Fréttablaðið - 17.08.2009, Side 34

Fréttablaðið - 17.08.2009, Side 34
22 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.475 Breiðablik Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–11 (5–5) Varin skot Ingvar 3 – Hannes 2 Horn 4–7 Aukaspyrnur fengnar 12–12 Rangstöður 1–1 FRAM 4–5–1 Hannes Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 4 Auðun Helgason 4 Kristján Hauksson 4 Sam Tillen 6 Ingvar Ólafsson 2 (46. Jón Guðni F. 7) Almarr Ormarsson 6 Halldór H. Jónsson 6 Joe Tillen 5 Hjálmar Þórarinsson 3 (46. Guðm. Magn. 6) *Maður leiksins BREIÐAB. 4–3–3 Ingvar Þór Kale 5 Árni Kr. Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 4 Elfar Freyr Helgason 5 Kristinn Jónsson 7 (26. Arnór Sveinn 5) Finnur O. Margeirss. 6 Arnar Grétarsson 5 (85. Olgeir Sigurg. -) *Guðm. Kristjánss. 8 Alfreð Finnbogason 6 Guðm. Pétursson 6 Kristinn Steindórss. 5 1-0 Guðmundur Kristjánsson (6.) 2-0 Guðmundur Kristjánsson (33.) 3-0 Guðmundur Kr., víti (45.) 3-1 Sam Tillen, víti (74.) 3-2 Heiðar Geir Júlíusson (86.) 3-3 Jón Guðni Fjóluson (92.) 3-3 Eyjólfur M. Kristinss. (5) sport@frettabladid.is Undankeppni HM 2011 Ísland - Serbía 5-0 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (32.), 2-0 Margrét Lára (49.), 3-0 Margrét Lára (71.), 4-0 Katrín Jónsdóttir (80.), 5-0 Margrét Lára (84.). Pepsi-deild karla Fjölnir - FH 1-4 0-1 Atli Viðar Björnsson (15.), 0-2 Tryggvi Guð- mundsson, víti (18.), 1-2 Aron Jóhannsson (51.), 1-3 Björn D. Sverrisson (83.), 1-4 Atli Viðar (90.). Breiðablik - Fram 3-3 Enska úrvalsdeildin Chelsea - Hull 2-1 0-1 Hunt (28.), 1-1 Drogba (37.), 2-1 Drogba (90.) Bolton - Sunderland 0-1 0-1 Darren Bent (5.). Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton. Aston Villa - Wigan 0-2 0-1 Rodallega (31.), 0-2 Koumas (56.). Stoke - Burnley 2-0 1-0 Shawcross (19.), 2-0 Jordan, sjálfsm. (33.). Portsmouth - Fulham 0-1 0-1 Bobby Zamora (13.). Blackburn - Manchester City 0-2 0-1 Adebayor (3.), 0-2 Ireland (90.). Wolves - West Ham 0-2 0-1 Noble (22.), 0-2 Upson (69.). Everton - Arsenal 1-6 0-1 Denilson (26.), 0-2 Vermaelen (37.), 0-3 Gall- as (41.), 0-4 Fabregas (48.), 0-5 Fabregas (70.), 0-6 Eduardo (89.), 1-6 Saha (90.). Manchester United - Birmingham 1-0 1-0 Wayne Rooney (34.). Tottenham - Liverpool 2-1 1-0 Assou-Ekotto (44.), 1-1 Gerrard, víti (56.), 2-1 Bassong (59.). Norska úrvalsdeildin Sandefjord - Lyn 2-1 Kjartan Henry Finnbogason kom inn á sem vara- maður í leiknum og skoraði sigurmark Sandefj. Start - Fredrikstad 1-0 Garðar Jóhannsson var í byrjunarliði Fredrikstad en var tekinn af velli í síðari hálfleik. Álasund - Odd Grenland 1-2 Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Odd Gr. Brann - Strömsgodset 4-2 Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Gylfi Einarsson og Birkir Már Sævarsson voru í byrjunarliði Brann. Kristján og Gylfi voru teknir af velli í síðari hálfleik. Ármann Smári Björnsson var á bekknum og kom ekki við sögu. Vålerenga - Lilleström 0-1 Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í liði Lilleström og þótti eiga stórleik. ÚRSLIT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir 5-0 sigur Íslands á Serbíu á laugardaginn gott veganesti í lokakeppni EM í Finnlandi sem hefst í næstu viku. Leikurinn var sá fyrsti í undankeppni HM 2011 og var því um mikilvægan sigur hjá Íslandi að ræða. „Ég er mjög ánægður með úrslitin og seinni hálfleikinn þegar það var meira flæði í okkar leik. Í fyrri hálfleik vorum við nokkuð ryðgaðar og leyfðum þeim að draga okkur niður á þeirra leikhraða. Þær reyndu að hægja eins mikið á leikn- um og þær gátu. Ég var því ekki alveg sáttur í hálfleiknum en sá síðari var mun betri. Það var mjög jákvætt að skora fimm mörk og halda hreinu. Það er gott veganesti í lokakeppni EM,” segir Sigurður Ragnar. Hann segir ástæðuna fyrir því hvað liðið var seint í gang að það hafi verið langt síðan það hafi verið með slíka yfirburði eins og í leiknum í gær. „Við höfum spilað sjö leiki á þessu ári þar sem við höfðum lagt höfuðáherslu á varnarleikinn. Nú vorum við að stjórna leiknum og það er langt síðan við spiluðum þannig leik – það var á móti Írlandi í október sem við gerðum það síðast.” Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum í gær en hafði aðeins skorað eitt mark í hinum landsleikjum ársins. „Það er gríðarlega jákvætt að hún sé komin í frábært form enda mjög mikilvægur leikmaður í okkar liði. Hún átti frábæran leik í dag.” Sigurður segir þó erfitt að dæma liðið út frá þessum leik. „Við munum koma til með að spila allt öðruvísi á EM. Það er ekki hægt að líkja því saman því þar munum við mæta mun sterkari andstæðingum. En það þarf líka að klára lakari andstæðingana og það gæti skipt miklu máli í lokin hver markatalan er. Við stefnum á að vera með betri markatölu en Frakkar þegar undankeppni HM lýkur því það eykur líkurnar á því að vinnum riðilinn.” SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: ÁNÆGÐUR MEÐ 5-0 SIGUR Á SERBÍU Á LAUGARDAGINN Gott að Margrét Lára sé í frábæru formi > Íslendingarnir náðu sér ekki á strik Hvorki Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari né Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari náðu sínu besta fram á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Berlín í Þýskalandi. Á laugardaginn keppti Bergur Ingi og kastaði lengst 68,82 metra, tæpum sex metrum styttra en Íslandsmet hans er. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði svo í gær spjótinu 55,86 metra en Íslandsmet hennar er 61,37 metrar sem í gær hefði dugað til að komast í úrslitin. Ekki eru fleiri Íslendingar meðal keppenda á HM í Berlín. FÓTBOLTI Gianfranco Zola, knatt- spyrnustjóri West Ham, greindi frá því um helgina að Eiður Smári Guðjohnsen hefði átt í við- ræðum við West Ham undanfarn- ar vikur. Frá þessu var greint í enskum fjölmiðlum um helgina. Zola sagði erfitt að lokka Eið frá Barcelona. „Þó svo að hann spili ekki reglulega er hann hjá Barce- lona sem spilar í Meistaradeild- inni. West Ham er minna félag og skil ég hans áhyggjur vel,“ sagði Zola. Eiður Smári var á bekknum hjá Barcelona sem vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao í fyrri leik lið- anna um spænska ofurbikarinn í gær. - esá Eiður Smári Guðjohnsen: Í viðræðum við West Ham FÓTBOLTI Nýtt keppnistímabil hófst um helgina í ensku úrvalsdeildinni er heil umferð fór fram. Átta leikir fóru fram á laugardaginn þar sem hæst bar ótrúlegur 6-1 sigur Ars- enal á Everton á útivelli. Chelsea, Manchester United og Manchest- er City unnu einnig sína leiki en margir reikna með því að þessi lið munu berjast um titilinn í vetur. Liverpool er einnig eitt þeirra en liðið tapaði í gær fyrir Tottenham á útivelli, 2-1. Liðið tapaði aðeins tveimur leikjum allt síðasta tíma- bil en annað tapið var reyndar einnig á White Hart Lane. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var óhress með úrslit leiksins. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og lentum í vandræðum með mið- verðina okkar,“ sagði hann en þeir Jamie Carragher og Martin Skrtel skullu saman í fyrri hálf- leik. Carragher fékk stóran skurð og Skrtel fór af velli í síðari hálf- leik. „Við sköpuðum þó hættu í síð- ari hálfleik en við lögðum meira á okkur þá. Við þurfum þó að bæta okkur og reyna að spila betur í næsta leik.“ „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik og hefð- um átt að gera út um leik- i n n þ á ,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham. „Liverpool reyndi að berjast fyrir sínu undir lokin en mér fannst við heilt yfir betri.