Fréttablaðið - 17.08.2009, Qupperneq 4
4 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
www.bjartur.is
Ný stjarna á himni
reyfarahöfunda
Þýðandi: Bjarni Jónsson
BEINT Í
3. SÆTI
METSÖLULISTA
EYMUNDSSON
D
Y
N
A
M
O
D
Y
N
A
M
O
M
R
E
Y
K
J
R
E
Y
K
JA
V
A
V
AA
ÍKÍ
IÐNAÐUR Álverð er komið í 2.028
dollara á tonnið og hefur ekki
verið hærra síðan í byrjun nóv-
ember á síðasta ári. Eftir að
álverð náði hámarki í júlí á síð-
asta ári í um 3.300 dollurum á
tonnið hrapaði það töluvert í kjöl-
far alþjóðlegu fjármálakreppunn-
ar síðasta haust. Fór álverð niður
í tæplega 1.300 dollara á tonnið í
mars síðastliðnum og hefur verið
að skríða upp síðan.
Sérfræðingar segja að þetta
gæti verið skammgóður vermir,
enda sé markaðurinn einungis
að leiðrétta það gríðarlega fall
sem varð á álverðinu á síðustu
mánuðum. - vsp
Álverð hækkar og hækkar:
Ekki hærra frá
því í nóvember
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
19°
20°
19°
21°
24°
29°
29°
29°
29°
29°
33°
30°
23°
28°
32°
33°
20°
12
13
10
12
12
13
14
Á MORGUN
10-15 m/s syðst,
annars 5-10 m/s
MIÐVIKUDAGUR
5-13 m/s
12
13
13
13
8
6
3
1
1
3
1
3
5
3
5
2
12 12
12
1315
13
13
1215
BREYTINGAR
SÍÐDEGIS Á
MORGUN
Seinni partinn á
morgun fer að gæta
breytinga á veðrinu
þegar vindur vex og
úrkoma nálgast, fyrst
sunnan til á landinu.
Aðfaranótt miðviku-
dags gengur svo
úrkomusvæðið yfi r
landið og fyrir hádegi
á miðvikudag verður
víða rigning. Með
komu lægðarinnar
fylgja ágæt hlýindi.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
STJÓRNMÁL Fjallað er ítarlega
um bankahrunið á Íslandi í
breska dag-
blaðinu Daily
Telegraph,
bæði um
aðdragandann
og eftirmál
þess. Farið er
yfir Icesave-
málið og
gremju íslensku
þjóðarinnar
yfir því að
þurfa að borga brúsann vegna
óhófs nokkurra ríkra manna.
Rætt er við Jón Daníelsson, hag-
fræðiprófessor í London, og Ólaf
Ísleifsson, prófessor við Háskól-
ann í Reykjavík. Ólafur segir
bankakerfið á batavegi en Jón
er ekki á sama máli. „Hlutirnir
hafa ekki gengið sem skyldi og
ástandið er orðið verra en áður,“
segir Jón. „Stjórnvöld verða að
finna þá sem báru sökina og refsa
þeim. Það er mikilvægt ef þjóðin
á að geta jafnað sig.“
- fb
Bresk grein um bankahrunið:
Ósammála um
bankakerfið
JÓN DANÍELSSON
GENGIÐ 14.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
233,4663
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,89 126,49
208,17 209,19
179,63 180,63
24,125 24,267
20,819 20,941
17,645 17,749
1,3241 1,3319
196,30 197,46
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
KÚVÆT, AP 35 konur og sex börn fór-
ust og 58 manns til viðbótar voru
flutt á sjúkrahús eftir að eldur
braust út í tjaldi í brúðkaupi rétt
fyrir utan Kúvætborg. Aðeins
einar útgöngudyr voru á tjaldinu
og er talið að margir hafi troðist
undir þegar þeir reyndu að flýja
eldinn.
Búist er við því að reglur um
veislur í tjöldum sem þessum verði
hertar eftir eldsvoðann, sem er
talinn einn sá mesti í Kúvætborg í
fjörutíu ár. Rannsókn á upptökum
eldsins stendur yfir. Á meðal lík-
legra orsaka er bilun í rafmagns-
snúrum eða vandræði með búnað
sem var notaður til að halda hlað-
borðinu í tjaldinu heitu. - fb
Skæður eldsvoði í Kúvæt:
Tugir fórust í
brúðkaupi
Á SLYSSTAÐ 35 konur og sex börn fórust
í eldsvoðanum í Kúvæt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTAMÁL Menntamálaráðu-
neytið hefur auglýst eftir
umsóknum í Æskulýðssjóð.
Umsóknarfresturinn rennur út 1.
september.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja
verkefni á vegum æskulýðsfélaga
og æskulýðssamtaka, til dæmis
í sérstök verkefni fyrir börn og
ungmenni og þjálfun leiðbein-
enda.
Frekari upplýsingar er að finna
á vef menntamálaráðuneytisins.
- þeb
Æskulýðssjóður:
Auglýst eftir
umsóknum
Fólk fast í lyftu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
var kallað út um eittleytið aðfaranótt
sunnudagsnótt eftir að fólk festist í
lyftu á Kleppsvegi. Greiðlega gekk að
ná því út úr lyftunni.
