Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 38
26 17. ágúst 2009 MÁNUDAGUR
„Þetta var það fyrsta sem okkur datt í hug,“
segir Hilmar Haraldsson um þættina Sig-
mar og félagar. „Þetta eru teiknimynda-
þættir á Netinu sem ég byrjaði að gera fyrir
svona, fjórum fimm, árum. Mig hefur alltaf
langað til að gera svona þætti, eins og Simp-
sons eða eitthvað.“ Hann segir Sigmar þó
líkari Peter úr Family Guy en Homer. „Sig-
mar var bara eitthvað „random“ nafn. Hann
hagar sér eins og einhver brjálæðingur.
Hann er móðursjúkur.“
Handritsgerðin minnir óneitanlega á
útskýringu South Park á því hvernig Family
Guy verður til, en þar sjá skjaldbökur um
að velja hluti í þættina. Þá er húmorinn súr-
realískur. „Við skrifum hugmyndir á blað,
setjum í hatt og drögum út nokkra miða. Úr
því verður söguþráðurinn. Við erum enn þá
með fullt af hugmyndum í hattinum.“ Þætt-
irnir eru svo gerðir í Flash.
„Það vantar íslenskar teiknimyndir. Við
höfum talað við allar sjónvarpsstöðvarnar,
en það hefur enginn áhuga á að sýna þetta.
Einn sagði að þetta væri ekki nógu fag-
mannlega gert. En maður verður að byrja
einhvers staðar.“
Ásamt Hilmari sjá Árni Guðjónsson tón-
smíðanemi og Guðjón Henning um þátta-
gerðina. Nýr þáttur er í vinnslu, en fjórir
eru nú þegar á Netinu. „Við vorum að hugsa
um að gera DVD-disk og gefa hann út
um jólin, það er allavega markmiðið.“ Þá
er Hilmar að fara í nám í Margmiðlunar-
skólanum.
„Þetta er aðallega vinsælt hjá ungu fólki.
Pabbi minn horfir samt á þetta. Honum
finnst þetta mjög fyndið, en mömmu finnst
þetta allt í lagi, þetta er kannski aðeins of
gróft fyrir hana,“ segir Hilmar. Þættina er
að finna á Youtube. - kbs
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. fituskán, 6. í röð, 8. siða, 9. hljóma,
11. hvort, 12. mæling, 14. gáleysi, 16.
skammstöfun, 17. eyrir, 18. kk nafn,
20. holskrúfa, 21. hróp.
LÓÐRÉTT
1. botnfall, 3. guð, 4. ýtinn, 5. kóf, 7.
örvera, 10. óhreinka, 13. líða vel, 15.
ármynni, 16. ris, 19. 49.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. brák, 6. rs, 8. aga, 9. óma,
11. ef, 12. mátun, 14. vangá, 16. þe,
17. aur, 18. ari, 20. ró, 21. kall.
LÓÐRÉTT: 1. gróm, 3. ra, 4. ágengur,
5. kaf, 7. smávera, 10. ata, 13. una,
15. árós, 16. þak, 19. il.
„Þetta er bók um litla eyju lengst úti í heimi sem fyrir
mörgum árum var skógi vaxin milli fjalls og fjöru,“
segir Jón Gunnar Bergs rekstrarhagfræðingur um
Litlu prumpueyjuna, barnabók sem hann sendi á alla
þingmenn.
„Svo gerist það að eyjaskeggjar ganga töluvert
nærri auðlindum eyjunnar, eiga orðið mjög gott líf en
eru dálítið skuldugir undir stjórn Guðbjarnar kóngs.
Síðan dettur eyjarráðinu það snjallræði í hug að selja
prumpubankann til athafnamannanna Gríspers, Bjór-
spers og Bakkatans. Í fyrstu batnar lífið enn á eyj-
unni en síðan hrannast upp óveðurský og bankinn
fer á hausinn. Þá kemur til sögunnar Fjölnir litli sem
er tíu ára og með aðstoð Gáttaþefs sannfærir hann
söguhetjuna Bjart að standa í lappirnar og samþykkja
ekki allt sem Svartur segir, en Svartur hefur nýverið
tekið við forystu eyjarráðsins af Guðbirni kóngi.“
„Ég sendi þetta á alla þingmenn í von um að þeir
reyndust þegar upp er staðið vera fyrirmynd aðal-
söguhetjunnar, það er Bjartur. Ég er búinn að fá
svör frá mörgum þeirra sem eru mjög uppörvandi
og margir eru greinilega búnir að lesa hana því þeir
vitna í hana.“ Í bókinni verða lítil fyrirtæki til þess að
vænka hag þjóðarinnar þegar kreppir að.
Jón Gunnar hefur unnið sem rekstrarráðgjafi hjá
McKinsey & Co. og fleiri stórfyrirtækjum í Banda-
ríkjunum sem og aðilum hérna heima. „Ég vildi
leggja mitt af mörkum til þess að vernda framtíð
Íslands og hvetja ráðamenn til að standa í fæturna og
muna hverju við höfum þurft að berjast fyrir í gegn-
um aldirnar.“ Sögunni er hægt að hlaða frítt niður á
www.litla-prumpueyjan.blog.is. - kbs
Prumpueyjan til þingmanna
TILEINKUÐ SONUNUM Bók Jóns Gunnars er tileinkuð sonum
hans, Gunnari, Tómasi og Árna, en Árna vantar á myndina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LEGGUR ÞETTA FYRIR SIG Hilmar gerir teiknaða grín-
þætti fyrir Netið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þetta var ótrúlega gaman en nátt-
úrlega strembið nám,“ segir Bene-
dikt Karl Gröndal um The Comm-
edia School í Danmörku. Þar lagði
hann stund á leiklist að hætti
Jacques Lecoq í tvö ár. „Kennar-
arnir í skólanum eru gamlir nem-
endur hans. Þetta er mjög líkam-
legt leiklistarnám. Við fórum í
gegnum mismunandi leikhússtíla,
trúðaleik, melódrama, buffoun,
commedia dell‘arte, tveggja mán-
aða grímuvinnu, kabarett. Í gegn-
um þessa stíla kynntumst við
aðferðum leikhússins. Að vísu má
segja að þetta séu allt útdauð leik-
húsform, eins og melódrama, það
sýnir það enginn lengur, en maður
fær rosalega mikið út úr því.“ Hann
segir grímuleikinn heilla hvað mest
þessara listforma.
„Upphaflega var ég að leita að
trúðanámi. Þegar ég lít til baka
þá var það kannski ekki trúðleik-
urinn sem heillaði mig mest, en
það er margt í tækni trúðsins sem
kemur manni vel.“ Hann segir þó
þann hluta námsins erfiðastan. „Á
fyrstu æfingunni sagði skólastjór-
inn okkur að fara upp á svið og bara
„vertu fyndinn“. Þegar maður er
svona algjörlega opinn er svo auð-
velt að negla mann niður. Maður
fær endalaust frá kennurunum nei,
þú ert ekki fyndinn, þú ert ömur-
legur. Svo allt í einu virkar eitthvað
og maður er ógeðslega fyndinn.“ Á
sama tíma bjó Benedikt í búninga-
geymslu skólans, sem hjálpaði ekki
að hans mati.
En nú er hann kominn heim. Hvað
tekur við? „Eftir skólann gekk ég í
leikhóp sem einn kennarinn minn
safnaði saman. Við gerðum sýningu
og sýndum úti í Danmörku og erum
kannski að fara með hana til Brasil-
íu, ef allt gengur eftir. Svo er ég að
vinna að sólósýningu fyrir GRAL.
Sú sýning er alveg á byrjunarstigi,
maður er bara nýfluttur heim.
En það er á borðinu og undir mér
komið að kýla því í framkvæmd.“
kbs@frettabladid.is
BENEDIKT KARL GRÖNDAL: UNDIRBÝR EINLEIK EFTIR TRÚÐANÁM
Tækni trúðsins nýtist vel
GRÍMUKLÆDDUR Benedikt er hrifnastur af grímuleik og Commedia dell‘Arte.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Það eru til dásamleg viðtöl sem
hún tók upp á vídeóvél afa síns
þegar hún var pínulítil og mér
finnst skemmtilegt að hún hafi
gert eitthvað við þetta. Ég var
viss um að ég yrði ánægð með
myndina og finnst hún eiga
sterkt og feminískt erindi við
þjóðina í dag.“
Guðrún Jónsdóttir, móðir Þóru Tómas-
dóttur kvikmyndagerðarkonu, sem frum-
sýndi Stelpurnar okkar í síðustu viku.
Söguþráðurinn dreginn úr hatti
Mat á umhverfi sáhrifum rannsókna-
borana í Gjástykki - frummatsskýrsla
Kynningarfundur að Breiðumýri í Reykjadal í Þingeyjarsveit
Opið hús verður haldið þriðjudaginn 18. ágúst nk. frá kl.
16:00 til 22:00.
Kynnt verður mat á umhverfi sáhrifum fyrirhugaðra
rannsóknaborana í Gjástykki.
Sérfræðingar frá Landsvirkjun og verkfræðistofunni Mannviti
verða á staðnum til að svara fyrirspurnum.
Landsvirkjun
Langt er liðið á laxveiðitímabilið
og enn hefur ekki frést af þekktum
útlendingi hér við veiðar. Frétta-
blaðinu er bæði ljúft og skylt að
bæta úr því. Stórpopparinn Eric
Clapton sat að snæðingi fyrir utan
Café París við Austurvöll á laugar-
dag og er að öllum
líkindum bókaður
í Laxá á Ásum
eins og svo oft
áður. Sjaldgæfara
er að Clapton
láti mikið sjá sig í
höfuðborginni
en það kann
að hafa
breyst eftir
að hann
kom
hingað
til tón-
leika-
halds
fyrir ári.
Það var fríður hópur
poppara sem lék
saman golf á Hvaleyr-
arvelli á fimmtudag.
Þar voru Sigurjón
Brink, Gunni Óla í
Skítamóral, Hreimur
Heimisson
í Landi og
sonum,
Matti í
Pöpun-
um og
Friðrik Sturluson úr Sálinni. Með í
för voru svo útvarpsmennirnir Bragi
Guðmunds á Bylgjunni og Svali á
FM957. Hópurinn vakti að vonum
talsverða athygli annarra golfara,
ekki síst fyrir þá sök að sumir
voru á golfbílum en aðrir ekki og
göntuðust viðstaddir
með að á því mætti
meta stöðu þeirra í
poppheimum. - hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Friðrik Þór Friðriksson og
Lars Von Trier.
2 Til Afríku.
3 5-0 fyrir Ísland.