“ Wayne Rooney skoraði eina mark United í 1-0 sigri á Birmingham á heimavelli í gær. „Þetta var dæmigerð- ur leikur í upphafi tímabils gegn liði eins og Birming- ham. Leikmönnum liðsins finnst eins og þeir þurfi að sanna eitthvað enda nýkomnir upp í deild- ina. Þeir voru því afar einbeittir í dag og voru með alla sína menn fyrir aftan bolt- ann,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. - esá Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hófst um helgina með heilli umferð: Stórsigur Arsenal og tap Liverpool FABREGAS Átti stórleik með Arsenal gegn Everton og skoraði tvö mörk. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Framarar sýndu mikinn karakter þegar þeir stálu stigi gegn Breiðabliki í gærkvöld þegar liðin gerðu 3-3 jafntefli á Kópa- vogsvelli. Breiðablik fékk óskabyrjun á 6. mínútu þegar Guðmundur Kristj- ánsson skoraði með skalla. Guð- mundur bætti tveimur mörkum við fyrir leikhlé og virtist sem dagskrá kvöldsins væri lokið. Svo var ekki því Breiðablik féll í þá gryfju í síðari hálfleik að verja forskotið í stað þess að halda áfram að sækja. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik sem hressti upp á leik liðsins þó að liðið hafi ekki sýnt sinn besta leik í hálfleiknum. Þess þurfti ekki því liðið náði að skora þrjú mörk í og ná þar með jafntefli með frábærum endaspretti. Minnisstæðustu atvik leiks- ins, fyrir utan mörkin, snérust að umdeildum dómara leiksins. „Auðvitað var ekki réttur litur á því. Ég sá ekki betur en að hann hafi tekið Arnar hálstaki og það er með ólíkindum að hann hafi fengið að vera inni á vellinum eftir það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um það atvik í leikn- um þegar Auðun Helgason, mið- vörður Fram, veittist að Arnari Grétarssyni, leikmanni Breiða- bliks, og fékk gult spjald að laun- um. Blikar misstu niður gott forskot í leiknum og að sjálfsögðu var Ólafur ósáttur við það. „Það ger- ist eitthvað í undirmeðvitundinni að menn gerðu ekki það sem þeir ætluðu að gera. Við vorum með góða stöðu og áttum að láta kné fylgja kviði í seinni hálfleik. Það var deyfð í leiknum og mér fannst dapurt að við skyldum ekki nýta okkur það,“ sagði Ólafur að lokum sem vildi ekki tjá sig um það þegar allt sauð upp úr eftir leik frekar en kollegi hans hjá Fram. „Menn voru greinilega ekki til- búnir í byrjun leiks. Við fengum léleg mörk á okkur í fyrri hálfleik. Við vorum þungir og hálf lemstr- aðir en leikurinn er 90 mínútur og við komum sterkir til baka,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í leikslok. „Við fórum út í seinni hálfleik- inn með það að spila með stoltinu. Leika boltanum, finna næsta mann og sjá hvort við næðum að skapa okkur færi.“ „Við spiluðum við lið á útivelli sem hefur verið að spila vel og unnið tvo góða sigra. Leikurinn spilast þannig að þeir eiga góðan fyrri hálfleik og við góðan seinni hálfeik. Þú átt þína góða daga og slæma. Við komum hér í fyrra og vorum arfaslakir í 90 mínút- ur. Núna spiluðum við 45 mínút- ur slakar og það er vonandi að við getum komið hérna næst og spil- að 90 góðar mínútur,“ sagði léttur Þorvaldur að lokum. Eftir leikinn mátti sjá að Guð- mann Þórisson og Þorvaldur, þjálfari Fram, hnakkrifust. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, leyfði leikmönnum ekki að ræða við fjöl- miðla eftir leikinn. -gmi Stolið stig hjá Frömurum Breiðablik og Fram skildu jöfn í sex marka leik, 3-3, í Pepsi-deild karla í gær. Blikar komust 3-0 yfir með þrennu Guðmundar Kristjánssonar en Framarar jöfnuðu metin í uppbótartíma leiksins þegar allt ætlaði að sjóða upp úr. HEITT Í KOLUNUM Guðmann Þórisson og Heiðar Geir Júlíusson skiptast á vel völdum orðum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.