Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Að sitja við gluggann í stofunni minni í Garðabænum og horfa yfir sjóinn er einstök upplifun,“ segir Halla Har, gler- og myndlistar- kona, sem þó var stödd í berjamó í Skorradalnum þegar náðist í hana. „Ég er nú fædd og uppalin á Siglu- firði þannig að ég er sjávarstelpa í mér.“ Halla segir þau hjónin oft sitja við útsýnið á kvöldin. „Það er svo mikið dýralíf þarna, svanir, endur og gæsir og selir sjást líka einstöku sinnum,“ upplýsir Halla og heldur áfram: „Á sumrin er sólarlagið svo fallegt hérna en það er líka mjög vetrarfallegt,“ útskýrir Halla en í góðu skyggni sést langt út á sjó. Aðspurð segist Höllu finnast gott að búa við sjóinn en þó hefur hún ekki alltaf gert það. „Við áttum heima í Keflavík og þar bjuggum við ekki við sjóinn þó að við höfum séð út á hann frá heimili okkar,“ segir Halla. Þau hjónin bjuggu einnig í Danmörku um tíma. „Þar bjuggum við ekki heldur við sjó- inn og vorum dálítið lengi að skilja hvað það var sem vantaði svona rosalega,“ segir Halla og bætir við að þau hafi þó oft lagt leið sína niður að sjó. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir útsýni. Þegar við áttum heima í Keflavík voru margir hissa þegar þeir sáu útsýnið okkar. Við höfum alltaf valið íbúðir eftir því hvern- ig útsýnið er,“ segir Halla, sem eyðir miklum tíma í íbúðinni við sjóinn í Garðabænum vegna vinnu sinnar. „Ég er mjög mikið heima. Ég er með vinnustofu heima og mála flesta daga,“ upplýsir Halla, sem hefur sett upp sýningu í Jónshúsi í Garðabæ og mun opna aðra sýn- ingu á Ljósanótt í Reykjanesbæ. „Íbúðin er þriggja ára, björt og fal- leg. Ég er fagurkeri í mér og finnst gaman að vera með falleg húsgögn í kringum mig. Við höfum allt ein- falt í kringum okkur en mér finnst æðislegt að vera með fallega liti.“ martaf@frettabladid.is Valdi hús eftir útsýninu Halla Har nýtur útsýnisins frá stofuglugganum í Garðabæ og á löngum sumarkvöldum situr hún og horfir yfir sjóinn. Dögunum eyðir hún hins vegar í vinnustofu sinni inni á heimilinu og málar flesta daga. Halla Haraldsdóttir þreytist aldrei á útsýninu við heimili sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÓMINJASAFNIÐ VÍKIN að Grandagarði 8 er opið alla daga vikunnar frá 11 til 17. Leiðsögn um varðskipið Óðin er klukkan 13, 14 og 15. Í safninu má bæði skoða áhugaverðar sýningar en einnig tylla sér í Safnakaffinu sem býður upp á góðar veitingar og einstakt útsýni yfir gömlu höfnina. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Óseyri 2, Akureyri, 461 1150 • Opið virka daga kl. 12:00-18:00 – laugardaga kl. 12:00-16:00 www.svefn.is Stillanleg rúm á sumartilboði Ein besta heilsudýna í heimi Gerið samanburð Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Þrífandi og hrífandi gæða-ryksugur frá Siemens. Þú finnur þá réttu hjá okkur. Líttu inn. s g Mjódd UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 21. ágúst n.k.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.