Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 28

Fréttablaðið - 05.08.2009, Page 28
 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR24 Í gær tók ég kvöldið sérstaklega frá til að horfa á So You Think You Can Dance? á Stöð 2. Þrátt fyrir að vera mikil áhugamanneskja um dans hef ég ekki fylgst almennilega með þættinum fyrr en núna. Ég verð að viðurkenna að þegar ég heyrði fyrst af þættinum var ég hrædd um að hann yrði ekki sýndur lengi hér á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að ég taldi hann vera of sérhæfðan fyrir svo fámenna þjóð, þar sem dansheimurinn er tiltölulega lítill. Sem betur fer skjátlaðist mér, því það kom fljótt í ljós að áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi og til marks um hversu breiðir áhorf- endahópurinn virðist vera veit ég um heimilisfeður sem mega ekki missa úr eitt mánudagskvöld. Í þættinum eru dansararnir paraðir saman og látnir læra mismunandi tegundir af dansi í hverri viku með hjálp höfundanna. Á bak við hvern dans er saga sem oft er tjáð á áhrifamikinn hátt af dönsurunum, líkt og nútímadans um brjóstakrabbamein sem sýndur var fyrr í seríunni og var vægast sagt eftirminnilegur. Tónlistin og búningarnir spila ekki síður stórt hlutverk í heildarútkomunni. Þegar öllu er á botninn hvolft er það hin mesta skemmtun að sjá hvernig dönsurunum reiðir af þegar þeir takast á við ný og krefjandi verk í hverri viku og dansstíl sem þeir hafa jafnvel enga reynslu af. Þá skiptir engu máli hvort áhorfendur hafa reynslu af dansi eða kunnáttu í faginu, því atriðin eru hin mesta skemmtun og hver og einn getur dæmt hvort honum finnst vel til takast hverju sinni. Dómararnir eru svo þeir sem koma með punkta um tæknileg atriði sem hefðu betur mátt fara, en hinn almenni áhorfandi þarf ekki að hafa sérstakar áhyggjur af því, heldur einungis að gera upp hug sinn um hvaða dansara hann heldur mest upp á og njóta skemmtunarinnar. VIÐ TÆKIÐ ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR ER DOTTIN Í „SO YOU THINK YOU CAN DANCE?“ Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna 15.50 Heimsmeistaramót íslenska hestsins (e) 16.05 Út og suður (e) 16.35 Leiðarljós 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Púkka (19:26) 17.55 Gurra grís (98:104) 18.00 Disneystundin Gló magnaða, Sí- gildar teiknimyndir og Nýi skólinn keisa- ranns. 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Ljóta Betty (Ugly Betty) Banda- rísk þáttaröð. 20.50 EM stelpurnar okkar (1:4) 21.10 Kingdom lögmaður (Kingd- om II) (3:6) Breskur gamanmyndaflokkur. Aðal hlutverk: Stephen Fry, Hermione Norris, Celia Imre, Phyllida Law og Karl Davies. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.25 Sögur frá Botsvana Sænsk heim- ildarmynd þar sem farið er með skoska metsöluhöfundinum Alexander McCall Smith til Botsvana. 23.20 Heimsmeistaramót íslenska hestsins Stutt samantekt frá keppni á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss. 23.35 Mótókross Þáttur um Íslands- mótið í mótókrossi sem er torfærukappakst- ur á vélhjólum. 00.05 Kastljós (e) 00.35 Dagskrárlok 06.00 Pepsi MAX tónlist 08.00 Rachael Ray (e) 08.45 Pepsi MAX tónlist 17.35 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 18.20 Style Her Famous (14:20) (e) 18.50 Design Star (2:9) Bandarísk raun- veruleikasería þar sem efnilegir hönnuðir fá tækifæri til að sýna snilli sína. (e) 19.40 Psych (7:16) Bandarísk gamanþátta- röð um ungan mann með einstaka athyglis- gáfu sem þykist vera skyggn og aðstoðar lög- regluna við að leysa flókin sakamál. (e) 20.30 Monitor (7:8) Skemmtiþáttur fyrir ungt fólk sem unninn er af tímaritinu Monitor. Kynnir þáttarins er Erna Bergmann. 21.00 Britain’s Next Top Model (6:10) Núna þurfa stúlkurnar að leika í tónlistar- myndbandi en ein þeirra er ekki ánægð með fötin sem hún þarf að klæðast. Móður- eðli stúlknanna skín í gegn í myndatökunni og að því loknu halda stúlkurnar afmælis- veislu þar sem ein bregður á leik í hlutverki strippara. 21.50 How to Look Good Naked (6:8) Carson Kressley hjálpar konum með lítið sjálfsálit að hætta að hata líkama sinn og læra að elska lögulegar línurnar. 22.40 Penn & Teller: Bullshit (35:59) Penn & Teller leita sannleikans en takmark þeirra er að afhjúpa svikahrappa og lyga- laupa með öllum tiltækum ráðum. 23.10 Law & Order: Criminal Intent (11:22). (e) 00.00 CSI (14:24) (e) 00.40 The Dudesons (4:8) (e) 01.10 Pepsi MAX tónlist 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Könnuðurinn Dóra, Stóra teiknimyndastundin og Bratz. 08.15 Oprah 08.55 Í fínu formi 09.10 Bold and the Beautiful 09.30 Doctors (3:25) 10.00 Doctors (4:25) 10.35 Tekinn 2 (5:14) 11.05 Gilmore Girls 11.50 Gossip Girl (20:25) 12.35 Nágrannar 13.00 Hollyoaks (248:260) 13.25 Creature Comforts 13.50 The Loop (1:10) 14.15 E.R. (2:22) 15.00 The O.C. 2 (7:24) 15.45 Barnatími Stöðvar 2 Leðurblöku- maðurinn, Ben 10, Stóra teiknimyndastundin og Dynkur smáeðla. 17.08 Nágrannar 17.33 Bold and the Beautiful 17.58 Friends (15:25) 18.23 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Íþróttir 18.54 Ísland í dag 19.11 Veður 19.20 The Simpsons 19.45 Two and a Half Men (18:24) Alan lendir í fjárhagserfiðleikum þegar hann neyðist til að borga reikningana fyrir kær- ustuna. 20.10 Supernanny (1:20) Ofurfóstran Jo Frost er mætt aftur og ætlar að kenna ungu og ráðþrota fólki að ala upp og aga litla og óferjandi ólátabelgi. 20.55 The Summit Fyrri hluti hörku- spennandi framhaldsmyndar. 22.25 Monarch Cove (8:14) Ung kona snýr aftur til heimabæjar síns, Monarch Cove. 23.10 Sex and the City (18:18) 23.40 In Treatment (12:43) 00.10 Eleventh Hour (3:18) 00.55 E.R. (2:22) 01.40 Sjáðu 02.10 Sympathy For Mr. Vengeance 04.10 Supernanny (1:20) 04.55 The Simpsons 05.20 Fréttir og Ísland í dag 15.55 Gillette World Sport 2009 Fjöl- breyttur íþróttaþáttur þar sem farið er yfir það helsta sem er að gerast í íþróttunum út í heimi og skyggnst á bak við tjöldin. 16.25 PGA Tour 2009 - Hápunktar Sýnt frá hápunktunum á PGA mótaröðinni í golfi. 17.20 Sumarmótin 2009 Sýnt frá Rey- Cup mótinu en þangað mættu til leiks fjöldi drengja og stúlkna á öllum aldri. 18.00 Pepsímörkin 2009 Magnús Gylfa- son og Tómas Ingi Tómasson fara yfir alla leiki umferðarinnar ásamt íþróttafréttamönn- um Stöðvar 2 Sport. 19.00 Fjölnir - Þróttur Bein útsending frá leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. 21.15 Meistaradeildin - Gullleikir AC Milan - Barcelona 1994. 23.00 The Harlem Globetrotters Þáttur sem gerður var um þetta fræga körfuboltalið sem ferðast um heiminn og sýnir listir sínar. 23.55 Fjölnir - Þróttur Útsending frá leik í Pepsí-deild karla. 01.45 Poker After Dark Margir af snjöll- ustu pókerspilurum heims mæta til leiks í Texas Holdem. 04.54 Fjölnir - Þróttur Útsending frá leik í Pepsí-deild karla. MIÐVIKUDAGUR ▼ ▼ ▼ ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. STÖÐ 2 20.00 Borgarlíf Marta Guðjónsdóttir ræðir um málefni borgarinnar. 20.30 Íslands safarí Akeem R. Opp- ang ræðir er um málefni innflytjenda á Ís- landi. (e) 21.00 Reykjavík – Akureyri – Reykja- vík Seinni hluti. Opinber heimsókn ÍNN í höfuðstað Norðurlands. Umsjón Árni Árna- son og Snorri Bjarnvin Jónsson. (e) 21.30 Eldað Íslenskt Matreiðsluþáttur með íslenskar búvörur í öndvegi. 08.00 An Inconvenient Truth 10.00 Home Alone 12.00 Flicka 14.00 Prime 16.00 An Inconvenient Truth 18.00 Home Alone 20.00 Bad Medicine Gamanmynd um námsmann sem fær inni í læknaskóla í Suður-Ameríku þar sem skólinn og starfslið hans er ákaflega óvenjulegt. 22.00 Miami Vice 00.10 Flags of Our Fathers 02.20 Blow Out 04.05 Miami Vice 19.00 Fjölnir – Þróttur, beint STÖÐ 2 SPORT 19.45 Two and a Half Men STÖÐ 2 20.30 Monitor SKJÁREINN 21.10 Kingdom SJÓNVARPIÐ 21.40 Little Britain STÖÐ 2 EXTRA 16.55 Lyn - Liverpool Bein útsending frá vináttuleik sem fer fram í Noregi. 18.55 Premier League World 2009/10 Flottur þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum hliðum. 19.25 Goals of the Season 2007 Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvals- deildarinnar frá upphafi til dagsins í dag. 20.20 PL Classic Matches Liverpool - Chelsea, 1997. Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 20.50 Lyn - Liverpool Útsending frá leik sem fór fram í Noregi. 22.30 Chelsea - Bolton Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. > Jo Frost „Ef börn hafa ekkert reglu- verk til að styðjast við þá búa þau til sínar eigin reglur og venjast þeirri neikvæðu athygli sem þau fá.“ Ofurfóstran Frost sýnir hvernig á að haga upp- eldi barna í þættinum Supernanny sem Stöð 2 sýnir í kvöld kl. 20.10.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.