kaupþings til Skúla Þorvaldssonar athafnamanns skal tekið fram að Skúli tengist ekki rekstri Hótels Holts og hefur ekki gert frá árinu 2003. ATHUGASEMD WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 SKÓLATILBOÐ! ALLT AÐ 8 KLST RAFHLÖÐUENDING FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 30° 25° 27° 26° 25° 27° 28° 25° 23° 25° 31° 24° 32° 34° 24° 29° 31° 24° Á MORGUN 5-13 m/s FÖSTUDAGUR 3-10 m/s 15 15 16 16 18 1614 14 18 17 VÆTUTÍÐ Eftir afar þurran júlímánuð og það víða á landinu er nú viðsnúningur að verða, einkum sunnan til. Það má búast við rigningu eða skúrum sunnan- og vestan- lands með hléum vikuna á enda. Norð- anlands verður hins vegar úrkomuminna þó ekki verði alþurrt. Hlýtt verður í veðri næstu daga og um næstu helgi. 5 5 9 5 3 6 3 5 6 15 5 20 17 13 20 17 14 17 15 18 15 14 16 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Þrjár á neyðarmóttöku Þrjár ungar stúlkur leituðu sér aðstoð- ar á neyðarmóttöku nauðgana um og eftir verslunarmannahelgina vegna nauðgunar eða tilraunar til nauðgun- ar. Tvö tilfellanna áttu sér stað innan borgarmarkanna en eitt úti á landi. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Mál Jónasar Inga Ragn- arssonar og Tinds Jónssonar, sem ákærðir eru fyrir að ætla að framleiða amfetamín í iðn- aðarhúsnæði í Hafnarfirði, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Þar skiluðu verjendur greinargerðum þar sem afstaða sakborninganna tveggja til sakarefnisins var skýrð. Verksmiðjan í Hafnarfirði var ein sú fullkomnasta sem sér- fræðingur Interpol hefur komist í kynni við. Þar fundust upphafs- efni sem dugað hefðu til að fram- leiða ríflega 350 kíló af amfetam- íni. Báðir mennirnir neita hins vegar að hafa ætlað að framleiða í verksmiðjunni amfetamín. - sh Neita fíkniefnaframleiðslu: Verjendur skila greinargerðum TEKINN Jónas Ingi hlaut fyrir fjórum árum dóm í líkfundarmálinu svokallaða. SVISS, AP Dalaí Lama, leiðtogi Tíbeta, segist hafa orðið var við það að meðal Kínverja fari stuðn- ingur við málstað Tíbeta vaxandi. Hann segir bæði menntafólk og alþýðu í Kína sýna meiri skilning gagnvart stöðu Tíbeta og í einka- samtölum hafi jafnvel kínverskir embættismenn sagt sér að þeir hefðu áhyggjur af Tíbet. Þetta sagði hann á blaða- mannafundi í Sviss þar sem hann heldur tveggja daga fyrirlestr- anámskeið um búddisma. Hann segir að senda þurfi alþjóðlegt rannsóknarlið til Tíbets vegna átakanna þar á síðasta ári. - gb Dalaí Lama bjartsýnn: Segir stuðning í Kína vaxandi DALAÍ LAMA Finnur fyrir meiri skilningi í Kína á málstað Tíbeta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 25 fíkniefnamál í Eyjum Alls komu um 25 fíkniefnamál upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Í flestum tilfellum var lagt hald á amfetamín í þessum málum. Tíu líkamsárásir voru kærðar. MENNING Stjórn menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 ann- arra menningarminja á sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varð- veisluskrána af hálfu ríkisstjórn- ar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg hand- rit um sögu og menningu Norður- landa, og raunar stórs hluta Evr- ópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún Nordal, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar, segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vett- vangi. „Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði,“ segir Guðrún. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varð- veita eins og best er á kosið.“ Guðrún segir að næsta verk- efni verði að bæta húsakost Árna- stofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakost- ur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi. bergsteinn@frettabladid.is Handritin með merk- ustu minjum heims Handrit Árna Magnússonar hafa verið skráð á heimslista UNESCO yfir verð- mætustu menningarminjar heims. Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússon- ar segir þetta staðfesta mikilvægi safnsins og vekja á því athygli um allan heim. ÁRNAGARÐUR Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur frá 1997 haldið skrá yfir minjar sem þykja hafa sérstakt varðveislugildi fyrir andlegan menningararf mannkyns og nefnist „Memory of the World“, eða „Minni heimsins“. Nú eru 193 minjar í skránni. Handritasafn Árna Magnússonar er fyrstu íslensku minjarnar til að komast í varðveislu- skrána. Handritasafn Árna Magnússonar geymir um þrjú þúsund handrit frá miðöldum og síðari öldum. Það er varðveitt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík og í Árnasafni í Kaup- mannahöfn. Meðal verka sem bætt var í varð- veisluskrá UNESCO á föstudag voru dagbækur Önnu Frank og enski lagabálkurinn Magna Carta. HANDRITIN Á HEIMSLISTA UNESCO RÚSSLAND, AP Rússneskir her- menn voru í gær í viðbragðs- stöðu í héraðinu Suður-Ossetíu við landamæri Georgíu. Vax- andi spenna er á landamærun- um. Undanfarna daga hafa aðskiln- aðarsinnar í Suður-Ossetíu og stjórnvöld í Georgíu skipst á ásökunum um að hafa hleypt af byssum og skotið sprengjum. Á föstudaginn verður ár liðið frá því að nokkurra vikna stríð Georgíu og Rússlands hófst í fyrra. Rússar komu þá Suður- Ossetíu til aðstoðar og náðu hér- aðinu á vald sitt. - gb Spenna í Suður-Ossetíu: Rússlandsher í viðbragðsstöðu FLÓTTAMANNABÚÐIR Í TSKHINVALÍ Enn búa flóttamenn í tjöldum í höfuðborg Suður-Ossetíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Á fimmta tug inn- brota og þjófnaða voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um helgina. Er það talsvert meira en undanfarnar verslunar- mannahelgar. Meðal annars var brotist inn í fyrirtæki, íbúðarhús- næði, sumarhús og bíla. Ekki liggur fyrir hversu mikl- um verðmætum var stolið né hversu miklu tjóni þjófar ollu við að brjótast inn. Lögregla var fáliðaðri á höfuðborgarsvæðinu en verið hefur um verslunar- mannahelgar undanfarin ár. Nokkrir hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að innbrotum. - kg Reykjavík um helgina: Á fimmta tug innbrota kærð GENGIÐ 04.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,0354 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,19 125,79 212,03 213,07 180,18 181,18 24,196 24,338 20,687 20,809 17,481 17,583 1,3209 1,3287 196,37 197,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.