Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 16
 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Þetta var alveg ótrúlega gaman og ég mæli með þessu fyrir alla sem hafa gaman af annarri menn- ingu, öðrum tungumálum og þá sem vilja bara gera eitthvað öðru- vísi,“ segir Anna Kristín Gunn- arsdóttir, sem stundaði nám við fjárhirðaskóla í Baskalandi á Norð- ur-Spáni fyrir þremur árum. „Í Baskalandi er mikil hefð fyrir sauðfjárbúskap og þar eru kind- urnar mjólkaðar. Þær hafa ekki mikla ull en gefa góða mjólk sem notuð er til að búa til osta en osta- gerð er þekktasta búgrein Baska- lands. Tilgangurinn með skólan- um er að viðhalda þessari hefð og kenna umönnun sauðfjár og allt sem tengist því,“ segir Anna. „Baskar eru mjög skemmtilegir og sauðfjár- og sjávarútvegsfólk eins og við. Þeir eru mun líkari Íslendingum en fólk annars stað- ar á Spáni.“ Námið í skólanum tók sjö mán- uði, þar af tíu vikur í bóklegu námi og svo verklegu námi þar sem farið var á bændabýli til að læra réttu handtökin. „Skólinn var upprunalega stofn- aður af munkum og er staðsettur uppi í fjalli í sveit í klukkutíma akstursfjarlægð frá borginni San Sebastian. Hann er nú rekinn af ríkinu en þar eru enn munkar sem kenna; þarna er klaustur og gríðar- leg náttúrufegurð,“ segir Anna og bætir við að hún hafi verið eini útlendingurinn af sautján nemend- um í skólanum það árið. Oft sæki Chile-menn á námsstyrkjum nám, þar sem mikill samgangur sé milli þeirra og Baska. Ostagerð var í mestu uppáhaldi hjá Önnu sem segir fögin hafa verið miserfið. „Bóklega námið var ekkert erfitt en það verklega tók á bæði andlega og líkamlega. Þetta var mikil verkleg vinna og maður varð að fylgjast vel með, vera vakandi allan tímann og spyrja mikið. Svo tók sérstaklega á að tala tungumálið ekki fullkom- lega en Baskarnir voru alveg til- búnir að tala við mig á spænsku,“ segir Anna, sem er nú við nám í Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri. „Ég er búin með eitt ár og útskrifast eftir tvö með BS-gráðu í búvísindum. Ég gæti hugsað mér að gera ýmislegt við gráðuna, jafn- vel blanda ostagerðinni þar inn. Svo er kennsla líka möguleiki eða rannsóknarstörf. Það væri nátt- úrulega draumurinn ef ég gæti eignast jörð og gerst bóndi.“ heidur@frettabladid.is Sauðfjárbúskapur í fjallshlíðum Baskalands Anna Kristín Gunnarsdóttir stundaði nám við fjárhirðaskóla í Baskalandi á Norður-Spáni og segist hafa lært margt nytsamlegt af dvölinni. Nú dreymir hana um að verða bóndi og eignast jörð á Íslandi. DRAUGAFERÐ Þjóðsagnapersónur og draugar eru meginþema ferðar þar sem ekið er austur fyrir fjall, gegnum Selfoss og komið við í Gaulverjabæjarhreppi og á Stokkseyri. Síðan er ekið til baka á Selfoss. Sjá www.draugasetrid.is. Bærinn sem Anna bjó á meðan hún var í verklega náminu, en staðurinn heitir Zumarraga. Anna fyrir miðri mynd og vinnu- veitandi hennar Marijosé Jauregi til vinstri. MYND/GUNNAR H. GUÐMUNDSSON Kind af fjárkyninu Latxa í skjóli fyrir vindinum í hlíðum Txindoki fjalls. , MISTY Gó jónusta - fagleg rá gjöf Laugavegi 178, 105 R sími 551-3366 - www.misty.is teg. 5209 - fl ottur og heldur vel að í DE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl kr. 1.950,- teg. 810858 - glæsilegur og létt fylltur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Opið mán-fös kl. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar gtv@gtv.is - www.gtv.is Rauðhellu 1 - 221 Hafnarfjörður - Sími 580 16 00 Fax 580 16 01

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.