Fréttablaðið - 05.08.2009, Qupperneq 14
14 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þar sem stjórnarkynning frá 25. september 2008, með yfir-
liti yfir helstu skuldunauta Kaup-
þings lak á netið og í framhaldi
af æsingarkenndum viðbrögðum
fjölmiðla og stjórnmálamanna við
efni hennar, finn ég mig knúinn til
að útskýra hvað þarna er á ferð.
Þeir sem hafa haft fyrir því að
kynna sér efni þessarar skýrslu
sjá að Kaupþing stóð ágætlega í
lok september síðastliðinn. Raun-
ar betur en margir evrópskir
bankar á þessum tíma. Veð bank-
ans og tryggingar voru enn vel
rúm sem er athyglisvert í ljósi
þess að markaðir höfðu verið
í nær frjálsu falli mánuðina á
undan. Enda er bókað í fundar-
gerð stjórnar að eftir yfirferð
skýrslunnar væri staða bankans
betri en menn höfðu þorað að vona
miðað við aðstæður.
Tilefni skýrslunnar var að upp-
lýsa stjórnina um helstu útlán og
áhættu bankans. Þar kom fram
að heildarútlán og áhætta gagn-
vart stærstu viðskiptavinum
bankans, að teknu tilliti til lögboð-
ins frádráttar vegna veðtrygg-
inga í formi reiðufjár, verðbréfa
og fasteigna, var undir lögboðnu
hámarki, sem nemur 25% af eigin-
fjárgrunni. Yfirlýsingar um annað
eru rangar og geri ég ráð fyrir að
Fjármálaeftirlitið rannsaki þenn-
an þátt sérstaklega, en skýrslur
vegna þessa voru sendar ársfjórð-
ungslega til FME. Jafnframt er
það rangt sem fram hefur komið
í fjölmiðlum að stór lán hafi verið
veitt viðskiptavinum bankans rétt
fyrir hrun. Sú mynd sem dregin
hefur verið upp af fjölmiðlum að
ákveðnum viðskiptavinum eða
hluthöfum hafi verið veitt lán frá
bankanum til að koma fjármunum
undan í aðdraganda hrunsins, á
sér enga stoð í raunveruleikanum.
Engar slíkar lánveitingar áttu
sér stað síðustu vikur eða mánuði
fyrir fall Kaupþings.
Þar sem fjölmiðlar umreikna
öll lán Kaupþings miðað við gengi
krónunnar eins og það er nú hafa
þeir nær tvöfaldað þær upphæðir
sem koma fram í stjórnarkynn-
ingunni. Sé sá háttur hafður á er
sanngjarnt að umreikna einnig
stærð Kaupþings eins og bankinn
var fyrir hrun. Þá sést að þrátt
fyrir að þetta séu háar upphæðir,
þá verður að skoða þær í sam-
hengi við 10 þúsund milljarða
króna efnahagsreikning bankans.
100 milljarða króna útlán til eins
viðskiptavinar nam einungis 1%
af heildarefnahag bankans.
Það er mér mikið umhugsunar-
efni hvernig þeir sem láku skýrsl-
unni komust yfir hana. Einungis
örfáir einstaklingar innan bank-
ans höfðu þessa skýrslu í rafrænu
formi. Ljóst er því að skýrslan
hefur verið sótt inn í gagnagrunna
bankans eftir fall hans og kemur
það undirrituðum ekki á óvart.
Rétt er einnig að það komi fram
að skýrslan er bókuð í fundargerð
stjórnar og er þar með aðgengi-
leg Fjármálaeftirlitinu, auk þess
sem skýrslan hefur verið aðgengi-
leg öllum þeim aðilum öðrum
sem hafa með höndum rannsókn
á aðdraganda og orsökum falls
íslensku bankanna haustið 2008.
Allt tal um leyniskýrslu er því
rangt, en hins vegar bar eftirlits-
aðilum að meðhöndla hana sem
trúnaðargagn, vegna hagsmuna
viðskiptavina bankans.
Fyrir utan umfangið er fátt
nýtt sem kemur fram í þessari
skýrslu um til dæmis lánveiting-
ar til Exista og Robert Tchenguiz.
Búið var fyrir nokkrum mánuð-
um að leka þeim upplýsingum í
Morgunblaðið. Stærstu lán bank-
ans til Exista tengjast Lýsingu,
sem fyrir sölu var fjármagnað
beint af Kaupþingi. Hefur sú stað-
reynd verið öllum markaðsaðilum,
Fjármálaeftirlitinu og lánshæfis-
matsaðilum, lengi kunnug. Þá er
rétt að geta þess, sem reyndar
er alkunna, að Exista er og hefur
verið fjármagnað líkt og fjár-
málafyrirtæki, þar sem almenna
reglan er sú að lánveitingar eru
án sérstakra veðtrygginga. Kaup-
þing var einn margra tuga alþjóð-
legra banka sem lánuðu Exista
án veða. Jafnframt er rétt að geta
þess að heildarútlán til viðskipta-
vina þýðir ekki heildaráhætta
samkvæmt þeim reglum sem um
útlánaáhættu gilda. Víða var búið
að gera afleiðusamninga við aðra
banka til að draga úr áhættu, jafn-
framt því sem að sumir helstu við-
skiptavina bankans voru með tugi
milljarða króna á innstæðum og
drógust þær vitaskuld frá þegar
raunveruleg áhætta var metin.
Rétt er svo í lokin að árétta að
bankaleynd er ekki hugsuð fyrir
bankana. Hún er hugsuð fyrir
viðskiptavinina. Hvers eiga til
dæmis dönsk fyrirtæki að gjalda
sem hafa verið áratugum saman
í viðskiptum við FIH bankann
í Danmörku þegar upplýsingar
um þeirra lánamál eru nú öllum
aðgengileg á netinu? Fyrirsjáan-
legt tjón sem ætla má að það
geti haft í för með sér fyrir FIH,
hefur bein áhrif á hag Seðlabanka
Íslands og þar með íslensku þjóð-
arinnar. Stjórnmálamenn í leit að
stundarfrægð verða að gera sér
grein fyrir því að afnám banka-
leyndar þýðir vitaskuld ekkert
annað en fjöldaflótta íslenskra
viðskiptavina til erlendra fjár-
málafyrirtækja um leið og færi
gefast, með tilheyrandi og viðvar-
andi skaða fyrir íslenskt efna-
hagslíf.
Höfundur er fyrrverandi
stjórnarformaður Kaupþings.
Staðreyndir úr lánabók
Skiptar skoðanir
Kristján Kristjánsson, upplýsingafull-
trúi forsætisráðuneytisins, útskýrði í
kvöldfréttum Sjónvarps á mánudag
hvers vegna íslensk stjórnvöld hefðu
ekki fylgt málstað Íslendinga og
stefnu betur eftir á erlendum vett-
vangi. Kristján sagði að Íslendingar
væru rúmlega þrjú hundruð þúsund
manns og allir hefði mismun-
andi skoðun, jafnvel ráðherrar
ríkisstjórnarinnar. „Við erum alls
ekki sammála um það innbyrð-
is, Íslendingar, hvernig við eigum
að ljúka Icesave-málinu. Þess
vegna er erfitt að fara
út í heim og hamra
inn einhvern einn
boðskap,“ sagði
Kristján.
Varla svo skiptar
Er það svo? Hvað með: „Rétt eins
og sparifjáreigendur í Hollandi og
Bretlandi varð íslenskur almenningur
fyrir barðinu á óprúttnum kaupsýslu-
mönnum. Lífskjör á Íslandi munu
rýrna mjög vegna þess. Íslendingar
vilja standa við sínar skuldbinding-
ar en það eru takmörk fyrir því
hversu miklar byrðar ríki getur
tekið á sig. Hollendingar og
Bretar hafa hins vegar reynst
óbilgjarnir í samningaviðræð-
um og álit eru uppi um hvort
ríkið geti staðið við fyrirliggj-
andi samninga.“
Hvort sem menn telja að við verðum
að semja um Icesave eða ekki, ættu
flestir að geta verið sammála um
ofangreind atriði. Hefði ekki mátt
hamra á þeim?