Olíuleki í Mjódd
Olíuleki varð í Mjódd um tíuleytið í
gærmorgun eftir að mótorhjól fór á
hliðina. Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins var kallað á svæðið til að hreinsa
olíuna.
Rúta út af veginum
Rúta með erlendum ferðamönnum
fór út af veginum við afleggjarann að
Kerlingarfjöllum laust fyrir klukkan
þrjú í gær. Einn farþegi slasaðist á öxl
en aðrir sluppu ómeiddir. 28 manns
voru í rútunni, sem er ónýt eftir slysið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BANGKOK, AP Bandaríkjamannin-
um John Yettaw, sem sat í fang-
elsi í Búrma fyrir að heimsækja
lýðræðissinnann Aung San Suu
Kyi, hefur verið sleppt lausum og
honum vísað úr landi. Bandarísk
yfirvöld fóru fram á að honum yrði
sleppt lausum vegna veikinda sem
hann stríðir við og urðu yfirvöld
í Búrma við þeim óskum. Flaug
hann til heimalands síns í gær.
Yettaw var í síðustu viku fund-
inn sekur um að hafa í maí síð-
astliðnum heimsótt Suu Kyi þrátt
fyrir stofufangelsi hennar. Synti
hann að heimili hennar og dvaldi
hjá henni í tvo daga. Þegar Yettaw,
sem er 53 ára, var handtekinn í vor
sagðist hann hafa verið sendur af
Guði til að vara Suu Kyi við því að
til stæði að myrða hana.
„Ég ætla ekki að verja það sem
hann gerði en ég tel að stjórnvöld
hafi sýnt góða viðleitni með því
að leyfa honum að snúa heim til
fjölskyldu sinnar af mannúðar-
ástæðum,“ sagði þingmaðurinn
Jim Webb, sem samdi um lausn
hans. „Vonandi eiga samskipti
Bandaríkjanna og Búrma eftir
að batna í framhaldinu.“
Á meðan Webb dvaldi í Búrma
bað hann stjórnvöld í landinu um
að íhuga að aflétta stofufangelsi
Suu Kyi og leyfa henni að taka
þátt í undirbúningnum fyrir
næstu kosningar í landinu sem
verða haldnar á næsta ári.
- fb
Bandaríkjamaðurinn John Yettaw laus úr fangelsi í Búrma:
Sleppt af mannúðarástæðum
JOHN YETTAW Yettaw, sem á við veikindi
að stríða, hefur verið sleppt lausum úr
fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÚTIVIST Margaret Mann, lausamað-
ur í leikhúsum frá New York, er á
síðustu metrunum á rúmlega 2.300
kílómetra kajaksiglingu sinni
umhverfis Ísland. Ferðalagið hófst
í Reykjavík fyrir 10 vikum og er
hún stödd í Vestmannaeyjum sem
stendur, eftir tæplega 11 klukku-
stunda róður frá Vík í Mýrdal.
Margaret hefur ekki einung-
is verið að sigla heldur hefur hún
tekið sér tíma til að fara í göngu-
ferðir, heimsótt menningartengda
staði og hitt Íslendinga. Á sumum
stöðum er hún í nokkra daga og
gistir hún aðallega í tjaldi. Þakkar
hún þó Íslendingum fyrir gestrisni
þeirra en nokkrir hafa veitt henni
húsaskjól á ferðum hennar.
En hver hefur verið erfiðasti
kaflinn? „Ég hef oftast lent í góðu
veðri en á Norðurlandi var þetta
erfitt. Ég veit ekki hvort það var
vegna veðursins eða hvort það
var sálfræðilegt, þar sem ferð-
in var þá hálfnuð,“ segir Marg-
aret en henni þótti Jökulsárlón
einnig erfitt. Kajakróður hefur
verið áhugamál hennar frá árinu
2002 og stundar hún kajakróður í
Hudson-ánni í New York.
En hver er ástæðan fyrir því
að hún kom til Íslands? „Það var
manneskja sem bað mig um að
koma og róa með sér kringum
Ísland. Hún ákvað í mars að hætta
við. Ég vildi hins vegar ekki sleppa
þessu því ég var búin að undirbúa
ferðina mikið,“ segir Margaret.
Hún segir einveruna ekki endilega
erfiða þar sem hún sé að eðlisfari
einfari og Íslendingar hafi reynst
vinalegir.
Margaret leggur af stað til Þor-
lákshafnar í dag og mun vera þar
í nokkra daga. Segist hún eiga
þrjá daga eftir af róðri og hafi því
nægan tíma þar sem hún á ekki
pantað flug heim til New York
fyrr en 27. ágúst.
vidir@frettabladid.is
Tíu vikna kajakferð
umhverfis Ísland
Margaret Mann frá New York er á síðustu metrunum á 2.300 kílómetra kajak-
siglingu umhverfis Ísland. Norðurland og Jökulsárlón voru erfiðir staðir, að
mati New York-búans sem á þrjá daga eftir af kajakróðri frá Vestmannaeyjum.
STÓR OG LÍTILL Kajak Margaretar virðist ekki stór miðað við fjölveiðiskipið Gæfu VE11 sem var í Vestmannaeyjahöfn þegar
Margaret kom þangað í gær. MYNDIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON