Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 8

Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 8
8 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvað heitir kajakræðarinn sem lauk hringferð sinni á kaj- ak um landið á mánudag? 2 Á hverri Kanaríeyjanna er nú barist við mikla skógarelda? 3 Hversu margir gestir eru taldir hafa verið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 ársávöxtun 13,9% Íslandssjóðir hf. er sjálfstætt fjármálafyrirtæki í eigu Íslandsbanka. Íslandssjóðir reka verðbréfa- og fjárfestingarsjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Nánari upplýsingar er að finna á www.islandssjodir.is 3 ár 11,3% 5 ár ársávöxtun Sjóður 5Ríkisskuldabréf – Sjóður 7Löng ríkisskuldabréf – 12,8% 3 ár 10,3% 5 ár * *Skv. sjodir.is - þann 30. júní 2009 * Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7, eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandsbanka hf., www.islandsbanki.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s FERÐAÞJÓNUSTA Ferðamenn eyddu um 90 prósentum meira að meðal- tali á Íslandi frá janúar til júlí, en á sama tímabili í fyrra. Mest er aukningin hjá Dönum, um 150 prósent, og skipa þeir sér nú í efsta sæti listans sem Bandaríkjamenn hafa lengst af verið í. „Mynstrið á ferðamönnum virð- ist vera að breytast. Áður var þetta mikið af fólki sem kom til að skoða náttúruna en nú virðast þeir vera tilbúnir að kaupa meira,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, fram- kvæmdastjóri Global Refund, sem sér um umsýslu fyrir Tax Free á Íslandi. „Íslenskir verslunareig- endur eiga hrós skilið fyrir að bjóða upp á öflugt vöruúrval þrátt fyrir stöðuna,“ segir Helgi. Þótt aukning sé um 90 prósent má gera ráð fyrir að 30 til 40 pró- sent stafi af verðhækkunum, að sögn Helga. Sagt var frá því í Fréttablaðinu að aukning í ferð- um frá Frakklandi er um 55 pró- sent hjá Icelandair. Helgi hefur svipaða sögu að segja. „Ef horft er á Frakka, Þjóðverja, Ítali og Hollendinga er aukningin í eyðslu í kringum 110 til 125 prósent“. Lengst af hafa Bandaríkjamenn verið í fyrsta sæti yfir þá ferða- menn sem eyða mestu á Íslandi. Í fyrra komust Norðmenn í efsta sætið, en nú hafa danskir ferða- menn skotist upp á toppinn, að sögn Helga. Norðmenn eru næst- flestir, með aukningu um rúm- lega 100 prósent frá því í fyrra og Bandaríkjamenn eru í þriðja sæti með svipaða aukningu. Aukningin hjá þjóðum á borð við Kanada, Kína og Rússlandi er minni, en Kandamenn hafa eytt 67 prósent meira í ár en í fyrra. Meðaltals endurgreiðsla til ferðamanna í gegnum Tax Free hefur aukist um 20 prósent og er meðaltalsávísun nú 14.500 krón- ur, að sögn Helga. Þjóð sem sker sig úr eru til dæmis Rússar, þar sem meðaltalið er vel yfir 16 þús- und krónum. Bretar eru hins vegar með tæplega 12 þúsund krónur. Þrátt fyrir þessa aukningu í sölutölum frá janúar til júlí fækk- aði ferðamönnum um þrjú prósent á tímabilinu janúar til júní. „Ég er viss um að við munum ná sama heildarfjölda á árinu og í fyrra því það kemur gríðarlegur fjöldi í júlí, ágúst og september,“ segir Helgi. vidir@frettabladid.is Eyðsla ferðamanna hefur tvöfaldast í ár Ferðamenn eyða um 90 prósentum meira að meðaltali í ár en í fyrra. Fram- kvæmdastjóri Global Refund segir íslenska verslunareigendur eiga hrós skilið. Endurgreiðsla til ferðamanna í gegnum Tax Free hefur aukist um 20 prósent. FERÐAMENN Þeir ferðamenn sem eyða mestu á Íslandi eru Danir en eyðsla þeirra hefur aukist um 150 prósent milli ára. Bandaríkjamenn, sem héldu titlinum þar til í fyrra, eru nú í þriðja sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skóli fær nafn Ný skólastofnun í Dalabyggð tekur til starfa um mánaðamótin. Hún hefur fengið nafnið Auðarskóli. Auðarskóli varð til við sameiningu grunnskólans í Búðardal, tónlistarskóla Dalasýslu, leikskólans Vinabæjar og grunnskól- ans í Tjarnarlundi. DALABYGGÐ HERNAÐUR Samtök hernaðarand- stæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanrík- isráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar orrustu- flugvéla Atlantshafsbandalags- ins og vörslu hergagna þess á Akureyrarflugvelli undir yfir- skini loftrýmiseftirlits. Samtökin krefjast þess að her- afli bandalagsins yfirgefi Akur- eyri án tafar og að utanríkis- ráðherra biðji þjóðina afsökunar á þeirri fylgisspekt hans við Bandaríkjaher sem hér birtist. Slíkur stuðningur við núverandi útþenslustefnu Bandaríkjanna og NATO, í Norðurhöfum sem öðrum heimshlutum, þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar og sé neyðarleg uppákoma fyrir sitjandi vinstri stjórn. - kg Hernaðarandstæðingar: Undrast að flugs- æfingarnar SÚDAN, AP Lögreglan í Súdan beitti í gær táragasi og barefl- um á tugi kvenna, sem höfðu efnt til mótmæla fyrir utan dómstól í höfuðborginni Kart- úm. Réttarhöld voru að hefjast yfir blaðakonunni Lubnu Huss- ein, sem hafði unnið sér það til saka að klæðast buxum á almannafæri. Ströng íslömsk lög þar í landi leyfa ekki slíkt. Hún á yfir höfði sér fjörutíu vandarhögg. Sumar kvennanna, sem sýndu henni stuðning með mótmælun- um í gær, klæddust buxum, en aðrar hefðbundnari fatnaði. - gb Buxnadeila í Súdan: Mótmælendur barðir kylfum LUBNA HUSSEIN Fær rembingskoss frá stuðningsmanni sínum við upphaf réttarhalda í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍÞRÓTTIR Golfklúbbur Ísafjarðar býður upp á sex holu golfvöll í Tungudal þar sem hægt er að æfa sig ókeypis í golfi. Sagt var frá því fyrir helgi að Golfklúbbur Akureyrar hefði tekið sex holu völl til notkunar þar sem ókeypis væri í golf. Hall- dór Rafnsson hjá Golfklúbbi Akureyrar vissi þá ekki til þess að á fleiri stöðum en Akureyri væri hægt að spila golf frítt. Hins vegar er greint frá því á vestfirska fréttavefnum bb.is að boðið sé upp á slíkt hið sama í Tungudal, og þannig hafi það verið frá opnun vallarins. - þeb Sex holu völlur á Vestfjörðum: Líka ókeypis í golf í Tungudal VEÐUR „Í rauninni má segja að þessi þurrkur hafi haft merki- lega lítil áhrif því sprettan í túnunum er almennt mjög góð,“ segir Valdimar Guðjónsson, bóndi á Gaulverjabæ í Flóa- hreppi. Nýafstaðinn júlímánuð- ur var óvenju þurr víða um vest- an- og suðvestanvert landið. Fara þarf aftur til ársins 1889 til að finna jafn litla úrkomu í júlí, eftir því sem kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Að sögn Valdimars var sprett- an komin vel af stað í byrj- un júlímánaðar. „Við fengum mikla úrkomu í vor þegar mesti sprettutíminn var og það bjarg- aði alveg málunum. Ég hefði ekki boðið í ástandið annars, því þetta var mjög lítil úrkoma sem við fengum í júlí. Núna nýtist dögg- in á næturnar til þess að þetta spretti.“ Júlímánuður var hlýr og þurr um mikinn hluta landsins. Meðal- hiti í Reykjavík var 12,8 stig, og er það 2,2 stigum yfir meðallagi. Mánuðurinn er í 3. til 4. sæti hlýrra júlímánaða frá því sam- felldar mælingar hófust, en ívið hlýrra var árin 1991 og 2007 og jafnhlýtt í júlí árið 1936. Meðalhitinn á Akureyri var 11,1 stig og er það 0,6 stigum yfir meðallagi. - kg Nýliðinn júlímánuður var með þeim hlýjustu síðan mælingar hófust í Reykjavík: Spretta í túnum góð þrátt fyrir þurrk BÚSÆLDARLEGT Á SUÐURLANDI Júlímánuður var hlýr og þurr um mestallt landið en mikil úrkoma í vor gerði það að verkum að ekki varð léleg spretta í túnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.