Skiptir kannski engu
Ef Kristján hefur á hinn bóginn rétt
fyrir sér, að Ísland getur ekki sett
fram einn boðskap í Icesave-málinu
því það eru svo skiptar skoðanir á
málinu heima fyrir, vaknar sú spurn-
ing hvort Ísland geti haft skoðun á
nokkrum sköpuðum hlut á erlendum
vettvangi. Það var kannski eins gott
að við fengum ekki
sæti í Öryggisráðinu
í fyrra.
bergsteinn@frettabladid.is
SIGURÐUR EINARSSON
Í DAG | Lánabók Kaupþings
NOTAÐU
FREKAR VISA
TÖFRASTUNDIR
VISA Í SUMAR
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ Á HVERJUM DEGI!
100 stórglæsilegir ferðavinningar
að verðmæti yfir 4.000.000 kr.
UMRÆÐAN
Ingvar Gíslason skrifar um Icesave
Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur nú á þessu stigi málsins að hin svonefnda „dómstóla-
leið“ í Icesave-málinu er ófær. Það fyrirfinnst eng-
inn dómstóll sem samkomulag yrði um að leita til.
Og gerðardómur er út í hött. Íslendingar eiga bara
eina völ: Samningaleið.
Ekki geri ég lítið úr lögfræðilegum rökum til
stuðnings dómstólaleiðinni. Og þó svo að nafntogaðir
fræðimenn standi á bak við þessi rök verður að segja
sem er að vegvísar kenningasmiða hafa ekki alltaf
fótfestu í raunveruleikanum. Og hver er raunveru-
leikinn? Hann er sá að Icesave-málið hefur færst
inn á hið pólitíska svið. Og ekki getur neinn maður
neitað því að pólitíska sviðið er fullgildur vettvangur
úrlausna í vissum deilumálum. Það er því rangt að
pólitískt mál sé endilega leyst fyrir dómstólum, ekki
síst ef um er að ræða milliríkjadeilur. Þær ganga
sjaldnast dómstólaleiðina. Íslendingar hafa hingað
til ekki verið áfjáðir í að leggja brýn hagsmunamál
undir dóm alþjóðadómstóla. Og hvað er það annað en
júridísk þráhyggja að ímynda sér að Bretar eða Hol-
lendingar standi í því að sækja Icesave-málið fyrir
íslenskum dómstóli eins og málum er komið?
Ofan á það að vera andstæðingur aðildar Íslands
að ESB er ég líka gamall og gróinn framsóknarmað-
ur. Mig furðar á fyrirgangi forystumanna Fram-
sóknarflokksins gegn Icesave-samningunum. Fram-
sókn hefur alltaf sýnt raunsæi að því er tekur til
lausnar á málefnaágreiningi. Dómstólaleið er vita-
skuld hin rétta leið í flestum almennum málum. En
samningaleiðin hentar oftast betur þegar leysa á
pólitísk mál og milliríkjadeilur. Fyrir þeirri skoð-
un verða færð gild lagarök ef út í það er farið. En á
stjórnmálasviði má styðja stefnu og úrlausnir öðrum
rökum en hreinlögfræðilegum, bæði heimspekileg-
um og félagsfræðilegum. Í Icesave-umræðunni er
auk þess beitt tölfræði- og stærðfræðirökum eins
og eðlilegt er og ber þá mest á gamalkunnum fram-
reikningskúnstum, þó reynslan af þeim sé umdeilan-
leg í hagsögu Íslands fram að þessu. Niðurstaða mín
er sú að Icesave-málið er pólitískt og verður aðeins
leyst með samningum.
Höfundur er fv. alþm. Framsóknarflokksins.
Icesave-deilan er samningsmál
Þ
ó að landsmenn séu kannski ekki almennt vel stemmdir
fyrir ábendingum Sigurðar Einarssonar, stjórnarfor-
manns Kaupþings sáluga, er vert að benda á það sem
hann segir um bankaleynd í grein hér í blaðinu í dag.
„Bankaleynd er ekki hugsuð fyrir bankana. Hún er
hugsuð fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður.
Eins er það með trúnað á sjúkraskýrslum; hann er fyrir sjúk-
linga en ekki spítalana.
Í bönkum liggja margvíslegar upplýsingar sem ekki eiga erindi
við almenning. Venjulegt fólk, til að mynda, verður að fá að hafa
sín bankamál út af fyrir sig. En það er líka margt í bönkunum
sem þarf að koma fyrir almennings sjónir. Helstu lánveitingar
eru þar á meðal. Landsmenn eiga skilyrðislausa heimtingu á að
vita hvers vegna fjármálakerfið hrundi.
Bankaleyndin er í hámæli í samfélaginu, eina ferðina enn,
eftir ótrúlega atburðarás helgarinnar. Upplýsingum er lekið á
vefinn, RÚV ætlar að segja frá þeim, Kaupþing og skilanefndin
fá lögbannsúrskurð en draga í land eftir hávær mótmæli, meðal
annars ráðherra.
Í framhaldi af þessu ætlar ríkisstjórnin að breyta lögum um
bankaleynd. Það er vel.
Núgildandi lagaákvæði er einfalt. Starfsmenn banka eru bundn-
ir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í vinnunni
og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptavinar.
Önnur lög, til dæmis um fjármálaeftirlit og starfsemi rann-
sóknarnefndar Alþingis, víkja svo þagnarskylduákvæðinu til
hliðar.
Þó að nokkrir stjórnmálamenn hafi tekið stórt upp í sig um
helgina og gefið þeim sem svo kjósa tilefni til að ætla að banka-
leynd verði afnumin með öllu er ekkert slíkt í farvatninu. Áform-
aðar breytingar á bankaleynd miða að aukinni upplýsingagjöf
fjármálafyrirtækja til Fjármálaeftirlitsins. Það þýðir ekki að
allir hafi aðgang að öllu. Áformaðar breytingar þýða heldur ekki
að upplýsingarnar úr skjalasafni Kaupþings hefðu komið fyrir
almenningssjónir með þeim hætti sem þær gerðu.
Listi yfir helstu skuldunauta Kaupþings er auðvitað merkileg
og fróðleg lesning. Hann staðfestir það sem áður var almennt
talið, nefnilega að helstu eigendur bankans voru jafnframt helstu
lántakendur. Jafnframt að tryggingum fyrir lánum var áfátt.
Þetta er þekkt stef úr íslenskum bankarekstri 21. aldarinnar.
Þó að upplýsingarnar séu kærkomnar og veiti almenningi
tiltekna sýn á starfsemi Kaupþings má ekki gera of mikið úr
formlegu gildi lekans. Fjármálaeftirlitið, sérstakur saksóknari og
rannsóknarnefnd Alþingis höfðu aðgang að þessum upplýsingum
og það er, jú, það sem öllu máli skiptir. Eflaust verður drjúgu
plássi varið í umfjöllun um þessar og sambærilegar lánveitingar
annarra banka í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og hugsanlega
- en bara hugsanlega - verða þær fóður í ákærum saksóknarans.
Hið fyrrnefnda skýrist með haustinu þegar skýrslan kemur út.
Óvíst er með öllu hver framvinda starfa saksóknarans verður.
Draumar um afnám bankaleyndar rætast ekki.
Bankaleyndin á
sér tvær hliðar
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON