Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 30
18 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR Leikarinn Brad Pitt hefur hleg- ið að þeirri hugmynd að hann bjóði sig fram sem borgarstjóra í heimabæ sínum New Orleans í Louisiana-fylki. Pitt hefur lagt mikinn pening í enduruppbygg- ingu á svæði í borginni þar sem fellibylurinn Katrín olli hvað mestri eyðileggingu árið 2005. Undanfarið hafa stuðningsmenn hans dreift stuttermabolum þar sem hann er hvattur til að bjóða sig fram. Pitt segir að stefnu- mál sín yrðu alltof umdeild ef hann myndi bjóða sig fram, þar á meðal afstaða hans til hjóna- banda samkynhneigðra og lög- leiðingar marijúana. „Ég á ekki möguleika í þetta. Þetta er ekki ein af mínum sterku hliðum,“ sagði hann. folk@frettabladid.is Ofurgrúppan Them Crooked Vultures sem er skipuð liðsmönnum Queens of the Stone Age, Foo Fighters og Led Zeppelin er að undirbúa sína fyrstu plötu. Fetar hún í fótspor fjölmargra annarra ofur- sveita sem hafa gert garð- inn frægan í gegnum tíðina. Them Crooked Vultures er skip- uð þeim Josh Homme úr Queens of the Stone Age, Dave Grohl úr Foo Fighters og John Paul Jones úr Led Zeppelin, sem hætti reynd- ar störfum árið 1980. Fyrstu tón- leikar sveitarinnar voru haldnir í Chicago um síðustu helgi og bíða margir með mikilli eftirvæntingu eftir nýju plötunni. Hugtakið Ofurgrúppa á rætur sínar að rekja til sjöunda áratug- arins þegar þekktir tónlistarmenn tóku sig saman og sameinuðust í nýrri hljómsveit. Slíkar sveitir telj- ast oftast til hliðarverkefna og eru undantekningalítið heldur skamm- lífar, með eina til tvær plötur á ferilsskránni. Má þar nefna Blind Faith með Eric Clapton, Ginger Baker og Steve Winwood í farar- broddi, Power Station með Robert Palmer og John og Andy Taylor úr Duran Duran og Temple of the Dog sem var skipuð meðlimum Sound- garden og Pearl Jam. Á meðal annarra þekktra ofur- sveita má nefna Velvet Revol- ver með rokkurunum úr Stone Temple Pilots og Guns N´ Roses, Audioslave, samsuðu úr Soundgarden og Rage Against the Machine, og hina nýstofnuðu Dead Weather með meðlim- um The White Stripes, The Racounteurs, The Kills og Queens of The Stone Age. Breska hljóm- sveitin Cream er af mörgum talin ein besta ofurgrúppa allra tíma og jafn- framt var hún ein sú fyrsta til að ná almennum vinsæld- um. Hún var skipuð Eric Clapton úr The Yardbirds og þeim Ginger Baker og Jack Bruce úr The Graham Bond Organisation. Sveitin gaf út fjórar plötur á sjö- unda áratugnum og á meðal vin- sælustu laga hennar voru Sunshine of Your Love, Crossroads og White Room. Alls hefur Cream selt 35 milljónir platna víðs vegar um heiminn. Önnur ofurgrúppa frá sjöunda áratugnum, Crosby, Stills, Nash & Young, var skipuð David Crosby, fyrrum liðsmanni The Byrds, Step- hen Stills úr Buffalo Springfield, Graham Nash úr The Hollies og Neil Young. Sveitin, sem er reynd- ar ennþá starfandi, hefur á ferli sínum gefið út þrjár hljóðversplöt- ur. Einnig hefur hún komið fram og gefið út undir nafninu Crosby, Stills & Nash þegar Young hefur verið upptekinn við sólóferilinn. Sú ofurgrúppa sem hefur líklega verið prýdd frægustu meðlimunum var Traveling Wilburys með Bob Dylan, Bítilnum George Harri- son, Roy Orbison, Tom Petty og Jeff Lynne úr Electric Light Orchestra. Sveit in tók u p p s í n a fyrstu plötu 1988 við miklar vinsældir en skömmu eftir útgáfu hennar lést Orbison. Tveim- ur árum síðar kom út síðari plata sveitarinnar, sem fékk held- ur dræmari viðtökur en sú fyrri. Fáar íslenskar ofurgrúppur hafa litið dagsins ljós. Helsta má þar telja Trúbrot sem var stofnuð 1969 af meðlimum Hljóma og Flowers. Sveitina skipuðu þau Shady Owens, Gunnar Þórðarson, Karl Sighvats- son, Rúnar Júlíusson, Gunnar Jök- ull Hákonarson, Magnús Kjartans- son og Ólafur Garðarsson. Trúbrot lagði upp laupana árið 1973 en á meðal vinsælustu laga hennar eru Án þín, Ég veit að þú kemur og To Be Grateful. freyr@frettabladid.is Ofurgrúppur koma og fara > HRÆDD VIÐ KÖNGULÆR Leona Lewis varð vægast sagt skelkuð þegar tarantúluköngulær hlupu yfir í myndatökusett hennar. Leona var í myndatöku í Malibu fyrir væntan- lega plötu sína þegar eitthvað trufl- aði holu þar sem köngulær höfðu hreiðrað um sig með þeim afleið- ingum að þær hlupu af stað. Þrátt fyrir að vera mikill dýraunnandi og grænmetisæta af þeim sökum varð söngkonan dauðhrædd og fresta varð myndatökunni um tvær klukkustundir. CREAM Ein besta ofurgrúppa allra tíma var skipuð Eric Clapton, Ginger Baker og Jack Bruce. NORDIPHOTOS/GETTY DAVE GROHL Dave Grohl hefur stofnað ofursveitina Them Crooked Vultures ásamt Josh Homme og John Paul Jones. NORDICPHOTOS/GETTY TRÚBROT Líklega þekktasta íslenska ofurgrúppan. Leikkonunni Charlize Theron líður stundum eins og hún hafi notað kókaín. Hún segist oft sjá eftir einhverju sem hún hefur sagt og líkir tilfinningunni við þá sem kókaínnotendur hafa lýst. „Fólk segir að mér að því líði eins og ofurmenni og segi allt sem því dettur í hug eftir að hafa notað kókaín. Síðan þegar það kemur til jarðar úr vímunni fær það sektarkennd. Ég fæ þessa til- finningu án þess að nota kóka- ín,“ sagði Theron. Í viðtali við tímaritið Vogue segir hún einnig að almenningur haldi að það sé lítið spunnið í hana vegna útlits hennar og að hún vilji stofna fjöl- skyldu með kærasta sínum Stuart Townsend. Líður eins og kókaínfíkli CHARLIZE THERON Leikkonunni líður stundum eins og hún hafi notað kókaín. Bono, söngvari U2, segir að eitthvað undarlegt gerist í hvert skipti sem hann gengur inn í herbergi ásamt félög- um sínum í hljómsveitinni, þeim Adam Clayton, Larry Mullen Jr. og The Edge. „Það gerist eitthvað þegar við fjórir löbbum saman inn í byggingu. Ég er frekar frægur þannig að ég er vanur því að ganga inn í herbergi og allir líta upp. En þegar við erum fjórir saman rísa hárin í hnökkunum á fólkinu,“ sagði Bono. „Það sem fólkið veit ekki er að þetta kemur líka fyrir okkur, sem ég átta mig ekki ennþá á.“ Félagarnir í U2 hafa verið starfandi í rúma þrjá áratugi en þrátt fyrir það segir Bono að þeir séu bara nýlega farnir að venjast frægðinni. „Mér hefur aldrei liðið eins eðlilega sem meðlimur í U2. Við erum komnir út úr storminum. Þrumurnar og eldingarnar sem fylgja frægðinni þegar þú ert tvítugur verða á endanum bara blíðviðri sem er ekki þess virði að fela sig fyrir innan- dyra,“ sagði hann. „Þú áttar þig á því að lífið þarf ekkert að snúast á hvolf. Þú getur eignast fjölskyldu og þú þarft ekki að enda í meðferð. Það er hægt að fá mun áhugaverð- ari vírus en kvef sem nefnist sjálfsvitund.“ U2 rétt að venjast frægðinni U2 Hljómsveitin U2 hefur átt erfitt með að venjast frægðinni í gegnum árin. BRANGELINA Pitt hefur engan áhuga á að bjóða sig fram sem borgar- stjóra New Orleans. Brad Pitt ekki á leið í pólitík 10. HVER VINNUR! Vinningar afhentir í ELKO Lindum.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik lýkur 28.08.09 Aukavinningar eru: GSM Sími · DVD myndir · Bíómiðar Tölvuleikir · Pepsi · Geisladiskar og margt fleira. SENDU SMS ELKO MAC Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU! Þú gætir unnið MacBook tölvu! Aðalvinningurer MacBook FARTÖLVU DAGAR ELKO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.