Fréttablaðið - 05.08.2009, Side 11

Fréttablaðið - 05.08.2009, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 5. ágúst 2009 Það er Meira Frelsi 0 kr. innan kerfis um helgar í sumar Fylltu á Frelsið í gegnum Mitt Frelsi og hringdu svo eða sendu SMS innan kerfis um helgar í mánuð á eftir án þess að borga krónu. Þú talar auðvitað áfram við vini þína innan eða utan kerfis – við fjölgum bara vinunum um helgar.** NETIÐ Í SÍMAN UM FYLGIR FRELS INU! VIÐSKIPTI Alls gefa níu kost á sér til setu í aðalstjórn Icelandair Group á hluthafafundi sem verð- ur haldinn á morgun, 6. ágúst. Þeir eru: Finnur Reyr Stefánsson, Friðrik Á. Brekkan, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Hlíf Sturludóttir, Jón Ármann Guðjónsson, Jónas Gauti Friðþjófsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Pétur J. Eiríks- son og Sigurður Helgason. Stærstu hluthafar í Icelandair Group eru Íslandsbanki, sem á 47 prósent í félaginu, skilanefnd Landsbankans, sem á um 24 pró- senta hlut, og Sparisjóðabankinn, sem á um 10 prósent. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Icelandair, og Katrín Olga á vegum Íslands- banka, Pétur J. Eiríksson, fyrr- um forstjóri Icelandair Cargo, á vegum skilanefndar Landsbank- ans og Jón Ármann á vegum Sparisjóðabankans. Finnur Reyr sækist eftir setu vegna eigin hlut- ar í félaginu. Hann er jafnframt eini núverandi stjórnarmaður sem sækist eftir áframhaldandi setu. Hlíf Sturludóttur, Friðrik Á. Brekkan og Geirþrúður Alfreðs- dóttir sækjast eftir stjórnarsetu vegna eigin hlutar í félaginu, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Geirþrúður hefur verið flugstjóri hjá Icelandair og er dóttir Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. - bþa Níu gefa kost á sér í aðalstjórn Icelandair á hluthafafundi: Fyrrum forstjórar í framboði ÞOTUR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Stærstu hluthafar í Icelandair eru Íslandsbanki, skilanefnd Landsbankans og Sparisjóða- bankinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÚTÍN Í TRÉNU Vladimír Pútín, forsæt- isráðherra Rússlands, hefur verið í fríi í bænum Kyzyl í Suður-Síberíu. Þar fann hann þetta tignarlega tré til að príla upp í. NORDICPHOTOS/AFP UMFERÐ Umferð úr höfuðborginni var minni um verslunarmannahelgina en flestar aðrar helgar í sumar, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Vega- gerðin hefur tekið saman tölur um umferð frá höfuðborgarsvæðinu frá því síðustu helgina í júní, og var umferð um verslunarmannahelgina minni en um meðalhelgi. Umferðin var mest síðustu helgina í júní, en minnst síðustu helgina í júlí. „Mýtan um verslunarmannahelgina virðist ekki standast. Hún virðist ekki vera stærsta ferðahelg- in ef marka má þessar tölur,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Það sé í það minnsta tilfellið í ár frá höfuðborgar- svæðinu. Svo geti þetta verið misjafnt úti á landi. Umferðin var mæld á fimm stöðum nálægt höfuð-borgarsvæðinu. Til austurs var mælt á þremur stöðum, alls staðar var töluvert meiri umferð en um sömu helgi í fyrra. Undir Ingólfs- fjalli jókst umferðin um tæp tíu prósent milli ára, um Hellisheiði um rúm ellefu prósent og um Sand- skeið um tæp sjö prósent. Til norðurs var mælt á tveimur stöðum og var umferðin nokkru minni á þeim báðum en á sama tíma í fyrra. Mælt var á Árvöllum á Kjalarnesi, þar sem umferðin var rúmum sex prósentum minni, og um Hvalfjarðar- göng, þar sem umferðin minnkaði um níu prósent milli ára. - þeb Umferð frá höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina: Minni umferð en aðrar helgar HVALFJARÐARGÖNG Umferðin til norðurs var talsvert minni um verslunarmannahelgina nú en í fyrra. Um Hvalfjarðargöng- in fóru níu prósentum færri bílar en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Vöruskiptin í júní voru hagstæð um 8,7 milljarða króna. Fluttar voru inn vörur fyrir 32 millj- arða en út fyrir 40,7 milljarða. Fyrstu sex mán- uði ársins voru fluttar út vörur fyrir 212 millj- arða króna en inn fyrir 179 milljarða króna. Á sama tíma- bili fyrir ári voru vöruskipti óhagstæð um 37,8 milljarða á sama gengi. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að það sé und- irliggjandi þróun í þá átt að það sé meiri afgangur í vöruskipta- og þjónustujöfnuði. Hann reiknar með að sú þróun haldi áfram. - bþa Afgangur nam 8,7 milljörðum Vöruskipti já- kvæð í júní MENNTUN Rúmlega 100 manns eru nú á Vestfjörðum til að taka þátt í íslenskunámskeiði á vegum Háskólaseturs Vest- fjarða. Nemendurnir á nám- skeiðinu eru flestir á leið í skiptinám hér á landi, en þó eru um þrjátíu þeirra einfaldlega áhugafólk um íslensku. Íslensku- námskeiðið hófst á mánudag og stendur í þrjár vikur. Íslenskukennslunni er blandað saman við kynningar á íslenskri menningu og sögu. Flestir nem- endurnir gista að Núpi í Dýra- firði en nokkrir eru á Ísafirði. Háskólasetrið hefur hvatt Vestfirðinga til að tala íslensku við nemendurna, og hjálpa þannig til við kennsluna. - þeb Fjölmennt íslenskunámskeið: 100 útlendingar læra íslensku á Vestfjörðum SUÐUR-AFRÍKA, AP Suður-Afríku- stjórn segir að hvorki hún né önnur þróunarríki muni fallast á frekari aðgerðir gegn hlýnun jarðar nema ríku þjóðirnar borgi brúsann. Embættismenn í Suður-Afríku hittust í Jóhannesarborg í gær til að undirbúa sig fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í vetur. Þeir sögðu að ríku þjóðirnar yrðu að leggja til hliðar sem svarar einu prósenti af heildar- tekjum jarðarbúa til þess að þró- unarlönd féllust á niðurstöðuna. - gb Suður-Afríka um loftslagsmál: Ríku þjóðirnar verða að borga INGÓLFUR BENDER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.